„Hart og ljótt brot“ en Sveindís slapp með slitin liðbönd Sindri Sverrisson skrifar 13. apríl 2024 09:30 Sveindís Jane Jónsdóttir studd af velli í Aachen í síðustu viku, eftir að hafa slitið tvö liðbönd í öxl. Getty/Marco Steinbrenner Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, kveðst þakklát yfir því að geta spilað fótbolta á ný fyrr en óttast var í fyrstu, eftir að hún meiddist í öxl í leiknum við Þýskaland í síðsutu viku. Sveindís meiddist í fyrri hálfleik þegar liðsfélagi hennar úr stórliði Wolfsburg, Kathrin Hendrich, braut á henni. „Brotið var vissulega hart og ljótt. Hún tekur hana bara illa niður og Sveindís lendir illa,“ sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari meðal annars um brotið. Glódís Perla Viggósdóttir landsliðsfyrirliði gekk lengra í viðtali við Fótbolta.net og sagði: „Þetta var viljandi. Mér fannst þetta ógeðslega ljótt brot.“ Getur spilað fyrr en búist var við Sveindís slapp þó við beinbrot og fór ekki úr axlarlið, en hún greinir frá því á Instagram að tvö liðbönd í öxlinni hafi rofnað. „En sem betur fer mun ég geta spilað aftur fyrr en búist var við,“ skrifaði Sveindís og þakkaði fyrir öll skilaboðin sem henni hafa borist undanfarið. Hún tók hins vegar ekki fram hve lengi væri búist við að hún yrði frá keppni. Sveindís Jane Jónsdóttir birti þessa færslu á Instagram þar sem hún greindi frá meiðslum sínum og þakkaði fyrir öll skilaboðin sem hún hefur fengið.Instagram/@sveindisss Sveindís missti af nánast öllum fyrri hluta tímabilsins, og þar með öllum sex leikjum Íslands í Þjóðadeildinni fyrir áramót, vegna meiðsla. Hún hefur því aðeins leikið átta deildarleiki fyrir Wolfsburg í vetur. Sveindís er vitaskuld ekki í liði Wolfsburg sem mætir Freiburg í dag í þýsku 1. deildinni í fótbolta, en þar eru möguleikar Wolfsburg á titli nánast úr sögunni eftir tapið stóra gegn Bayern München í síðasta mánuði. Bayern hefur nú sjö stiga forskot þegar fimm umferðir eru eftir. Styttist í bikarúrslitaleik og leiki um EM-sæti Núna er hins vegar spurning hvort Sveindís geti mögulega tekið þátt í bikarúrslitaleiknum gegn Bayern 9. maí, en ekki liggur fyrir hve lengi hún verður frá keppni. Næstu landsleikir Íslands eru svo tveir afar mikilvægir leikir við Austurríki, 31. maí ytra og 3. júní á Íslandi, en þeir leikir gætu skorið úr um hvort liðanna kemst beint inn á EM 2025 í Sviss. Ísland er í þeirri stöðu eftir að hafa byrjað undankeppnina á 3-0 sigri gegn Pólverjum, þar sem Sveindís skoraði sitt tíunda landsliðsmark en hún hefur leikið 36 A-landsleiki. Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Sveindís meiddist í fyrri hálfleik þegar liðsfélagi hennar úr stórliði Wolfsburg, Kathrin Hendrich, braut á henni. „Brotið var vissulega hart og ljótt. Hún tekur hana bara illa niður og Sveindís lendir illa,“ sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari meðal annars um brotið. Glódís Perla Viggósdóttir landsliðsfyrirliði gekk lengra í viðtali við Fótbolta.net og sagði: „Þetta var viljandi. Mér fannst þetta ógeðslega ljótt brot.“ Getur spilað fyrr en búist var við Sveindís slapp þó við beinbrot og fór ekki úr axlarlið, en hún greinir frá því á Instagram að tvö liðbönd í öxlinni hafi rofnað. „En sem betur fer mun ég geta spilað aftur fyrr en búist var við,“ skrifaði Sveindís og þakkaði fyrir öll skilaboðin sem henni hafa borist undanfarið. Hún tók hins vegar ekki fram hve lengi væri búist við að hún yrði frá keppni. Sveindís Jane Jónsdóttir birti þessa færslu á Instagram þar sem hún greindi frá meiðslum sínum og þakkaði fyrir öll skilaboðin sem hún hefur fengið.Instagram/@sveindisss Sveindís missti af nánast öllum fyrri hluta tímabilsins, og þar með öllum sex leikjum Íslands í Þjóðadeildinni fyrir áramót, vegna meiðsla. Hún hefur því aðeins leikið átta deildarleiki fyrir Wolfsburg í vetur. Sveindís er vitaskuld ekki í liði Wolfsburg sem mætir Freiburg í dag í þýsku 1. deildinni í fótbolta, en þar eru möguleikar Wolfsburg á titli nánast úr sögunni eftir tapið stóra gegn Bayern München í síðasta mánuði. Bayern hefur nú sjö stiga forskot þegar fimm umferðir eru eftir. Styttist í bikarúrslitaleik og leiki um EM-sæti Núna er hins vegar spurning hvort Sveindís geti mögulega tekið þátt í bikarúrslitaleiknum gegn Bayern 9. maí, en ekki liggur fyrir hve lengi hún verður frá keppni. Næstu landsleikir Íslands eru svo tveir afar mikilvægir leikir við Austurríki, 31. maí ytra og 3. júní á Íslandi, en þeir leikir gætu skorið úr um hvort liðanna kemst beint inn á EM 2025 í Sviss. Ísland er í þeirri stöðu eftir að hafa byrjað undankeppnina á 3-0 sigri gegn Pólverjum, þar sem Sveindís skoraði sitt tíunda landsliðsmark en hún hefur leikið 36 A-landsleiki.
Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira