Baulað á Sixers en liðið kom til baka og komst áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2024 06:20 Joel Embiid hjá Philadelphia 76ers og Jimmy Butler hjá Miami Heat þakka fyrir leikinn í nótt en Embiid og félagar í Sixers unnu nauman sigur. AP/Chris Szagola Philadelphia 76ers tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta með eins stigs sigri á Miami Heat í umspilinu í nótt en Miami bíður úrslitaleikur á móti Chicago Bulls um síðasta sætið í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Philadelphia 76ers vann 105-104 sigur á Miami Heat þökk sé góðum seinni hálfleik. Stuðningsmenn Sixers bauluðu á sína menn eftir fyrri hálfleikinn þar sem Miami var tólf stigum yfir. Joel Embiid var með 23 stig, 15 fráköst og 5 stoðsendingar. Hann átti stoðsendinguna á Kelly Oubre Jr. sem skoraði stærstu körfuna á lokaksekúndum leiksins. Embiid var lítið áberandi fram eftir leik en var öflugur í lokaleikhlutanum. „Það var mikið baulað á okkur. Við héldum hópinn. Þetta sýnir bara að þótt að ég spili ekki minn besta leik eða komist ekki í mína stöður fyrr en í fjórða leikhluta þá finnum við samt leið til að vinna,“ sagði Joel Embiid. Nicolas Batum was the driving factor in the @sixers' win over the Heat!20 PTS6 3PM5 REB7-12 FGMPHI secures the #7 seed and faces NYK on Saturday in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/udwgPyLfTr— NBA (@NBA) April 18, 2024 Nicolas Batum setti niður sex þriggja stiga körfur og endaði með 20 stig og Tyrese Maxey skoraði 19 stig og gaf 6 stoðsendingar. Tyler Herro skoraði 25 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Miami en það munaði um að Jimmy Butler meiddist á hné og gat ekki beitt sér að fullu í þremur síðustu leikhlutunum. Butler harkaði af sér og skoraði 19 stig en gæti misst af úrslitaleiknum á föstudaginn. Með sigrinum tryggði Sixers sér einvígi á móti New York Knicks. Coby White put up a GAME-HIGH 42 PTS to propel the @chicagobulls to the win! 42 PTS 9 REB 6 AST 2 STL 0 TO Bulls advance to face the @MiamiHEAT for the #8 seed in the East on Friday at 7pm/et on ESPN! pic.twitter.com/VBcSFk6Vb1— NBA (@NBA) April 18, 2024 Chicago Bulls tryggði sér úrslitaleik á móti Miami með öruggum 131-116 sigri á Atlanta Hawks en Bulls vann fyrsta leikhlutann 40-22. Coby White var maður kvöldsins en hann skoraði 42 stig sem er það mesta sem hann hefur skorað í einum leik í NBA. Nikola Vucevic bætti við 24 stigum og 12 fráköstum og DeMar DeRozan var með 22 stig og 9 stoðsendingar. Dejounte Murray var stigahæstur hjá Atlanta með 30 stig en þeir Trae Young og Clint Capela voru báðir með 22 stig. Young var með 10 stoðsendingar en líka 6 tapaða bolta. Capela tók 17 fráköst. Bogdan Bogdanovic skoraði 21 stig. The Sixers advance to the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel!The Heat and Bulls clash on Friday for a #SoFiPlayIn battle to capture the #8 seed in the East! pic.twitter.com/4Ct0QDcBkR— NBA (@NBA) April 18, 2024 NBA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Sjá meira
Philadelphia 76ers vann 105-104 sigur á Miami Heat þökk sé góðum seinni hálfleik. Stuðningsmenn Sixers bauluðu á sína menn eftir fyrri hálfleikinn þar sem Miami var tólf stigum yfir. Joel Embiid var með 23 stig, 15 fráköst og 5 stoðsendingar. Hann átti stoðsendinguna á Kelly Oubre Jr. sem skoraði stærstu körfuna á lokaksekúndum leiksins. Embiid var lítið áberandi fram eftir leik en var öflugur í lokaleikhlutanum. „Það var mikið baulað á okkur. Við héldum hópinn. Þetta sýnir bara að þótt að ég spili ekki minn besta leik eða komist ekki í mína stöður fyrr en í fjórða leikhluta þá finnum við samt leið til að vinna,“ sagði Joel Embiid. Nicolas Batum was the driving factor in the @sixers' win over the Heat!20 PTS6 3PM5 REB7-12 FGMPHI secures the #7 seed and faces NYK on Saturday in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/udwgPyLfTr— NBA (@NBA) April 18, 2024 Nicolas Batum setti niður sex þriggja stiga körfur og endaði með 20 stig og Tyrese Maxey skoraði 19 stig og gaf 6 stoðsendingar. Tyler Herro skoraði 25 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Miami en það munaði um að Jimmy Butler meiddist á hné og gat ekki beitt sér að fullu í þremur síðustu leikhlutunum. Butler harkaði af sér og skoraði 19 stig en gæti misst af úrslitaleiknum á föstudaginn. Með sigrinum tryggði Sixers sér einvígi á móti New York Knicks. Coby White put up a GAME-HIGH 42 PTS to propel the @chicagobulls to the win! 42 PTS 9 REB 6 AST 2 STL 0 TO Bulls advance to face the @MiamiHEAT for the #8 seed in the East on Friday at 7pm/et on ESPN! pic.twitter.com/VBcSFk6Vb1— NBA (@NBA) April 18, 2024 Chicago Bulls tryggði sér úrslitaleik á móti Miami með öruggum 131-116 sigri á Atlanta Hawks en Bulls vann fyrsta leikhlutann 40-22. Coby White var maður kvöldsins en hann skoraði 42 stig sem er það mesta sem hann hefur skorað í einum leik í NBA. Nikola Vucevic bætti við 24 stigum og 12 fráköstum og DeMar DeRozan var með 22 stig og 9 stoðsendingar. Dejounte Murray var stigahæstur hjá Atlanta með 30 stig en þeir Trae Young og Clint Capela voru báðir með 22 stig. Young var með 10 stoðsendingar en líka 6 tapaða bolta. Capela tók 17 fráköst. Bogdan Bogdanovic skoraði 21 stig. The Sixers advance to the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel!The Heat and Bulls clash on Friday for a #SoFiPlayIn battle to capture the #8 seed in the East! pic.twitter.com/4Ct0QDcBkR— NBA (@NBA) April 18, 2024
NBA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Sjá meira