Rottan dreifi sér og sæki í gullnámuna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. apríl 2024 20:40 Steinar Smári Guðbergsson, meindýraeyðir, stendur í ströngu þessa dagana. vísir/einar árnason Eitt óvinsælasta dýr landsins, rottan, hefur dreift sér töluvert á höfuðborgarsvæðinu og sést á fleiri stöðum en áður. Þetta segir meindýraeyðir sem telur lífrænu sorptunnurnar meðal sökudólga. Íbúar í miðborg Reykjavíkur hafa undanfarna daga kvartað undan miklum rottugangi. Ein sem búið hefur á svæðinu í fleiri en 35 ár segist aldrei hafa orðið vör við annað eins, þær ráfi um götur borgarinnar um hábjartan dag. Annar íbúi segist hafa talið sex rottur á vappinu á einungis klukkutíma. Rottan hefur verið til umræðu í íbúahópi miðborgarinnar á Fabebook.grafík/sara Meindýraeyðir með áratuga reynslu í bransanum deilir sömu tilfinnigu með íbúum, rottan sé víða á stjá. „Ekki bara á þessu svæði. Mér finnst þetta búið að dreifa svolítið úr sér. Það er orðið algengar á fleiri svæðum en bara hér við Hlemm eða Lækjargötu, þannig þetta er komið víða,“ segir Steinar Smári Guðbergsson, meindýraeyðir hjá Meindýraeyði Íslands. Rottur lifi og hrærist í lögnum borgarinnar, þær finnist á öllu höfuðborgarsvæðinu nema í Garðabæ þar sem lagnakerfið er sterkara. Lítið er um þetta óvinsæla dýr austan Elliðaáa þó fjölgun sé á því svæði. Þó Rottan hreiðri um sig í lagnakerfinu þarf hún að fara upp á götur til að fjölga sér og finna æti - og þá er lífræna sorptunnan gullnáma. „Því hún er ekki tæmd nógu reglulega sem þýðir að það kemur meiri lykt og miklu meiri lykt því þetta liggur allt saman í einni tunnu. Þú finnur alveg lyktina, ýldulykt í kringum hús því það er ekki fjarlægt nógu oft.“ Rottan er víða óvelkomin.meindýraeyðir íslands „Fjör í tunnunni“ En það er ekki bara rottan. Ávaxtaflugan eða Ediksgerlan hefur fjölgað sér töluvert eftir að lífræna tunnan var tekin í gagnið og hún fjölgar sér á einungis fimm dögum. „Það er verið að tæma þessar tunnur á tíu til fjórtán daga fresti og þá er bara orðið fjör í tunnunni.“ Og um rottuna og ávaxtafluguna gildir máltækið: Eins manns dauði er annars brauð. „Sumarið, það verður nóg að gera hjá mér. Ég er mjög ánægður með þessa flugu. Ég er mjög ánægður með borgaryfirvöld að draga lappirnar með þetta. Það er atvinnuskapandi fyrir mig.“ Skordýr Dýr Reykjavík Garðabær Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Íbúar í miðborg Reykjavíkur hafa undanfarna daga kvartað undan miklum rottugangi. Ein sem búið hefur á svæðinu í fleiri en 35 ár segist aldrei hafa orðið vör við annað eins, þær ráfi um götur borgarinnar um hábjartan dag. Annar íbúi segist hafa talið sex rottur á vappinu á einungis klukkutíma. Rottan hefur verið til umræðu í íbúahópi miðborgarinnar á Fabebook.grafík/sara Meindýraeyðir með áratuga reynslu í bransanum deilir sömu tilfinnigu með íbúum, rottan sé víða á stjá. „Ekki bara á þessu svæði. Mér finnst þetta búið að dreifa svolítið úr sér. Það er orðið algengar á fleiri svæðum en bara hér við Hlemm eða Lækjargötu, þannig þetta er komið víða,“ segir Steinar Smári Guðbergsson, meindýraeyðir hjá Meindýraeyði Íslands. Rottur lifi og hrærist í lögnum borgarinnar, þær finnist á öllu höfuðborgarsvæðinu nema í Garðabæ þar sem lagnakerfið er sterkara. Lítið er um þetta óvinsæla dýr austan Elliðaáa þó fjölgun sé á því svæði. Þó Rottan hreiðri um sig í lagnakerfinu þarf hún að fara upp á götur til að fjölga sér og finna æti - og þá er lífræna sorptunnan gullnáma. „Því hún er ekki tæmd nógu reglulega sem þýðir að það kemur meiri lykt og miklu meiri lykt því þetta liggur allt saman í einni tunnu. Þú finnur alveg lyktina, ýldulykt í kringum hús því það er ekki fjarlægt nógu oft.“ Rottan er víða óvelkomin.meindýraeyðir íslands „Fjör í tunnunni“ En það er ekki bara rottan. Ávaxtaflugan eða Ediksgerlan hefur fjölgað sér töluvert eftir að lífræna tunnan var tekin í gagnið og hún fjölgar sér á einungis fimm dögum. „Það er verið að tæma þessar tunnur á tíu til fjórtán daga fresti og þá er bara orðið fjör í tunnunni.“ Og um rottuna og ávaxtafluguna gildir máltækið: Eins manns dauði er annars brauð. „Sumarið, það verður nóg að gera hjá mér. Ég er mjög ánægður með þessa flugu. Ég er mjög ánægður með borgaryfirvöld að draga lappirnar með þetta. Það er atvinnuskapandi fyrir mig.“
Skordýr Dýr Reykjavík Garðabær Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira