Golden State komst ekki í úrslitakeppnina en Lakers verður með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2024 06:30 Stephen Curry fær ekki tækifæri til að spila í úrslitakeppninni þar sem að Golden State Warriors tapaði í umspilinu í nótt. AP/Godofredo A. Vásquez Umspilskeppni NBA-deildarinnar í körfubolta hófst í nótt og þar sendu liðsmenn Sacramento Kings Stephen Curry og félaga í sumarfrí. Los Angeles Lakers vann aftur á móti sinn leik og tryggði sér með því sæti í úrslitakeppni. Sacramento Kings vann öruggan 118-94 sigur á Golden State Warriors en þarf að vinna New Orleans Pelicans á föstudag til að komast í úrslitakeppnina. Þetta er í þriðja sinn á síðustu fimm árum þar sem Warriors mistekst að komast í úrslitakeppnina en tvisvar hefur liðið setið eftir í umspilinu. Pelicans endaði í þeim leik eftir tap á móti Lakers en þar mættust liðin sem enduðu í 7. og 8. sæti í deildarkeppninni og fá því tvo leiki til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina. Keegan Murray's #SoFiPlayIn-record 8 THREES lead the Kings to victory!They'll face NOP for the #8 seed Friday pic.twitter.com/6ATfC9NIJE— NBA (@NBA) April 17, 2024 Keegan Murray skoraði 32 stig í sigri Sacramento og De'Aaron Fox var með 24 stig. Murray skoraði átta þrista í leiknum þar af fjóra í fyrsta leikhlutanum. Harrison Barnes var með 17 stig og Domantas Sabonis bætti við 16 stigum og 12 fráköstum. Steph Curry skoraði 22 stig en Klay Thompson klikkaði aftur á móti á öllum tíu skotum sínum utan af velli og var stigalaus á 32 mínútum. Jonathan Kuminga og Moses Moody komu báðir með 16 stig af bekknum. AD, LeBron and DLo power Lakers to #NBAPlayoffs presented by Google Pixel!@AntDavis23: 20 PTS, 15 REB, 3 BLK@KingJames: 23 PTS, 9 REB, 9 AST@Dloading: 21 PTS, 6 AST, 5 3PM pic.twitter.com/lhlii94m1f— NBA (@NBA) April 17, 2024 LeBron James, Anthony Davis og félagar í Lakers unnu 110-106 sigur á Pelicans en verðlaunin er að mæta meisturum Denver Nuggets í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. James var með 23 stig, 9 stoðsendingar og 9 fráköst. Davis bætti við 20 stigum og 15 fráköstum og D´Angelo Russell skoraði 21 stig. James hitti aðeins úr 1 af 5 þriggja stiga skotum sínum en hitti úr öllum tíu vítunum. Zion Williamson gerði allt sem hann gat en hann var með 40 stig og 11 fráköst fyrir New Orleans. Hann meiddist hins vegar 3:19 mínútum fyrir leikslok og munaði um það. The Lakers advance to the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel......while the Pelicans and Kings set up a Friday #SoFiPlayIn battle! pic.twitter.com/O9vvp9OMMo— NBA (@NBA) April 17, 2024 NBA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira
Sacramento Kings vann öruggan 118-94 sigur á Golden State Warriors en þarf að vinna New Orleans Pelicans á föstudag til að komast í úrslitakeppnina. Þetta er í þriðja sinn á síðustu fimm árum þar sem Warriors mistekst að komast í úrslitakeppnina en tvisvar hefur liðið setið eftir í umspilinu. Pelicans endaði í þeim leik eftir tap á móti Lakers en þar mættust liðin sem enduðu í 7. og 8. sæti í deildarkeppninni og fá því tvo leiki til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina. Keegan Murray's #SoFiPlayIn-record 8 THREES lead the Kings to victory!They'll face NOP for the #8 seed Friday pic.twitter.com/6ATfC9NIJE— NBA (@NBA) April 17, 2024 Keegan Murray skoraði 32 stig í sigri Sacramento og De'Aaron Fox var með 24 stig. Murray skoraði átta þrista í leiknum þar af fjóra í fyrsta leikhlutanum. Harrison Barnes var með 17 stig og Domantas Sabonis bætti við 16 stigum og 12 fráköstum. Steph Curry skoraði 22 stig en Klay Thompson klikkaði aftur á móti á öllum tíu skotum sínum utan af velli og var stigalaus á 32 mínútum. Jonathan Kuminga og Moses Moody komu báðir með 16 stig af bekknum. AD, LeBron and DLo power Lakers to #NBAPlayoffs presented by Google Pixel!@AntDavis23: 20 PTS, 15 REB, 3 BLK@KingJames: 23 PTS, 9 REB, 9 AST@Dloading: 21 PTS, 6 AST, 5 3PM pic.twitter.com/lhlii94m1f— NBA (@NBA) April 17, 2024 LeBron James, Anthony Davis og félagar í Lakers unnu 110-106 sigur á Pelicans en verðlaunin er að mæta meisturum Denver Nuggets í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. James var með 23 stig, 9 stoðsendingar og 9 fráköst. Davis bætti við 20 stigum og 15 fráköstum og D´Angelo Russell skoraði 21 stig. James hitti aðeins úr 1 af 5 þriggja stiga skotum sínum en hitti úr öllum tíu vítunum. Zion Williamson gerði allt sem hann gat en hann var með 40 stig og 11 fráköst fyrir New Orleans. Hann meiddist hins vegar 3:19 mínútum fyrir leikslok og munaði um það. The Lakers advance to the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel......while the Pelicans and Kings set up a Friday #SoFiPlayIn battle! pic.twitter.com/O9vvp9OMMo— NBA (@NBA) April 17, 2024
NBA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira