Fjármálaráðherraflakkið minni á Tinder-sambönd Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. apríl 2024 10:56 Þorbjörg Sigríður segir ríkisstjórnina á Íslandi farna að minna sig á Ítalíu. Vísir/Arnar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir fólk vera í lengri samböndum á stefnumótaforritinu Tinder en í stól fjármálaráðherra. Hún fullyrðir að Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins verði þriðji fjármálaráðherrann á hálfu ári. „Litla Ítalía?“ spyr Þorbjörg Sigríður í færslu á Facebook. Þingfundi var slitið eftir fimm mínútur í gær í ljósi óvissunnar með ríkisstjórnarsamstarfið eftir að Katrín Jakobsdóttir ákvað að segja skilið við forsætisráðherrastólinn og stjórnamálin og henda sér í forsetaframboð. Sjálfstæðisflokkurinn afgreiddi samstarfstillögu á fundi þingflokksins í gær en þingflokkar VG og Framsóknar funda fyrir hádegi. Taldar eru líkur á því að efnt verði til blaðamannafundar eftir hádegið og niðurstaða úr viðræðum flokkanna þriggja kynntar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru mestar líkur á að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra og fjármálaráðuneytið fari undir Framsóknarflokkinn. „Í dag verður kynntur til leiks nýr fjármálaráðherra þegar Sigurður Ingi flytur sig úr innviðaráðuneytinu. Hann verður þá þriðji fjármálaráðherra Íslands á um hálfu ári. Fólk er í Tinder samböndum sem standa lengur en þessi stöðugleiki stóla ríkisstjórnarinnar,“ segir Þorbjörg Sigríður. „Ríkisstjórn Íslands veitir Ítalíu harða samkeppni um pólitískan stöðugleika með því að rúlla ráðherrum á færibandi inn og út úr fjármálaráðuneytinu. Á meðan eru verðbólga og vextir í heimsins hæstu hæðum,“ segir Þorbjörg Sigríður. „Ríkisstjórnin getur ekki kynnt fjármálaáætlun um aðgerðir gegn verðbólgu því starfsmannavelta fjármálaráðherra ríkisstjórnarinnar er svo mikil og mestur tími fer í að semja við sig sjálfa um ráðherrastól vikunnar. Og verðbólgan mallar áfram og vextir á lánum fólksins í landinu lækka ekki.“ Fylgst er með gangi mála í vaktinni á Vísi. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira
„Litla Ítalía?“ spyr Þorbjörg Sigríður í færslu á Facebook. Þingfundi var slitið eftir fimm mínútur í gær í ljósi óvissunnar með ríkisstjórnarsamstarfið eftir að Katrín Jakobsdóttir ákvað að segja skilið við forsætisráðherrastólinn og stjórnamálin og henda sér í forsetaframboð. Sjálfstæðisflokkurinn afgreiddi samstarfstillögu á fundi þingflokksins í gær en þingflokkar VG og Framsóknar funda fyrir hádegi. Taldar eru líkur á því að efnt verði til blaðamannafundar eftir hádegið og niðurstaða úr viðræðum flokkanna þriggja kynntar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru mestar líkur á að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra og fjármálaráðuneytið fari undir Framsóknarflokkinn. „Í dag verður kynntur til leiks nýr fjármálaráðherra þegar Sigurður Ingi flytur sig úr innviðaráðuneytinu. Hann verður þá þriðji fjármálaráðherra Íslands á um hálfu ári. Fólk er í Tinder samböndum sem standa lengur en þessi stöðugleiki stóla ríkisstjórnarinnar,“ segir Þorbjörg Sigríður. „Ríkisstjórn Íslands veitir Ítalíu harða samkeppni um pólitískan stöðugleika með því að rúlla ráðherrum á færibandi inn og út úr fjármálaráðuneytinu. Á meðan eru verðbólga og vextir í heimsins hæstu hæðum,“ segir Þorbjörg Sigríður. „Ríkisstjórnin getur ekki kynnt fjármálaáætlun um aðgerðir gegn verðbólgu því starfsmannavelta fjármálaráðherra ríkisstjórnarinnar er svo mikil og mestur tími fer í að semja við sig sjálfa um ráðherrastól vikunnar. Og verðbólgan mallar áfram og vextir á lánum fólksins í landinu lækka ekki.“ Fylgst er með gangi mála í vaktinni á Vísi.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira