Hefur trú á að kvennaíþróttir geti vaxið enn frekar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. apríl 2024 20:00 Caitlin Clark vonar að kvennaíþróttir haldi áfram að vaxa. Thien-An Truong/Getty Images Caitlin Clark hefur lokið leik í háskólakörfuboltanum í Bandaríkjunum. Hún yfirgefur sviðið sem stigahæsti leikmaður í sögu háskólaboltans, bæði karla- og kvenna megin. Ofan á það hefur hún hjálpað til við að brjóta hvert áhorfsmetið á fætur öðru. Hin 22 ára gamla Clark hefur verið mikið í fréttum undanfarið enda verið að gera hluti sem hafa varla sést áður. Hún endaði háskólaferil sinn þegar lið hennar, Iowa Hawkeyes, tapaði fyrir Suður Karólínu-háskólanum í úrslitum, 87-75. Skoraði Clark 30 stig í leiknum en á háskólaferli sínum skoraði hún meira en 3900 stig. „Öll geta séð áhorfstölurnar. Þegar þær fá tækifærið þá hafa kvennaíþróttir blómstrað og það er það svalasta við vegferð mína til þessa,“ sagði Caitlin eftir leik. „Við byrjuðum tímabilið á að spila fyrir framan 55 þúsund manns. Við endum það á að spila fyrir framan samtals 15 milljónir. Þetta verður bara betra og mun aldrei stoppa.“ Clark trúir einnig að ef lagt er jafn mikið í kvennaíþróttir og karla þá muni þær halda áfram að blómstra. Það mun ýta kvennaíþróttum enn lengra í framtíðinni að hennar mati. „Fólk mun muna eftir augnablikinu sem það deildi með börnunum sínum yfir leikjunum okkar. Það man eftir því hversu spenntur krakkinn var að sjá okkur spila. Það er frekar töff, það eru hlutirnir sem skipta mig mestu máli.“ The Phoenix Mercury are marketing their game against the Indiana Fever as The GOAT vs. The Rook before Caitlin Clark has been drafted. pic.twitter.com/XhH8K789Nl— Front Office Sports (@FOS) April 8, 2024 Clark mun þó ekki spila aftur í háskólaboltanum heldur í WNBA-deildinni. Talið er næsta öruggt að hún fari fyrst í komandi nýliðavali og muni því spila með Indiana Fever á komandi leiktíð. Þá gæti hún farið með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikana í París síðar á árinu. Körfubolti Bandaríski háskólakörfuboltinn Tengdar fréttir Rugluð frammistaða Clark skaut Iowa í undanúrslit og kveikti í samfélagsmiðlum Iowa Hawkeyes er komið í undanúrslit (e. Final Four) í Marsfárinu í Bandaríkjunum en þar mætast bestu háskóla-körfuboltalið landsins. Um var að ræða liðin sem mættust í úrslitum í fyrra og þar hafði LSU betur. 2. apríl 2024 17:30 Buðu henni 697 milljónir fyrir að spila í karladeild Tónlistarmaðurinn og viðskiptamógullinn Ice Cube vildi nýta sér ótrúlegar vinsældir körfuboltakonunnar Caitlin Clark og gefa henni risasamning fyrir að spila í 3 á 3 körfuboltadeildinni hans, Big3. 30. mars 2024 12:00 „Við höfum aldrei séð konu spila svona“ Vinsældir Caitlin Clark í Bandaríkjunum eru engu líkar en þessi 22 ára gamla körfuboltakona hefur breytt gríðarlega miklu með frábærri framgöngu sinni og um leið komið kvennakörfunni í sviðsljósið í bandarísku íþróttalífi. 6. mars 2024 11:01 Orðin stigahæst hjá báðum kynjum: Skaut Pistol Pete af toppnum Caitlin Clark varð í gær stigahæsti leikmaður í sögu bandaríska háskólakörfuboltans og skiptir þar engu hvort við erum að tala um karla eða konur. 4. mars 2024 07:16 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira
Hin 22 ára gamla Clark hefur verið mikið í fréttum undanfarið enda verið að gera hluti sem hafa varla sést áður. Hún endaði háskólaferil sinn þegar lið hennar, Iowa Hawkeyes, tapaði fyrir Suður Karólínu-háskólanum í úrslitum, 87-75. Skoraði Clark 30 stig í leiknum en á háskólaferli sínum skoraði hún meira en 3900 stig. „Öll geta séð áhorfstölurnar. Þegar þær fá tækifærið þá hafa kvennaíþróttir blómstrað og það er það svalasta við vegferð mína til þessa,“ sagði Caitlin eftir leik. „Við byrjuðum tímabilið á að spila fyrir framan 55 þúsund manns. Við endum það á að spila fyrir framan samtals 15 milljónir. Þetta verður bara betra og mun aldrei stoppa.“ Clark trúir einnig að ef lagt er jafn mikið í kvennaíþróttir og karla þá muni þær halda áfram að blómstra. Það mun ýta kvennaíþróttum enn lengra í framtíðinni að hennar mati. „Fólk mun muna eftir augnablikinu sem það deildi með börnunum sínum yfir leikjunum okkar. Það man eftir því hversu spenntur krakkinn var að sjá okkur spila. Það er frekar töff, það eru hlutirnir sem skipta mig mestu máli.“ The Phoenix Mercury are marketing their game against the Indiana Fever as The GOAT vs. The Rook before Caitlin Clark has been drafted. pic.twitter.com/XhH8K789Nl— Front Office Sports (@FOS) April 8, 2024 Clark mun þó ekki spila aftur í háskólaboltanum heldur í WNBA-deildinni. Talið er næsta öruggt að hún fari fyrst í komandi nýliðavali og muni því spila með Indiana Fever á komandi leiktíð. Þá gæti hún farið með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikana í París síðar á árinu.
Körfubolti Bandaríski háskólakörfuboltinn Tengdar fréttir Rugluð frammistaða Clark skaut Iowa í undanúrslit og kveikti í samfélagsmiðlum Iowa Hawkeyes er komið í undanúrslit (e. Final Four) í Marsfárinu í Bandaríkjunum en þar mætast bestu háskóla-körfuboltalið landsins. Um var að ræða liðin sem mættust í úrslitum í fyrra og þar hafði LSU betur. 2. apríl 2024 17:30 Buðu henni 697 milljónir fyrir að spila í karladeild Tónlistarmaðurinn og viðskiptamógullinn Ice Cube vildi nýta sér ótrúlegar vinsældir körfuboltakonunnar Caitlin Clark og gefa henni risasamning fyrir að spila í 3 á 3 körfuboltadeildinni hans, Big3. 30. mars 2024 12:00 „Við höfum aldrei séð konu spila svona“ Vinsældir Caitlin Clark í Bandaríkjunum eru engu líkar en þessi 22 ára gamla körfuboltakona hefur breytt gríðarlega miklu með frábærri framgöngu sinni og um leið komið kvennakörfunni í sviðsljósið í bandarísku íþróttalífi. 6. mars 2024 11:01 Orðin stigahæst hjá báðum kynjum: Skaut Pistol Pete af toppnum Caitlin Clark varð í gær stigahæsti leikmaður í sögu bandaríska háskólakörfuboltans og skiptir þar engu hvort við erum að tala um karla eða konur. 4. mars 2024 07:16 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira
Rugluð frammistaða Clark skaut Iowa í undanúrslit og kveikti í samfélagsmiðlum Iowa Hawkeyes er komið í undanúrslit (e. Final Four) í Marsfárinu í Bandaríkjunum en þar mætast bestu háskóla-körfuboltalið landsins. Um var að ræða liðin sem mættust í úrslitum í fyrra og þar hafði LSU betur. 2. apríl 2024 17:30
Buðu henni 697 milljónir fyrir að spila í karladeild Tónlistarmaðurinn og viðskiptamógullinn Ice Cube vildi nýta sér ótrúlegar vinsældir körfuboltakonunnar Caitlin Clark og gefa henni risasamning fyrir að spila í 3 á 3 körfuboltadeildinni hans, Big3. 30. mars 2024 12:00
„Við höfum aldrei séð konu spila svona“ Vinsældir Caitlin Clark í Bandaríkjunum eru engu líkar en þessi 22 ára gamla körfuboltakona hefur breytt gríðarlega miklu með frábærri framgöngu sinni og um leið komið kvennakörfunni í sviðsljósið í bandarísku íþróttalífi. 6. mars 2024 11:01
Orðin stigahæst hjá báðum kynjum: Skaut Pistol Pete af toppnum Caitlin Clark varð í gær stigahæsti leikmaður í sögu bandaríska háskólakörfuboltans og skiptir þar engu hvort við erum að tala um karla eða konur. 4. mars 2024 07:16