Markadrottningin mun ná þrettán árum hjá franska félaginu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2024 17:46 Ada Hegerberg hefur spilað með Olympique Lyon frá 2014 og er þegar búin að skora 264 mörk fyrir franska félagið. Getty/Alex Pantling Norska knattspyrnukonan Ada Hegerberg hefur skrifað undir nýjan samning við franska félagið Lyon en nýi samningurinn nær til sumarsins 2027. Núgildandi samningur Hegerberg var að renna út í sumar og það var vitað af því að umboðsmaður Hegerberg væri að ræða við önnur félög. Hegerberg var meðal annars orðuð við Evrópumeistara Barcelona en ákvað að lokum að semja aftur við franska félagið. pic.twitter.com/c0cvrdAwG0— OL Féminin (@OLfeminin) April 18, 2024 Þessi 28 ára gamli framherji hefur spilað með Lyon frá árinu 2014 og hefur skorað 264 mörk í 244 leikjum með félaginu. Nýi samningurinn þýðir að hún mun ná að spila í þrettán ár með franska félaginu en það er mjög sérstakt að erlendur leikmaður nái að gera slíkt hjá eina og sama félaginu. Hegerberg hefur unnið fjölmarga titla með Lyon, hún hefur unnið Meistaradeildina sex sinnum, franska titilinn átta sinnum og franska bikarinn sex sinnum. Á þessu tímabili hefur Hegerberg skorað 24 mörk í 26 leikjum. Ada Hegerberg Signs Extension with Lyon The first-ever Women's Ballon d'Or winner has been with Lyon for 10 years, and just signed an extension that will keep her there until 2027 8 French league titles, 6 Champions League Trophies and a Ballon d'Or for Ada since 2014 pic.twitter.com/xC7lLaF2bY— The Women's Game (@WomensGameMIB) April 17, 2024 „Ég er svo ánægð að við gátum gengið frá þessu. Öll sagan hefur ekki verið skrifuð,“ sagði Hegerberg í fréttatilkynningu. „Ég trúi því virkilega að við höfum hér lið sem getur unnið fleiri titla á komandi árum og að við höfum þann stuðning sem þarf til að halda liðinu við toppinn,“ sagði Hegerberg. Hegerberg var árið 2018 fyrsta konan til að vinna Gullhnöttinn. Hún hefur skorað 47 mörk í 81 landsleik fyrir Noreg en áður hún kom til Lyon spilaði Hegerberg í eitt tímabil með þýska félaginu Turbine Potsdam. Vous pensiez vraiment qu'elle allait partir !? pic.twitter.com/S3Euj6j5SU— OL Féminin (@OLfeminin) April 17, 2024 Franski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Atlético skoraði sex Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Í beinni: Sporting - Arsenal | Gerir Gyökeres Skyttunum grikk? Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Sjá meira
Núgildandi samningur Hegerberg var að renna út í sumar og það var vitað af því að umboðsmaður Hegerberg væri að ræða við önnur félög. Hegerberg var meðal annars orðuð við Evrópumeistara Barcelona en ákvað að lokum að semja aftur við franska félagið. pic.twitter.com/c0cvrdAwG0— OL Féminin (@OLfeminin) April 18, 2024 Þessi 28 ára gamli framherji hefur spilað með Lyon frá árinu 2014 og hefur skorað 264 mörk í 244 leikjum með félaginu. Nýi samningurinn þýðir að hún mun ná að spila í þrettán ár með franska félaginu en það er mjög sérstakt að erlendur leikmaður nái að gera slíkt hjá eina og sama félaginu. Hegerberg hefur unnið fjölmarga titla með Lyon, hún hefur unnið Meistaradeildina sex sinnum, franska titilinn átta sinnum og franska bikarinn sex sinnum. Á þessu tímabili hefur Hegerberg skorað 24 mörk í 26 leikjum. Ada Hegerberg Signs Extension with Lyon The first-ever Women's Ballon d'Or winner has been with Lyon for 10 years, and just signed an extension that will keep her there until 2027 8 French league titles, 6 Champions League Trophies and a Ballon d'Or for Ada since 2014 pic.twitter.com/xC7lLaF2bY— The Women's Game (@WomensGameMIB) April 17, 2024 „Ég er svo ánægð að við gátum gengið frá þessu. Öll sagan hefur ekki verið skrifuð,“ sagði Hegerberg í fréttatilkynningu. „Ég trúi því virkilega að við höfum hér lið sem getur unnið fleiri titla á komandi árum og að við höfum þann stuðning sem þarf til að halda liðinu við toppinn,“ sagði Hegerberg. Hegerberg var árið 2018 fyrsta konan til að vinna Gullhnöttinn. Hún hefur skorað 47 mörk í 81 landsleik fyrir Noreg en áður hún kom til Lyon spilaði Hegerberg í eitt tímabil með þýska félaginu Turbine Potsdam. Vous pensiez vraiment qu'elle allait partir !? pic.twitter.com/S3Euj6j5SU— OL Féminin (@OLfeminin) April 17, 2024
Franski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Atlético skoraði sex Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Í beinni: Sporting - Arsenal | Gerir Gyökeres Skyttunum grikk? Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Sjá meira