Sjóræningjar fengu sjö hundruð milljónir í lausnargjald Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2024 13:47 Tilraunum til sjórána hefur farið fjölgandi undan ströndum Sómalíu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Camille Delbos Sómalskir sjórængingjar hafa sleppt 23 manna áhöfn skipsins MV Abdullah úr haldi og leyft þeim að sigla á brott á skipinu eftir að þeir fengu fimm milljón dala greiðslu í lausnargjald. Umsvif sjóræningjanna eru að aukast á ný eftir að lítið hefur á þeim borið í nokkur ár. Fimm milljónir dala samsvara um 710 milljónum króna. Í samtali við blaðamann Reuters segja tveir sjóræningjar að þeir hafi fengið peningana á laugardaginn. Fyrst hafi þeir gengið úr skugga um að peningarnir væru raunverulegir og upphæðin rétt, því næst hafi fengnum verið skipt niður milli þeirra sem komu að sjóráninu og áhöfninni sleppt. Sjóræningjarnir réðust um borð í skipið út á rúmsjó í síðasta mánuði en þá var verið að sigla því frá Mósambík til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Árásin átti sér stað um sex hundruð sjómílur austur af Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, sem samsvarar rúmlega ellefu hundruð kílómetrum. Sjóræningjar ollu miklum usla undan ströndum Sómalíu frá 2008 til 2018 en ekki hefur borið mikið á þeim á undanförnum árum, samhliða því að Vesturlönd fóru að senda herskip á svæðið. Það breyttist þó í fyrra þegar sjóræningjar frá Sómalíu fóru aftur á kreik. Sérfræðingar segja í samtali við Reuters að sjóræningjarnir séu að nýta sér óreiðuna á svæðinu vegna stríðsins á Gasaströndinni og árása Húta í Jemen á flutningaskip á Rauðahafi og Adenflóa. Hér má sjá kort frá International Maritime Bureau af tilraunum til sjórána á fyrstu þremur mánuðum þessa árs.IMB Deild Alþjóðaverslunarráðsins sem fjallar um fragtflutninga á heimsvísu birti á dögunum skýrslu þar sem fjallað er um áhyggjur af auknum umsvifum sjóræningja frá Sómalíu. Þar kemur fram að á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafi sjóræningjar 33 sinnum reynt að taka skip í heiminum. Það heppnaðist þó eingöngu einu sinni og næstum því tvisvar. Annað þeirra tilfella var þegar MV Abdullah var rænt. Í hinu tilfellinu komu indverskir sjóliðar áhöfn flutningaskips sem hafði verið rænt til bjargar. Í áhlaupi á skipið handsömuðu þeir 35 sjóræningja og björguðu 21 úr áhöfn skipsins. Sómalía Skipaflutningar Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Fimm milljónir dala samsvara um 710 milljónum króna. Í samtali við blaðamann Reuters segja tveir sjóræningjar að þeir hafi fengið peningana á laugardaginn. Fyrst hafi þeir gengið úr skugga um að peningarnir væru raunverulegir og upphæðin rétt, því næst hafi fengnum verið skipt niður milli þeirra sem komu að sjóráninu og áhöfninni sleppt. Sjóræningjarnir réðust um borð í skipið út á rúmsjó í síðasta mánuði en þá var verið að sigla því frá Mósambík til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Árásin átti sér stað um sex hundruð sjómílur austur af Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, sem samsvarar rúmlega ellefu hundruð kílómetrum. Sjóræningjar ollu miklum usla undan ströndum Sómalíu frá 2008 til 2018 en ekki hefur borið mikið á þeim á undanförnum árum, samhliða því að Vesturlönd fóru að senda herskip á svæðið. Það breyttist þó í fyrra þegar sjóræningjar frá Sómalíu fóru aftur á kreik. Sérfræðingar segja í samtali við Reuters að sjóræningjarnir séu að nýta sér óreiðuna á svæðinu vegna stríðsins á Gasaströndinni og árása Húta í Jemen á flutningaskip á Rauðahafi og Adenflóa. Hér má sjá kort frá International Maritime Bureau af tilraunum til sjórána á fyrstu þremur mánuðum þessa árs.IMB Deild Alþjóðaverslunarráðsins sem fjallar um fragtflutninga á heimsvísu birti á dögunum skýrslu þar sem fjallað er um áhyggjur af auknum umsvifum sjóræningja frá Sómalíu. Þar kemur fram að á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafi sjóræningjar 33 sinnum reynt að taka skip í heiminum. Það heppnaðist þó eingöngu einu sinni og næstum því tvisvar. Annað þeirra tilfella var þegar MV Abdullah var rænt. Í hinu tilfellinu komu indverskir sjóliðar áhöfn flutningaskips sem hafði verið rænt til bjargar. Í áhlaupi á skipið handsömuðu þeir 35 sjóræningja og björguðu 21 úr áhöfn skipsins.
Sómalía Skipaflutningar Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira