Mosfellsbær kom út í plús Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. apríl 2024 17:44 Íbúar Mosfellsbæjar eru rúmlega þrettán þúsund talsins og gera sveitarfélagið það sjöunda fjölmennasta á landinu. Vísir/Vilhelm Afgangur af rekstri Mosfellsbæjar fyrir árið 2023 nam 341 milljón króna. Þetta kom í ljós í dag þegar ársreikningur var lagður fram á fundi bæjarráðs. Í fréttatilkynningu kemur fram að reksturinn sé í góðu samræmi við fjárhagsáætlun en árið hafi einkennst af miklum framkvæmdum, meðal annars byggingu nýs leikskóla, endurbótum á Kvíslarskóla, byggingu íþróttahúss og gatnagerð. Þá hafi Mosfellsbær tekið yfir rekstur Skálatúns, heimilis fyrir fatlaða íbúa, þann 1. júlí 2023 en á Skálatúni búa 32 íbúar og starfsmenn eru 110 í 70 stöðugildum. Tekjur ársins námu alls 20.305 milljónum, launakostnaður 9.466 milljónum, hækkun lífeyrisskuldbindinga 433 milljónum og annar rekstrarkostnaður var 7.721 milljónir og nemur framlegð því 2.684 milljónum. Afskriftir voru 590 milljónir og nam rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði 2.095 milljónum. Fjármunatekjur, fjármagnsgjöld og tekjuskattur námu 1.733 milljónum og var rekstrarniðurstaða ársins því jákvæð um 341 milljón. Veltufé frá rekstri var 1.935 milljónir eða 9,5% af tekjum. Mestu varið í fræðslu- og uppeldismál Eigið fé í árslok nam 7.757 milljónum og eiginfjárhlutfallið er 24,3%. Skuldaviðmið er 94,5% og er því vel innan þess 150% hámarks sem kveðið er á um í lögum. Kostnaður vegna verðbóta nam 1.285 milljónum eða 330 milljónum meira en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Þá nam kostnaður vegna hækkunar lífeyrisskuldbindinga 433 milljónum. Íbúar Mosfellsbæjar voru 13.403 þann 1. janúar 2024. Mosfellsbær er sem fyrr sjöunda fjölmennasta sveitarfélag landsins og þar störfuðu 945 starfsmenn í 782 stöðugildum í árslok 2023. Þá segir að fræðslu- og uppeldismál séu umfangsmesti málaflokkurinn og til hans var varið 8.066 milljónum eða 51,5% skatttekna. Til félagsþjónustu hafi verið veittar 3.434 milljónir eða 21,9% skatttekna og eru þar með talin framlög vegna málefna fatlaðs fólks. Íþrótta- og tómstundarmál eru þriðja umfangsmesta verkefni bæjarins og til þeirra var ráðstafað um 1.722 milljónum eða 10,9% skatttekna. Sýni sterka stöðu sveitarfélagsins Í tilkynningu segir að ársreikningurinn verði tekinn til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 24. apríl 2024 og gert sé ráð fyrir því að seinni umræða í bæjarstjórn fari fram þann 8. maí. „Ársreikningurinn sýnir sterka stöðu sveitarfélagsins en skuldaviðmiðið er að lækka úr 104,4 % í 94,5 % á milli ára. Á sama tíma erum við vissulega að kljást við verðbólgu og háa vexti sem er áskorun fyrir sveitarfélag í örum vexti. Við leggjum áherslu á að veita góða þjónustu og við erum með einna lægstu gjöldin þegar kemur að þjónustu við barnafjölskyldur,“ er haft eftir Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra Mosfellsbæjar. Mosfellsbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu kemur fram að reksturinn sé í góðu samræmi við fjárhagsáætlun en árið hafi einkennst af miklum framkvæmdum, meðal annars byggingu nýs leikskóla, endurbótum á Kvíslarskóla, byggingu íþróttahúss og gatnagerð. Þá hafi Mosfellsbær tekið yfir rekstur Skálatúns, heimilis fyrir fatlaða íbúa, þann 1. júlí 2023 en á Skálatúni búa 32 íbúar og starfsmenn eru 110 í 70 stöðugildum. Tekjur ársins námu alls 20.305 milljónum, launakostnaður 9.466 milljónum, hækkun lífeyrisskuldbindinga 433 milljónum og annar rekstrarkostnaður var 7.721 milljónir og nemur framlegð því 2.684 milljónum. Afskriftir voru 590 milljónir og nam rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði 2.095 milljónum. Fjármunatekjur, fjármagnsgjöld og tekjuskattur námu 1.733 milljónum og var rekstrarniðurstaða ársins því jákvæð um 341 milljón. Veltufé frá rekstri var 1.935 milljónir eða 9,5% af tekjum. Mestu varið í fræðslu- og uppeldismál Eigið fé í árslok nam 7.757 milljónum og eiginfjárhlutfallið er 24,3%. Skuldaviðmið er 94,5% og er því vel innan þess 150% hámarks sem kveðið er á um í lögum. Kostnaður vegna verðbóta nam 1.285 milljónum eða 330 milljónum meira en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Þá nam kostnaður vegna hækkunar lífeyrisskuldbindinga 433 milljónum. Íbúar Mosfellsbæjar voru 13.403 þann 1. janúar 2024. Mosfellsbær er sem fyrr sjöunda fjölmennasta sveitarfélag landsins og þar störfuðu 945 starfsmenn í 782 stöðugildum í árslok 2023. Þá segir að fræðslu- og uppeldismál séu umfangsmesti málaflokkurinn og til hans var varið 8.066 milljónum eða 51,5% skatttekna. Til félagsþjónustu hafi verið veittar 3.434 milljónir eða 21,9% skatttekna og eru þar með talin framlög vegna málefna fatlaðs fólks. Íþrótta- og tómstundarmál eru þriðja umfangsmesta verkefni bæjarins og til þeirra var ráðstafað um 1.722 milljónum eða 10,9% skatttekna. Sýni sterka stöðu sveitarfélagsins Í tilkynningu segir að ársreikningurinn verði tekinn til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 24. apríl 2024 og gert sé ráð fyrir því að seinni umræða í bæjarstjórn fari fram þann 8. maí. „Ársreikningurinn sýnir sterka stöðu sveitarfélagsins en skuldaviðmiðið er að lækka úr 104,4 % í 94,5 % á milli ára. Á sama tíma erum við vissulega að kljást við verðbólgu og háa vexti sem er áskorun fyrir sveitarfélag í örum vexti. Við leggjum áherslu á að veita góða þjónustu og við erum með einna lægstu gjöldin þegar kemur að þjónustu við barnafjölskyldur,“ er haft eftir Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra Mosfellsbæjar.
Mosfellsbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira