„Það má ekki missa kjarkinn“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. apríl 2024 20:01 Aðalgeir Jóhannsson eða Alli á Eyri er meðal þeirra átta sem bæjarstjórn Grindavíkur heiðraði á afmælishátíð bæjarins í dag fyrir menningarstörf í bæjarfélaginu. Vísir/Arnar Átta manns fengu heiðursviðurkenningu frá bæjarstjórn Grindavíkur í dag í tilefni þess að fimmtíu ár er frá því bærinn fékk kaupstaðarréttindi. Þeirra á meðal er Alli á Eyri sem hvetur Grindvíkinga til að missa ekki kjarkinn. Aðalgeir Jóhannsson eða Alli á Eyri er meðal þeirra átta sem bæjarstjórn Grindavíkur heiðraði á afmælishátíð bæjarins í dag fyrir menningarstörf í bæjarfélaginu. Hann hefur um árabil rekið netaverkstæði í bænum og er einn eiganda veitingahússins Bryggjunnar. Þá gaf hann út bókina Grindavíkurblús á síðasta ári. Hann segir að síðustu mánuðir hafi verið erfiðir en ætlar aftur heim. „Staðan er auðvitað grafalvarleg hér í Grindavík. En það má ekki missa kjarkinn. Við erum um það bil að snúa dæminu við. Við ætlum að snúa aftur heim. Það er ekkert að húsinu mínu. Ég bý hérna í vesturbæ Grindavíkur. Það eru öll hús vestan Víkurbrautar í fínu lagi og skólinn þar með. Mér skilst að leikskólinn sé það líka. Þannig að það á alveg að vera hægt með ákveðinni varkárni að koma sér heim sem fyrst. Ég hef til dæmis verið í bænum undanfarið en konan hefur svolítið hrædd við það en hún er að koma til. Hún mætir mjög fljótlega örugglega nú í apríl,“ segir Aðalgeir. Leysa heimsmálin á korteri Hann er ánægður með viðbrögð landsmanna undanfarið. „Ég svakalega stoltur yfir íslenskri þjóð. Hvað hún hefur tekið á móti okkur Grindvíkingum í þessum vandræðum. Bæði ríkisstjórn og almenningur. Ég á því láni að fagna að fá að drekka kaffi á Kaffivagninum Það er yndislegt að hitta karlana þar og leysa heimsmálin eins og við gerðum hérna í Grindavík. Þar er engin vandi að leysa heimsmálin á korteri eða svo,“ segir Aðalgeir. Aðalgeir er sannfærður að líf verði komið í Grindavík á næstu mánuðum. Það er engan bilbug á mér að finna. Við komum hérna mjög fljótlega. Ég held að það verði hópur manna kominn þegar fer að sumra betur og lauf farin að sjást á trjánum. Golfvöllurinn er í fínu lagi. Menn fara að spila þar mjög fljótlega,“ segir Aðalgeir að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira
Aðalgeir Jóhannsson eða Alli á Eyri er meðal þeirra átta sem bæjarstjórn Grindavíkur heiðraði á afmælishátíð bæjarins í dag fyrir menningarstörf í bæjarfélaginu. Hann hefur um árabil rekið netaverkstæði í bænum og er einn eiganda veitingahússins Bryggjunnar. Þá gaf hann út bókina Grindavíkurblús á síðasta ári. Hann segir að síðustu mánuðir hafi verið erfiðir en ætlar aftur heim. „Staðan er auðvitað grafalvarleg hér í Grindavík. En það má ekki missa kjarkinn. Við erum um það bil að snúa dæminu við. Við ætlum að snúa aftur heim. Það er ekkert að húsinu mínu. Ég bý hérna í vesturbæ Grindavíkur. Það eru öll hús vestan Víkurbrautar í fínu lagi og skólinn þar með. Mér skilst að leikskólinn sé það líka. Þannig að það á alveg að vera hægt með ákveðinni varkárni að koma sér heim sem fyrst. Ég hef til dæmis verið í bænum undanfarið en konan hefur svolítið hrædd við það en hún er að koma til. Hún mætir mjög fljótlega örugglega nú í apríl,“ segir Aðalgeir. Leysa heimsmálin á korteri Hann er ánægður með viðbrögð landsmanna undanfarið. „Ég svakalega stoltur yfir íslenskri þjóð. Hvað hún hefur tekið á móti okkur Grindvíkingum í þessum vandræðum. Bæði ríkisstjórn og almenningur. Ég á því láni að fagna að fá að drekka kaffi á Kaffivagninum Það er yndislegt að hitta karlana þar og leysa heimsmálin eins og við gerðum hérna í Grindavík. Þar er engin vandi að leysa heimsmálin á korteri eða svo,“ segir Aðalgeir. Aðalgeir er sannfærður að líf verði komið í Grindavík á næstu mánuðum. Það er engan bilbug á mér að finna. Við komum hérna mjög fljótlega. Ég held að það verði hópur manna kominn þegar fer að sumra betur og lauf farin að sjást á trjánum. Golfvöllurinn er í fínu lagi. Menn fara að spila þar mjög fljótlega,“ segir Aðalgeir að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira