Kom öllum að óvörum með fleiri lögum í nótt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. apríl 2024 09:44 Taylor Swift hefur haft nóg að gera og nú er loksins nýja platan komin út. Ashok Kumar/TAS24/Getty Ellefta og nýjasta plata bandarísku söngkonunnar Taylor Swift kom út í nótt. Öllum að óvörum hefur söngkonan tilkynnt að platan er tvöföld og fimmtán aukalög á plötunni sem enginn bjóst við. Þetta kemur fram í umfjöllun Variety en eins og aðdáendur vita heitir platan The Tortured Poets Department: The Anthology. Söngkonan byrjaði á að gefa út fimmtán lög í nótt en tveimur tímum síðar kom hún aðdáendum á óvart. „Ég hafði skrifað svo mikið undanfarin tvö ár og vildi deila því öllu með ykkur, svo hér er seinni hlutinn af TTPD: THe Anthology. 15 aukalög,“ skrifaði söngkonan í óvæntri færslu á Instagram. „Núna er þetta ekki lengur mín saga, heldur ykkar.“ View this post on Instagram A post shared by Taylor Swift (@taylorswift) Gagnrýnendur vestanhafs hafa keppst við að birta umfjallanir um plötuna í morgun. Í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins PageSix kemur fram að það sé óumdeilanlegt að stærsti innblástur söngkonunnar hafi verið fyrrverandi kærasti hennar leikarinn Joe Alwyn. Þau voru saman í sex ár og segir í umfjöllun miðilsins að söngkonan greini hispurslaust frá því í lögum sínum að hann hafi reynt sitt besta til að halda sköpunargáfu hennar niðri. Parið hætti saman í fyrra og segir í umfjöllun miðilsins að langt sé síðan Swift hafi gefið út plötu í þessum stíl. Einsog fram hefur komið hefur frægðarsól söngkonunnar aldrei skinið skærar. Í fyrra var greint frá því að hún hefði hagnast gífurlega af nýjasta tónleikaferðalagi sínu Eras og að hún væri orðin milljarðamæringur. Þá var hún valin manneskja ársins af tímaritinu TIME. Tímaritið líkti henni við tilefnið við veðrið. Hún hafi hreinlega verið alls staðar. Tónlist Hollywood Bandaríkin Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Variety en eins og aðdáendur vita heitir platan The Tortured Poets Department: The Anthology. Söngkonan byrjaði á að gefa út fimmtán lög í nótt en tveimur tímum síðar kom hún aðdáendum á óvart. „Ég hafði skrifað svo mikið undanfarin tvö ár og vildi deila því öllu með ykkur, svo hér er seinni hlutinn af TTPD: THe Anthology. 15 aukalög,“ skrifaði söngkonan í óvæntri færslu á Instagram. „Núna er þetta ekki lengur mín saga, heldur ykkar.“ View this post on Instagram A post shared by Taylor Swift (@taylorswift) Gagnrýnendur vestanhafs hafa keppst við að birta umfjallanir um plötuna í morgun. Í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins PageSix kemur fram að það sé óumdeilanlegt að stærsti innblástur söngkonunnar hafi verið fyrrverandi kærasti hennar leikarinn Joe Alwyn. Þau voru saman í sex ár og segir í umfjöllun miðilsins að söngkonan greini hispurslaust frá því í lögum sínum að hann hafi reynt sitt besta til að halda sköpunargáfu hennar niðri. Parið hætti saman í fyrra og segir í umfjöllun miðilsins að langt sé síðan Swift hafi gefið út plötu í þessum stíl. Einsog fram hefur komið hefur frægðarsól söngkonunnar aldrei skinið skærar. Í fyrra var greint frá því að hún hefði hagnast gífurlega af nýjasta tónleikaferðalagi sínu Eras og að hún væri orðin milljarðamæringur. Þá var hún valin manneskja ársins af tímaritinu TIME. Tímaritið líkti henni við tilefnið við veðrið. Hún hafi hreinlega verið alls staðar.
Tónlist Hollywood Bandaríkin Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira