Mónópólý og Sims næst á skjáinn hjá Robbie og félögum Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. apríl 2024 19:51 Margot Robbie sem lék Barbie og framleiddi myndina um dúkkuna er einn eigandi framleiðslufyrirtækisins LuckyChap sem mun framleiða myndir um Sims og Mónópólý, Samsett/Getty/EA Framleiðslufyrirtækið LuckyChap, sem leikkonan Margot Robbie stofnaði og rekur, hefur hafið framleiðslu á leiknum kvikmyndum byggðum á sígilda borðspilinu Mónópólý og vinsælu tölvuleikjaseríunni Sims. Barbie halaði inn tæpum einum og hálfum milljarði bandaríkjadala í fyrra og hefur LuckyChap sem framleiddi myndina verið eftirsótt síðan. Auk Margot Robbie, sem lék sjálfa Barbie, eru Tom Ackerley og Josie McNamara eigendur LuckyChap og stefnir fyrirtækið næst á stræti Mónópólý-borgar. Leikfangarisinn Hasbro, sem á Mónópólý, mun einnig framleiða myndina en á undanförnum áratugum hefur fyrirtækið verið duglegt við að gera kvikmyndir byggðar á leikföngum sínum. Mattel sem á Barbie stefnir á framleiðslu fjölda leikfangamynda á næstu árum og Hasbro vill greinilega vera með í gleðinni. Hasbro hefur áður reynt að gera mynd byggða á borðspilinu en árið 2008 gerði fyrirtækið fjögurra mynda samning við Universal um að gera myndir upp úr borðspilum fyrirtækisins, þar á meðal Mónópólý. Eina mynd samningsins sem kom út var Battleship sem byggði á herskipaleiknum vinsæla. Hún kom út 2012 og var svo illa tekið að Universal hætti við samninginn og keypti sig út úr honum. Nú á hins vegar að reyna aftur við kvikmyndun Mónópólýs og verður gaman að sjá hvernig á að útfæra það. Hvort Herra Mónópólý, öðru nafni Milburn Pennybags, verði í myndinni eða hvort við munum sjá fólk borga sig út úr fangelsi. Simsarnir simsa á stóra skjánum Mónópólý er ekki eina myndin á framleiðsludagskrá LuckyChap af því í síðasta mánuði var greint frá því að fyrirtækið væri að framleiða leikna mynd byggða á tölvuleikjaseríunni Sims. Leikstjórinn Kate Herron, sem leikstýrði seríu eitt af Marvel-þáttunum um Loka og hefur getið sér gott orð fyrir leikstjórn sjónvarpsþátta, mun leikstýra myndinni og skrifa handritið ásamt Briony Redman. Sims á það sameiginlegt með Barbie að vera ekki með neinn söguþráð heldur stýrir tölvuleikjaspilarinn því hvernig saga simsanna sinna þróast, hver áhugamál þeirra eru og hvaða starfsferil þeir taka sér fyrir hendur. Hollywood Bandaríkin Borðspil Leikjavísir Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Barbie halaði inn tæpum einum og hálfum milljarði bandaríkjadala í fyrra og hefur LuckyChap sem framleiddi myndina verið eftirsótt síðan. Auk Margot Robbie, sem lék sjálfa Barbie, eru Tom Ackerley og Josie McNamara eigendur LuckyChap og stefnir fyrirtækið næst á stræti Mónópólý-borgar. Leikfangarisinn Hasbro, sem á Mónópólý, mun einnig framleiða myndina en á undanförnum áratugum hefur fyrirtækið verið duglegt við að gera kvikmyndir byggðar á leikföngum sínum. Mattel sem á Barbie stefnir á framleiðslu fjölda leikfangamynda á næstu árum og Hasbro vill greinilega vera með í gleðinni. Hasbro hefur áður reynt að gera mynd byggða á borðspilinu en árið 2008 gerði fyrirtækið fjögurra mynda samning við Universal um að gera myndir upp úr borðspilum fyrirtækisins, þar á meðal Mónópólý. Eina mynd samningsins sem kom út var Battleship sem byggði á herskipaleiknum vinsæla. Hún kom út 2012 og var svo illa tekið að Universal hætti við samninginn og keypti sig út úr honum. Nú á hins vegar að reyna aftur við kvikmyndun Mónópólýs og verður gaman að sjá hvernig á að útfæra það. Hvort Herra Mónópólý, öðru nafni Milburn Pennybags, verði í myndinni eða hvort við munum sjá fólk borga sig út úr fangelsi. Simsarnir simsa á stóra skjánum Mónópólý er ekki eina myndin á framleiðsludagskrá LuckyChap af því í síðasta mánuði var greint frá því að fyrirtækið væri að framleiða leikna mynd byggða á tölvuleikjaseríunni Sims. Leikstjórinn Kate Herron, sem leikstýrði seríu eitt af Marvel-þáttunum um Loka og hefur getið sér gott orð fyrir leikstjórn sjónvarpsþátta, mun leikstýra myndinni og skrifa handritið ásamt Briony Redman. Sims á það sameiginlegt með Barbie að vera ekki með neinn söguþráð heldur stýrir tölvuleikjaspilarinn því hvernig saga simsanna sinna þróast, hver áhugamál þeirra eru og hvaða starfsferil þeir taka sér fyrir hendur.
Hollywood Bandaríkin Borðspil Leikjavísir Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira