Óli Jóh: Við erum alltaf tilraunadýr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2024 09:31 Jóhann Ingi Jónsson dómari með gula spjaldið á lofti í leik Fylkis og KR. Hann lyfti gula spjaldinu ellefu sinnum í leiknum og rauða spjaldið fór tvisvar á loft. Vísir/Anton Brink Það vantaði ekki gulu spjöldin í fyrstu leikjum Íslandsmótsins í knattspyrnu en þau fóru mjög mörg á loft í sex leikjum Bestu deildar karla um helgina. Stúkan tók fyrir spjaldagleði dómaranna í þætti sínum í gær. „Heimir kom líka inn á það að það mætti ekki anda lengur í leiknum því þá væri verið að rífa upp spjöld,“ sagði Guðmundur Benediktsson og hóf umræðu um gulu spjöldin í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Hann byrjaði síðan á því að sýna spjöldin úr leik Breiðabliks og FH. 67 prósent hækkun „Það voru fjölmörg spjöld í leikjum gærdagsins og á laugardaginn,“ sagði Guðmundur. Hann sýndi tölfræðina svart á hvítu. Það var 31 gult spjald gefið í fyrstu umferð í fyrra en gulu spjöldin voru 52 í fyrstu umferðinni í gær. Þetta er 67 prósent hækkun. Guðmundur sýndi líka yfirlit yfir áherslur dómaranna fyrir tímabilið. Þar eru tekin sérstaklega fyrir mótmæli gagnvart dómurum, hópögranir eða þegar leikmenn hópast um dómarann og ef leikmenn sýna óíþróttamannslega hegðun með sem dæmi að tefja leikinn. Það er líka aukið eftirlit með því að þjálfarnir haldi sig innan boðvangsins. Guðmundur tók nokkur dæmi um þegar leikmenn mótmæla dómi með einum sterkum viðbrögðum en fá strax spjald að launum frá dómara leiksins. Hvar endar svona vitleysa? „Hvar endar svona vitleysa,“ spurði Ólafur Jóhannesson, sérfræðingur Stúkunnar, hneykslaður á öllum þessum gulu spjöldum. „Hún á líklega að enda með því að leikmenn hætti þessu,“ sagði Guðmundur. „Það gerist aldrei,“ svaraði Ólafur. „Sjáið spjaldið sem Aron [Jóhannsson] fær. Hvers konar bull er þetta eiginlega?,“ sagði Ólafur. „Það er þessi áherslubreyting og hann sýnir of miklar tilfinningar. Getum við sagt það,“ spurði Guðmundur. „Spjaldið á Finn Orra [Margeirsson]. Auðvitað verða þeir brjálaðir yfir því að fá ekki vítaspyrnu. Það er bara eðlilegur hlutur. Setja hendurnar út í loftið eða segja einhvern djöfulinn. FH-ingar missa víti en þeir fá áminningu samt,“ sagði Ólafur. Erum við eina landið? „Erum við eina landið sem er að gera þetta,“ spurði Ólafur. „Ef þetta eru reglur sem á að setja áherslu á. Þessar reglur hafa alltaf verið til en það á greinilega að setja aukaáherslur á þetta. Venjulega erum við alltaf fyrsta landið sem byrjar af því að okkar deild byrjar þannig,“ sagði Guðmundur. „Við erum alltaf tilraunadýr,“ sagði Ólafur. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Umræða um gul spjöld í fyrstu umferðinni Besta deild karla Stúkan Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Stúkan tók fyrir spjaldagleði dómaranna í þætti sínum í gær. „Heimir kom líka inn á það að það mætti ekki anda lengur í leiknum því þá væri verið að rífa upp spjöld,“ sagði Guðmundur Benediktsson og hóf umræðu um gulu spjöldin í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Hann byrjaði síðan á því að sýna spjöldin úr leik Breiðabliks og FH. 67 prósent hækkun „Það voru fjölmörg spjöld í leikjum gærdagsins og á laugardaginn,“ sagði Guðmundur. Hann sýndi tölfræðina svart á hvítu. Það var 31 gult spjald gefið í fyrstu umferð í fyrra en gulu spjöldin voru 52 í fyrstu umferðinni í gær. Þetta er 67 prósent hækkun. Guðmundur sýndi líka yfirlit yfir áherslur dómaranna fyrir tímabilið. Þar eru tekin sérstaklega fyrir mótmæli gagnvart dómurum, hópögranir eða þegar leikmenn hópast um dómarann og ef leikmenn sýna óíþróttamannslega hegðun með sem dæmi að tefja leikinn. Það er líka aukið eftirlit með því að þjálfarnir haldi sig innan boðvangsins. Guðmundur tók nokkur dæmi um þegar leikmenn mótmæla dómi með einum sterkum viðbrögðum en fá strax spjald að launum frá dómara leiksins. Hvar endar svona vitleysa? „Hvar endar svona vitleysa,“ spurði Ólafur Jóhannesson, sérfræðingur Stúkunnar, hneykslaður á öllum þessum gulu spjöldum. „Hún á líklega að enda með því að leikmenn hætti þessu,“ sagði Guðmundur. „Það gerist aldrei,“ svaraði Ólafur. „Sjáið spjaldið sem Aron [Jóhannsson] fær. Hvers konar bull er þetta eiginlega?,“ sagði Ólafur. „Það er þessi áherslubreyting og hann sýnir of miklar tilfinningar. Getum við sagt það,“ spurði Guðmundur. „Spjaldið á Finn Orra [Margeirsson]. Auðvitað verða þeir brjálaðir yfir því að fá ekki vítaspyrnu. Það er bara eðlilegur hlutur. Setja hendurnar út í loftið eða segja einhvern djöfulinn. FH-ingar missa víti en þeir fá áminningu samt,“ sagði Ólafur. Erum við eina landið? „Erum við eina landið sem er að gera þetta,“ spurði Ólafur. „Ef þetta eru reglur sem á að setja áherslu á. Þessar reglur hafa alltaf verið til en það á greinilega að setja aukaáherslur á þetta. Venjulega erum við alltaf fyrsta landið sem byrjar af því að okkar deild byrjar þannig,“ sagði Guðmundur. „Við erum alltaf tilraunadýr,“ sagði Ólafur. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Umræða um gul spjöld í fyrstu umferðinni
Besta deild karla Stúkan Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn