Heimsmeistararnir með fullt hús eftir tvær umferðir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. apríl 2024 20:46 Gamla brýnið Jenni Hermoso er enn í fullu fjöri. Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images Heimsmeistarar Spánar eru með fullt hús stiga eftir tvær umferðir undankeppni EM kvenna í knattspyrnu. Þá er England í góðum málum eftir fínan sigur á Írlandi. Spánn hóf undankeppnina fyrir EM 2025 sem fram fer í Sviss á gríðarlega sannfærandi 7-0 sigri á Belgíu. Sigur kvöldsins var ekki jafn stór en liðið lagði Tékkland eftir að lenda óvænt undir í síðari hálfleik. Staðan í leik kvöldsins var markalaus í hálfleik. Það voru svo gestirnir sem komust yfir þökk sé marki Eliska Sonntagova á 56. mínútu. Það létu heimsmeistararnir ekki bjóða sér en tveimur mínútum síðar jafnaði María Méndez metin eftir undirbúning Alexis Putellas. Nokkrum mínútum síðar var Spánn komið yfir. Jenni Hermoso með markið eftir sendingu frá Mariona Caldentey. Hermoso þakkaði svo greiðan þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Caldentey skoraði þá þriðja mark Spánar eftir sendingu Hermoso. #WEURO2025 pic.twitter.com/tdB0nWoPSk— UEFA Women's EURO (@WEURO) April 9, 2024 Lokatölur 3-1 og Spánn með sex stig á toppi riðils 2 í A-deild. Danmörk er einnig með sex stig á meðan Tékkland og Belgía eru án stiga. Í riðli 3 komst England á sigurbraut eftir að gera 1-1 jafntefli við Svíþjóð í fyrstu umferð undankeppninnar. Liðið gekk frá Írlandi í fyrri hálfleik þökk sé mörkum frá Lauren James og Alex Greenwood. Það síðara kom úr vítaspyrnu og fékk Greenwood tækifæri til að bæta þriðja markinu við en vítaspyrna hennar fór þá forgörðum. Lokatölur 2-0 Englandi í vil sem er í 2. sæti með fjögur stig á meðan Frakkland er með fullt hús stiga eftir 1-0 útisigur á Svíþjóð í kvöld. Our @AlexGreenwood! pic.twitter.com/KLowaibzyb— Lionesses (@Lionesses) April 9, 2024 Önnur úrslit Danmörk 4-2 Belgía Finnland 2-1 Ítalía Holland 1-0 Noregur Fótbolti EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 3-1 | Áttu lítinn séns gegn þýska stálinu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 3-1 tap er liðið heimsótti sigursælasta lið EM frá upphafi, Þýskaland, í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2025. 9. apríl 2024 18:03 Austurrískur sigur ýtti Íslandi niður í þriðja sæti Austurríki lagði Pólland 3-1 í undankeppni EM 2025 kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Sviss. Liðin eru í riðli 4 í A-deild ásamt Íslandi og Þýskalandi. Sigur Austurríkis ýtir Íslandi niður í 3. sætið en íslensku stelpurnar töpuðu 3-1 í Þýskalandi í dag. 9. apríl 2024 18:30 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Spánn hóf undankeppnina fyrir EM 2025 sem fram fer í Sviss á gríðarlega sannfærandi 7-0 sigri á Belgíu. Sigur kvöldsins var ekki jafn stór en liðið lagði Tékkland eftir að lenda óvænt undir í síðari hálfleik. Staðan í leik kvöldsins var markalaus í hálfleik. Það voru svo gestirnir sem komust yfir þökk sé marki Eliska Sonntagova á 56. mínútu. Það létu heimsmeistararnir ekki bjóða sér en tveimur mínútum síðar jafnaði María Méndez metin eftir undirbúning Alexis Putellas. Nokkrum mínútum síðar var Spánn komið yfir. Jenni Hermoso með markið eftir sendingu frá Mariona Caldentey. Hermoso þakkaði svo greiðan þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Caldentey skoraði þá þriðja mark Spánar eftir sendingu Hermoso. #WEURO2025 pic.twitter.com/tdB0nWoPSk— UEFA Women's EURO (@WEURO) April 9, 2024 Lokatölur 3-1 og Spánn með sex stig á toppi riðils 2 í A-deild. Danmörk er einnig með sex stig á meðan Tékkland og Belgía eru án stiga. Í riðli 3 komst England á sigurbraut eftir að gera 1-1 jafntefli við Svíþjóð í fyrstu umferð undankeppninnar. Liðið gekk frá Írlandi í fyrri hálfleik þökk sé mörkum frá Lauren James og Alex Greenwood. Það síðara kom úr vítaspyrnu og fékk Greenwood tækifæri til að bæta þriðja markinu við en vítaspyrna hennar fór þá forgörðum. Lokatölur 2-0 Englandi í vil sem er í 2. sæti með fjögur stig á meðan Frakkland er með fullt hús stiga eftir 1-0 útisigur á Svíþjóð í kvöld. Our @AlexGreenwood! pic.twitter.com/KLowaibzyb— Lionesses (@Lionesses) April 9, 2024 Önnur úrslit Danmörk 4-2 Belgía Finnland 2-1 Ítalía Holland 1-0 Noregur
Fótbolti EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 3-1 | Áttu lítinn séns gegn þýska stálinu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 3-1 tap er liðið heimsótti sigursælasta lið EM frá upphafi, Þýskaland, í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2025. 9. apríl 2024 18:03 Austurrískur sigur ýtti Íslandi niður í þriðja sæti Austurríki lagði Pólland 3-1 í undankeppni EM 2025 kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Sviss. Liðin eru í riðli 4 í A-deild ásamt Íslandi og Þýskalandi. Sigur Austurríkis ýtir Íslandi niður í 3. sætið en íslensku stelpurnar töpuðu 3-1 í Þýskalandi í dag. 9. apríl 2024 18:30 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 3-1 | Áttu lítinn séns gegn þýska stálinu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 3-1 tap er liðið heimsótti sigursælasta lið EM frá upphafi, Þýskaland, í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2025. 9. apríl 2024 18:03
Austurrískur sigur ýtti Íslandi niður í þriðja sæti Austurríki lagði Pólland 3-1 í undankeppni EM 2025 kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Sviss. Liðin eru í riðli 4 í A-deild ásamt Íslandi og Þýskalandi. Sigur Austurríkis ýtir Íslandi niður í 3. sætið en íslensku stelpurnar töpuðu 3-1 í Þýskalandi í dag. 9. apríl 2024 18:30