Önnur árás í Sydney Jón Þór Stefánsson skrifar 15. apríl 2024 10:47 Lögreglan hefur verið með mikinn viðbúnað við kirkjuna þar sem árásin var framin í Ástralíu. EPA Fjórir hið minnsta voru stungnir í morgunmessu í dag mánudag í úthverfi Sydney í Ástralíu. Árásin beindist meðal annars að biskupi safnaðar í Ástralíu, en sá hluti náðist á myndband og var send út í beinu streymi kirkjunnar. Presturinn var stunginn ítrekað við altari kirkju sinnar þar sem hann var að messa. Talið er að hin fórnarlömbin hafi verið sóknarbörn sem reyndu að skerast í leikinn þegar ráðist var á prestinn. Einn karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins, að því sem kemur fram á vef Sky Australia er sá talinn vera árásarmaðurinn. Eitt þessara fjögurra fórnarlamba hefur verið flutt á sjúkrahús. Samkvæmt Sky Australia er um að ræða fjóra karlmenn, einn á sjötugsaldri, annan á sextugsaldri, þriðji er á fertugsaldri, og sá fjórði á þrítugsaldri. Ekkert þeirra er sagt vera með lífshættulega áverka. Árásin á sér stað örfáum dögum eftir aðra stunguárás í Sydney þegar maður myrti sex manns í verslunarmiðstoðinni Wesfield. Fram kemur í umfjöllun The Australian að umræddur biskup, Mar Mari Emmanuel, sé nokkuð þekktur sem leiðtogi safnaðar síns Christ The Good Shepherd Church. Hann er vinsæll á samfélagsmiðlum, með tíuþúsund fylgjendur á TikTok, og þá er síða Instagram-síða tengd honum með 120 þúsund fylgjendur. Frank Carbone, Borgarstjóri Fairfield úthverfaborgar Sydney, segist telja að biskupinn ætti að lifa árásina af. Óeirðir brutust út í kjölfar árásarinnar. Borgarstjórinn biðlar til fólks að halda ró sinni, og segir aukið álag á lögreglunni lítið hjálpa að svo stöddu. Fréttin hefur verið uppfærð. Ástralía Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Sjá meira
Árásin beindist meðal annars að biskupi safnaðar í Ástralíu, en sá hluti náðist á myndband og var send út í beinu streymi kirkjunnar. Presturinn var stunginn ítrekað við altari kirkju sinnar þar sem hann var að messa. Talið er að hin fórnarlömbin hafi verið sóknarbörn sem reyndu að skerast í leikinn þegar ráðist var á prestinn. Einn karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins, að því sem kemur fram á vef Sky Australia er sá talinn vera árásarmaðurinn. Eitt þessara fjögurra fórnarlamba hefur verið flutt á sjúkrahús. Samkvæmt Sky Australia er um að ræða fjóra karlmenn, einn á sjötugsaldri, annan á sextugsaldri, þriðji er á fertugsaldri, og sá fjórði á þrítugsaldri. Ekkert þeirra er sagt vera með lífshættulega áverka. Árásin á sér stað örfáum dögum eftir aðra stunguárás í Sydney þegar maður myrti sex manns í verslunarmiðstoðinni Wesfield. Fram kemur í umfjöllun The Australian að umræddur biskup, Mar Mari Emmanuel, sé nokkuð þekktur sem leiðtogi safnaðar síns Christ The Good Shepherd Church. Hann er vinsæll á samfélagsmiðlum, með tíuþúsund fylgjendur á TikTok, og þá er síða Instagram-síða tengd honum með 120 þúsund fylgjendur. Frank Carbone, Borgarstjóri Fairfield úthverfaborgar Sydney, segist telja að biskupinn ætti að lifa árásina af. Óeirðir brutust út í kjölfar árásarinnar. Borgarstjórinn biðlar til fólks að halda ró sinni, og segir aukið álag á lögreglunni lítið hjálpa að svo stöddu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ástralía Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Sjá meira