Stungumaður þarf að dúsa inni fram að dómi Árni Sæberg skrifar 17. apríl 2024 18:37 Landsréttur hefur úrskurðað að Jaguar þurfi að sæta gæsluvarðhaldi þangað til að Landsréttur hefur dæmt í máli hans. Vísir/Vilhelm Tvítugur karlmaður þarf að sæta gæsluvarðhaldi fram að dómsuppsögu í máli hans í Landsrétti. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi í héraði en ákæruvaldið vill þyngri dóm. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn, sem heitir Jaguar Do, í tveggja ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás um miðjan mars. Hann var sakfelldur að hafa stungið mann með þeim afleiðingum að hann hlaut stungusár og skurð í nóvember í fyrra. Héraðssaksóknari fór fram á að hann yrði dæmdur fyrir tilraun til manndráps en héraðsdómur taldi ekki sannað að ásetningur hans hefði staðið til þess að svipta brotaþola lífi. Ákæruvaldið unir ekki þeirri niðurstöðu héraðsdóms og Ríkissaksóknari gaf út áfrýjunarstefnu þann 27. mars í því augnamiði að Jaguar verði sakfelldur fyrir tilraun til manndráps. Héraðsdómur vildi sleppa Jaguar lausum Héraðssaksóknari krafðist þess þann 4, apríl síðastliðinn að Jaguar yrði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er til meðferðar fyrir æðri dómi uns endanlegur dómur gengur í máli hans, en þó eigi lengur en til föstudagsins 4. október næstkomandi. Í úrskurði héraðsdóms segir að krafan hafo verið byggð á því gæsluvarðhald væri nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna, með vísan til alvarleika brotsins. Brot Jaguars þyki vera þess eðlis að það sé sérstaklega alvarlegt og því sé óforsvaranlegt að hann gangi laus eins og sakir standa. Það væri mat Héraðssaksóknara að lausn Jaguars myndi misbjóða réttlætiskennd almennings og það væri til þess fallið að valda hneykslun og óróa í samfélaginu að maður sem sterklega er grunaður um svo alvarlegt ofbeldisbrot af einbeittum ásetningi gangi laus áður en málinu er lokið með endanlegum dómi. Héraðsdómur taldi að vafi léji á um að hvort gæsluvarðhald yfir Jaguar teljist enn nauðsynlegt af tillliti til almannahagsmuna og hvort það stríði gegn réttarvitund almennings ef hann yrði látinn laus á meðan mál hans er til meðferðar á áfrýjunarstigi. Sá vafi var metinn Jaguar í hag og því ekki fallist á gæsluvarðhaldskröfuna. Landsréttur hélt nú ekki Þessu vildi Héraðssaksóknari ekki heldur una og skaut úrskurðinum til Landsréttar. Í úrskurði Landsréttar segir að fyrir liggi sterkur grunur um að Jaguar hafi framið afbrot sem varðað getur tíu ára fangelsi en hann hafi játað að hafa stungið brotaþola margsinnis með hnífi. Telja verði brot hans þess eðlis að nauðsynlegt sé með tilliti til almannahagsmuna að hann sæti gæsluvarðhaldi meðan mál hans er til meðferðar fyrir æðri dómi. Því var fallist á gæsluvarðhaldskröfu Héraðssaksóknara. Dómsmál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn, sem heitir Jaguar Do, í tveggja ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás um miðjan mars. Hann var sakfelldur að hafa stungið mann með þeim afleiðingum að hann hlaut stungusár og skurð í nóvember í fyrra. Héraðssaksóknari fór fram á að hann yrði dæmdur fyrir tilraun til manndráps en héraðsdómur taldi ekki sannað að ásetningur hans hefði staðið til þess að svipta brotaþola lífi. Ákæruvaldið unir ekki þeirri niðurstöðu héraðsdóms og Ríkissaksóknari gaf út áfrýjunarstefnu þann 27. mars í því augnamiði að Jaguar verði sakfelldur fyrir tilraun til manndráps. Héraðsdómur vildi sleppa Jaguar lausum Héraðssaksóknari krafðist þess þann 4, apríl síðastliðinn að Jaguar yrði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er til meðferðar fyrir æðri dómi uns endanlegur dómur gengur í máli hans, en þó eigi lengur en til föstudagsins 4. október næstkomandi. Í úrskurði héraðsdóms segir að krafan hafo verið byggð á því gæsluvarðhald væri nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna, með vísan til alvarleika brotsins. Brot Jaguars þyki vera þess eðlis að það sé sérstaklega alvarlegt og því sé óforsvaranlegt að hann gangi laus eins og sakir standa. Það væri mat Héraðssaksóknara að lausn Jaguars myndi misbjóða réttlætiskennd almennings og það væri til þess fallið að valda hneykslun og óróa í samfélaginu að maður sem sterklega er grunaður um svo alvarlegt ofbeldisbrot af einbeittum ásetningi gangi laus áður en málinu er lokið með endanlegum dómi. Héraðsdómur taldi að vafi léji á um að hvort gæsluvarðhald yfir Jaguar teljist enn nauðsynlegt af tillliti til almannahagsmuna og hvort það stríði gegn réttarvitund almennings ef hann yrði látinn laus á meðan mál hans er til meðferðar á áfrýjunarstigi. Sá vafi var metinn Jaguar í hag og því ekki fallist á gæsluvarðhaldskröfuna. Landsréttur hélt nú ekki Þessu vildi Héraðssaksóknari ekki heldur una og skaut úrskurðinum til Landsréttar. Í úrskurði Landsréttar segir að fyrir liggi sterkur grunur um að Jaguar hafi framið afbrot sem varðað getur tíu ára fangelsi en hann hafi játað að hafa stungið brotaþola margsinnis með hnífi. Telja verði brot hans þess eðlis að nauðsynlegt sé með tilliti til almannahagsmuna að hann sæti gæsluvarðhaldi meðan mál hans er til meðferðar fyrir æðri dómi. Því var fallist á gæsluvarðhaldskröfu Héraðssaksóknara.
Dómsmál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira