Lífið

Táraðist úr hlátri þegar hann lýsti hvernig Georg Bjarnfreðarson varð til

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jón kann að segja frá.
Jón kann að segja frá.

„Næturvaktin var svona verkefni sem ég kom mér í með Ragnari Bragasyni og ég hafði enga trú þessu og hugsaði bara, djöfull verður þetta drepleiðinlegt,“ segir Jón Gnarr í síðasta þætti af Öll þessi ár sem er á dagskrá á sunnudagskvöldum á Stöð 2.

Þar fá Edda Andrésdóttir og Páll Magnússon til sín gesti sem tengdust atburðum eða fréttum valinna ára og kryfja málin í léttri sex þátta fréttatengdri mannlífs- og skemmtiþáttaseríu.

Í þættinum á sunnudaginn var farið yfir árið 2007, ár vellystingar, eyðslu og lántöku.

„Ég sakna hans,“ segir Jón um karakter sinn Georg Bjarnfreðarson sem hann lék í Næturvaktinni en karakterinn er saminn úr sjö mismunandi mönnum.

„Hann var svo leiðinlegur að hann var skemmtilegur. Svona fólk er til. Georg er samsettur úr svo mörgum leiðinlegum köllum sem ég hef hitt í gegnum ævina. Hann er settur saman úr svona sjö raunverulegum körlum. Einn verkstjóri sem ég var með, smá af pabba mínum þarna,“ segir Jón og hlær.

Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti.

Klippa: Táraðist úr hlátri þegar hann lýsti hvernig Georg Bjarnfreðarson varð til





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.