Ljúfustu stundirnar þegar allir eru saman í hjónarúminu Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. apríl 2024 10:00 Vigdís Diljá Óskarsdóttir, stjórnandi samskipta- og samfélagsmála Alcoa á Íslandi, þarf ekki einu sinni tónlist til að komast í dansgírinn en hún segir fólk að austan upp til hópa viljugt til að fara á dansgólfið í partíum. Uppáhaldstundirnar heima fyrir eru þegar allir eru saman í hjónarúminu, lesa og spjalla. Vigdís Diljá Óskarsdóttir, stjórnandi samskipta- og samfélagsmála Alcoa á Íslandi, segist þora að fullyrða að partígestir að austan kunni upp til hópa allir að dansa við ákveðinn indverskan popp slagara. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Það fer eftir því hvort ég ætli að vinna að heiman eða frá álverinu okkar á Reyðarfirði þann daginn. Það gengur rúta beint í álverið og mér finnst algjör lúxus að geta hlustað á hljóðbók og farið yfir tölvupóstinn á meðan ég er keyrð í vinnuna. Þá er ég yfirleitt að vakna um hálf sjö og taka rútuna klukkan sjö.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Þá daga sem stelpurnar mínar, tveggja og sex ára, vakna áður en ég fer af stað til vinnu, eigum við fjölskyldan oft ljúfa morgunstund öll saman í hjónarúminu, lesum bækur og spjöllum. Ég get eiginlega ekki ímyndað mér betri byrjun á deginum.“ Hvaða danslag fær þig alltaf í trylltan dans á gólfinu? „Ég veit náttúrlega ekkert skemmtilegra en að dansa, svo það þarf eiginlega ekki einu sinni tónlist til þess að ég sé komin út á gólf, en ef indverski poppslagarinn Tunak Tunak Tun fer í gang, þá er ég mjög fljót að hlaupa á gólfið, líklega ásamt öllum þeim partígestum sem eru að austan, til þess að dansa rútínu sem ég ætla að fullyrða að öll að austan kunni.“ Vigdís nálgast skipulagið svolítið út frá ADHD-inu sínu og skrifar niður öll verkefni, stór og smá og byrjar vinnudaginn á að gera verkefnalista. Vigdís hefur þá reglu að vera komin upp í rúm klukkan ellefu á kvöldin. En segist brjóta þá reglu nokkurn veginn öll kvöld. Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Það eru ansi margir boltar á lofti hjá mér en sem dæmi þá erum við að ljúka við útgáfu Samfélagsskýrslu Fjarðaáls fyrir 2023. Það er mikil en ótrúlega skemmtileg vinna, að taka saman hversu vel okkur hefur gengið að ná markmiðum okkar sem tengjast samfélagslegri ábyrgð til dæmis. Þetta er líka frábært verkefni fyrir eina sem er ennþá vel rök á bak við eyrun, en ég gekk til liðs við Alcoa fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. Fyrir utan vinnuna er ég til dæmis að kenna Zumba og var síðast liðna helgi að kenna á Zumbahelginni á Blábjörgum á Borgarfirði Eystra.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Það reynir meira á skipulagshæfnina hjá mér núna, í þessu nýja starfi, en nokkru sinni áður. Mín nálgun helgast svolítið af mínu ADHD, en ég passa að skrifa öll verkefni, lítil og stór, hjá mér. Það fyrsta sem ég geri svo þegar ég mæti á morgnanna er að setja saman verkefnalista dagsins, forgangsraða verkefnunum svo eftir tímapressu og mikilvægi en enda svo yfirleitt á að gera allt í hálf handahófskenndri röð! Það kemur kannski seinna að ná að einbeita sér að því að klára eitt áður en ég fer í annað en sá dagur er ekki í dag.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég hef það fyrir reglu að vera komin upp í rúm fyrir klukkan ellefu á kvöldin en ég brýt þá reglu næstum öll kvöld.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir „Einn mjög fárra karla á mínum aldri sem er ekki í golfi!“ Það er allt í mjög föstum skorðum hjá Andrési Magnússyni framkvæmdastjóri SVÞ, sem segist svo vanafastur að hann taki dræmt í allar hugmyndir eiginkonunnar um breytingar á morgunvenjum. 