Forsætisráðuneytið ekki helsta þrætueplið Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 9. apríl 2024 14:58 Bjarni, Guðmundur Ingi og Sigurður Ingi smíðuðu nýja ríkisstjórn síðustu daga. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segir spurninguna um það hver tæki við forsætisráðuneytinu ekki hafa verið það sem formenn ríkisstjórnarinnar ræddu helst þegar ný ríkisstjórn var mynduð. Bjarni segir að þeir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og nýr fjármálaráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nýr formaður Vinstri grænna og félags- og vinnumarkaðsráðherra, hafi nýtt síðustu daga til þess að máta sig við stöðuna í samfélaginu og þær áskoranir sem blasa við. „Og tryggja að við séum samstíga um aðgerðir til þess að nýta það sem eftir lifir af þessu kjörtímabili, sem eftir atvikum getur orðið alveg fram í september 2025, til þess að mæta þeim áskorunum og bregðast við í samræmi við þarfir.“ Tilefni til að stilla saman strengi Bjarni segir það að ganga í takt vera það mikilvægasta þegar menn koma saman til þess að mynda ríkisstjórn. Brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur úr ríkisstjórn og stjórnmálum hafi gefið formönnum ríkisstjórnarflokkanna tilefni til þess að stilla saman strengi, um leið og endurraðað er í embætti, hvað málefnin snertir. Alls konar hrókeringar í Stjórnarráðinu Líkt og greint hefur verið frá verður Bjarni forsætisráðherra, Sigurður Ingi færist yfir í fjármálaráðuneytið og verður fyrsti Framsóknarmaðurinn þar í áratugi, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fer aftur í utanríkisráðuneytið, Svandís Svavarsdóttir fer í innviðaráðuneytið og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kemur ný inn í matvælaráðuneytið. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Nýr ráðherra þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, verðandi matvælaráðherra, þurfti ekki að hugsa sig lengi um þegar boðið kom um að taka við matvælaráðuneytinu. Hún þekki vel til málaflokksins og hokin af reynslu. 9. apríl 2024 14:48 Skoðar að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, varð fyrir miklum vonbrigðum með nýja skipan ríkisstjórnarinnar. Hún vonas eftir kosningum og íhugar að að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina í heild sinni. 9. apríl 2024 14:49 „Ólíðandi“ að talað sé um orkuskort Bjarni Benediktsson, sem tekur við forsætisráðuneytinu í kvöld, segir að virkja þurfi meira til þess að nýta sjálfbæra orku betur. 9. apríl 2024 14:40 Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Sjá meira
Bjarni segir að þeir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og nýr fjármálaráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nýr formaður Vinstri grænna og félags- og vinnumarkaðsráðherra, hafi nýtt síðustu daga til þess að máta sig við stöðuna í samfélaginu og þær áskoranir sem blasa við. „Og tryggja að við séum samstíga um aðgerðir til þess að nýta það sem eftir lifir af þessu kjörtímabili, sem eftir atvikum getur orðið alveg fram í september 2025, til þess að mæta þeim áskorunum og bregðast við í samræmi við þarfir.“ Tilefni til að stilla saman strengi Bjarni segir það að ganga í takt vera það mikilvægasta þegar menn koma saman til þess að mynda ríkisstjórn. Brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur úr ríkisstjórn og stjórnmálum hafi gefið formönnum ríkisstjórnarflokkanna tilefni til þess að stilla saman strengi, um leið og endurraðað er í embætti, hvað málefnin snertir. Alls konar hrókeringar í Stjórnarráðinu Líkt og greint hefur verið frá verður Bjarni forsætisráðherra, Sigurður Ingi færist yfir í fjármálaráðuneytið og verður fyrsti Framsóknarmaðurinn þar í áratugi, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fer aftur í utanríkisráðuneytið, Svandís Svavarsdóttir fer í innviðaráðuneytið og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kemur ný inn í matvælaráðuneytið.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Nýr ráðherra þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, verðandi matvælaráðherra, þurfti ekki að hugsa sig lengi um þegar boðið kom um að taka við matvælaráðuneytinu. Hún þekki vel til málaflokksins og hokin af reynslu. 9. apríl 2024 14:48 Skoðar að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, varð fyrir miklum vonbrigðum með nýja skipan ríkisstjórnarinnar. Hún vonas eftir kosningum og íhugar að að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina í heild sinni. 9. apríl 2024 14:49 „Ólíðandi“ að talað sé um orkuskort Bjarni Benediktsson, sem tekur við forsætisráðuneytinu í kvöld, segir að virkja þurfi meira til þess að nýta sjálfbæra orku betur. 9. apríl 2024 14:40 Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Sjá meira
Nýr ráðherra þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, verðandi matvælaráðherra, þurfti ekki að hugsa sig lengi um þegar boðið kom um að taka við matvælaráðuneytinu. Hún þekki vel til málaflokksins og hokin af reynslu. 9. apríl 2024 14:48
Skoðar að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, varð fyrir miklum vonbrigðum með nýja skipan ríkisstjórnarinnar. Hún vonas eftir kosningum og íhugar að að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina í heild sinni. 9. apríl 2024 14:49
„Ólíðandi“ að talað sé um orkuskort Bjarni Benediktsson, sem tekur við forsætisráðuneytinu í kvöld, segir að virkja þurfi meira til þess að nýta sjálfbæra orku betur. 9. apríl 2024 14:40