Engin skjálftavirkni eftir miðnætti Lovísa Arnardóttir skrifar 15. apríl 2024 11:26 Eldgosið við Sundhnúkagíga hefur tekið miklum breytingum frá því það hófst. Nú er aðeins einn gígur virkur. Vísir/Arnar Smáskjálftahrinunni sem hófst í gær við Lágafell, rétt norðvestan við Grindavík, lauk um klukkan hálf fjögur í gær. Alls voru skjálftarnir um 90 talsins og var virknin mest um klukkan 13 og 14 í gær þegar 35 skjálftar mældust. Allir skjálftarnir voru undir einum að stærð og flestir á um tveggja til fjögurra kílómetra dýpi. Í frétt á vef Veðurstofunnar segir að smáskjálftahrinan sé líklega afleiðing spennubreytinga í jarðskorpunni vegna áframhaldandi landriss í Svartsengi. Á mynd sem fylgir frétt Veðurstofunnar má sjá bæði staðsetningu skjálftanna og graf sem sýnir dýpt þeirra. Þar má sjá að nokkrir smáskjálftar mældust á svæðinu síðdegis í gær en eftir miðnætti í dag hefur ekki mælst nein skjálftavirkni. Mynd frá Veðurstofunni. Staðsetning skjálftanna og dýpt þeirra. Mynd/Veðurstofan Í uppfærslu Veðurstofunnar kemur jafnframt fram að eldgosið, sem hófst þann 16. mars, sé enn stöðugt og að landris haldi einnig áfram á svipuðum hraða síðan það hófst í byrjun apríl. Útgefið hættumat fyrir svæðið gildir til morgundagsins. Enn er hætta á gasmengun og er fólki bent á að fylgjast vel með spá. Hægt er að kynna sér gasdreifingarspá hér. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Smáskjálftahrina á Reykjanesi Fjölmargir smáir jarðskjálftar hafa greinst á Reykjanesi í dag. Fáir þeirra hafa náði yfir eitt stig að styrk en skjálftavirknin hefur ekki verið meiri frá því eldgosið við Sundhnjúka hófst þann 16. mars. 14. apríl 2024 16:34 Skjálfti á Reykjanesi fannst á höfuðborgarsvæðinu Jarðskjálfti varð á Reykjanesi um klukkan tíu í morgun og fannst hann á höfuðborgarsvæðinu. Skálftinn var 3,3 stig, samkvæmt upplýsingum frá Náttúruvárvakt Veðurstofu íslands. 13. apríl 2024 10:06 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Sjá meira
Allir skjálftarnir voru undir einum að stærð og flestir á um tveggja til fjögurra kílómetra dýpi. Í frétt á vef Veðurstofunnar segir að smáskjálftahrinan sé líklega afleiðing spennubreytinga í jarðskorpunni vegna áframhaldandi landriss í Svartsengi. Á mynd sem fylgir frétt Veðurstofunnar má sjá bæði staðsetningu skjálftanna og graf sem sýnir dýpt þeirra. Þar má sjá að nokkrir smáskjálftar mældust á svæðinu síðdegis í gær en eftir miðnætti í dag hefur ekki mælst nein skjálftavirkni. Mynd frá Veðurstofunni. Staðsetning skjálftanna og dýpt þeirra. Mynd/Veðurstofan Í uppfærslu Veðurstofunnar kemur jafnframt fram að eldgosið, sem hófst þann 16. mars, sé enn stöðugt og að landris haldi einnig áfram á svipuðum hraða síðan það hófst í byrjun apríl. Útgefið hættumat fyrir svæðið gildir til morgundagsins. Enn er hætta á gasmengun og er fólki bent á að fylgjast vel með spá. Hægt er að kynna sér gasdreifingarspá hér.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Smáskjálftahrina á Reykjanesi Fjölmargir smáir jarðskjálftar hafa greinst á Reykjanesi í dag. Fáir þeirra hafa náði yfir eitt stig að styrk en skjálftavirknin hefur ekki verið meiri frá því eldgosið við Sundhnjúka hófst þann 16. mars. 14. apríl 2024 16:34 Skjálfti á Reykjanesi fannst á höfuðborgarsvæðinu Jarðskjálfti varð á Reykjanesi um klukkan tíu í morgun og fannst hann á höfuðborgarsvæðinu. Skálftinn var 3,3 stig, samkvæmt upplýsingum frá Náttúruvárvakt Veðurstofu íslands. 13. apríl 2024 10:06 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Sjá meira
Smáskjálftahrina á Reykjanesi Fjölmargir smáir jarðskjálftar hafa greinst á Reykjanesi í dag. Fáir þeirra hafa náði yfir eitt stig að styrk en skjálftavirknin hefur ekki verið meiri frá því eldgosið við Sundhnjúka hófst þann 16. mars. 14. apríl 2024 16:34
Skjálfti á Reykjanesi fannst á höfuðborgarsvæðinu Jarðskjálfti varð á Reykjanesi um klukkan tíu í morgun og fannst hann á höfuðborgarsvæðinu. Skálftinn var 3,3 stig, samkvæmt upplýsingum frá Náttúruvárvakt Veðurstofu íslands. 13. apríl 2024 10:06