13. apríl 2024 10:00 „Ótrúlega vel gift honum Obba sem er A-manneskja“ Brynhildur Lilja Björnsdóttir forstöðumaður Viðskiptafræðistofnunar, segist svo vel gift A manneskju að hún fær rjúkandi heitt rjómakaffi í rúmið frá eiginmanninum á hverjum morgni. Og D-vítamín. 6. apríl 2024 10:00 Vandræðalega kvöldsvæfur framkvæmdastjóri Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri og annar stofnandi indó sparisjóðs segir morgnana besta tíma dagsins en þá situr hann með fjögurra ára syni sínum og deilir með honum ristabrauðsneið áður en aðrir á heimilinu vakna. 30. mars 2024 10:00 Gæðasamtöl við dótturina, mömmu eða vinkonu á leið í vinnu Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Verði Tryggingum, nýtir tímann vel á leiðinni til vinnu á morgnana. Því þá á hún góða gæðastund með dótturinni í bílnum og eftir að hafa skutlað henni í skólann, hringir hún oft í vinkonu eða mömmu sína og tekur stutt spjall. 23. mars 2024 10:00 Sofnar í leikhúsi, á tónleikum, í kirkjum og fleiri stöðum Þótt Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventurues, vakni snemma á morgnana, er hann B-maður að eðlisfari, sofnar seint á kvöldin en freistast til að mæta uppsafnaðri svefnþörf á öðrum stöðum, til dæmis í leikhúsi, flugvélum, á tónleikum eða í kirkjum. 16. mars 2024 10:01 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Það fer eftir því hvort ég ætli að vinna að heiman eða frá álverinu okkar á Reyðarfirði þann daginn. Það gengur rúta beint í álverið og mér finnst algjör lúxus að geta hlustað á hljóðbók og farið yfir tölvupóstinn á meðan ég er keyrð í vinnuna. Þá er ég yfirleitt að vakna um hálf sjö og taka rútuna klukkan sjö.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Þá daga sem stelpurnar mínar, tveggja og sex ára, vakna áður en ég fer af stað til vinnu, eigum við fjölskyldan oft ljúfa morgunstund öll saman í hjónarúminu, lesum bækur og spjöllum. Ég get eiginlega ekki ímyndað mér betri byrjun á deginum.“ Hvaða danslag fær þig alltaf í trylltan dans á gólfinu? „Ég veit náttúrlega ekkert skemmtilegra en að dansa, svo það þarf eiginlega ekki einu sinni tónlist til þess að ég sé komin út á gólf, en ef indverski poppslagarinn Tunak Tunak Tun fer í gang, þá er ég mjög fljót að hlaupa á gólfið, líklega ásamt öllum þeim partígestum sem eru að austan, til þess að dansa rútínu sem ég ætla að fullyrða að öll að austan kunni.“ Vigdís nálgast skipulagið svolítið út frá ADHD-inu sínu og skrifar niður öll verkefni, stór og smá og byrjar vinnudaginn á að gera verkefnalista. Vigdís hefur þá reglu að vera komin upp í rúm klukkan ellefu á kvöldin. En segist brjóta þá reglu nokkurn veginn öll kvöld. Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Það eru ansi margir boltar á lofti hjá mér en sem dæmi þá erum við að ljúka við útgáfu Samfélagsskýrslu Fjarðaáls fyrir 2023. Það er mikil en ótrúlega skemmtileg vinna, að taka saman hversu vel okkur hefur gengið að ná markmiðum okkar sem tengjast samfélagslegri ábyrgð til dæmis. Þetta er líka frábært verkefni fyrir eina sem er ennþá vel rök á bak við eyrun, en ég gekk til liðs við Alcoa fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. Fyrir utan vinnuna er ég til dæmis að kenna Zumba og var síðast liðna helgi að kenna á Zumbahelginni á Blábjörgum á Borgarfirði Eystra.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Það reynir meira á skipulagshæfnina hjá mér núna, í þessu nýja starfi, en nokkru sinni áður. Mín nálgun helgast svolítið af mínu ADHD, en ég passa að skrifa öll verkefni, lítil og stór, hjá mér. Það fyrsta sem ég geri svo þegar ég mæti á morgnanna er að setja saman verkefnalista dagsins, forgangsraða verkefnunum svo eftir tímapressu og mikilvægi en enda svo yfirleitt á að gera allt í hálf handahófskenndri röð! Það kemur kannski seinna að ná að einbeita sér að því að klára eitt áður en ég fer í annað en sá dagur er ekki í dag.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég hef það fyrir reglu að vera komin upp í rúm fyrir klukkan ellefu á kvöldin en ég brýt þá reglu næstum öll kvöld.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir „Einn mjög fárra karla á mínum aldri sem er ekki í golfi!“ Það er allt í mjög föstum skorðum hjá Andrési Magnússyni framkvæmdastjóri SVÞ, sem segist svo vanafastur að hann taki dræmt í allar hugmyndir eiginkonunnar um breytingar á morgunvenjum. 13. apríl 2024 10:00 „Ótrúlega vel gift honum Obba sem er A-manneskja“ Brynhildur Lilja Björnsdóttir forstöðumaður Viðskiptafræðistofnunar, segist svo vel gift A manneskju að hún fær rjúkandi heitt rjómakaffi í rúmið frá eiginmanninum á hverjum morgni. Og D-vítamín. 6. apríl 2024 10:00 Vandræðalega kvöldsvæfur framkvæmdastjóri Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri og annar stofnandi indó sparisjóðs segir morgnana besta tíma dagsins en þá situr hann með fjögurra ára syni sínum og deilir með honum ristabrauðsneið áður en aðrir á heimilinu vakna. 30. mars 2024 10:00 Gæðasamtöl við dótturina, mömmu eða vinkonu á leið í vinnu Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Verði Tryggingum, nýtir tímann vel á leiðinni til vinnu á morgnana. Því þá á hún góða gæðastund með dótturinni í bílnum og eftir að hafa skutlað henni í skólann, hringir hún oft í vinkonu eða mömmu sína og tekur stutt spjall. 23. mars 2024 10:00 Sofnar í leikhúsi, á tónleikum, í kirkjum og fleiri stöðum Þótt Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventurues, vakni snemma á morgnana, er hann B-maður að eðlisfari, sofnar seint á kvöldin en freistast til að mæta uppsafnaðri svefnþörf á öðrum stöðum, til dæmis í leikhúsi, flugvélum, á tónleikum eða í kirkjum. 16. mars 2024 10:01 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
„Einn mjög fárra karla á mínum aldri sem er ekki í golfi!“ Það er allt í mjög föstum skorðum hjá Andrési Magnússyni framkvæmdastjóri SVÞ, sem segist svo vanafastur að hann taki dræmt í allar hugmyndir eiginkonunnar um breytingar á morgunvenjum. 13. apríl 2024 10:00
„Ótrúlega vel gift honum Obba sem er A-manneskja“ Brynhildur Lilja Björnsdóttir forstöðumaður Viðskiptafræðistofnunar, segist svo vel gift A manneskju að hún fær rjúkandi heitt rjómakaffi í rúmið frá eiginmanninum á hverjum morgni. Og D-vítamín. 6. apríl 2024 10:00
Vandræðalega kvöldsvæfur framkvæmdastjóri Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri og annar stofnandi indó sparisjóðs segir morgnana besta tíma dagsins en þá situr hann með fjögurra ára syni sínum og deilir með honum ristabrauðsneið áður en aðrir á heimilinu vakna. 30. mars 2024 10:00
Gæðasamtöl við dótturina, mömmu eða vinkonu á leið í vinnu Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Verði Tryggingum, nýtir tímann vel á leiðinni til vinnu á morgnana. Því þá á hún góða gæðastund með dótturinni í bílnum og eftir að hafa skutlað henni í skólann, hringir hún oft í vinkonu eða mömmu sína og tekur stutt spjall. 23. mars 2024 10:00
Sofnar í leikhúsi, á tónleikum, í kirkjum og fleiri stöðum Þótt Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventurues, vakni snemma á morgnana, er hann B-maður að eðlisfari, sofnar seint á kvöldin en freistast til að mæta uppsafnaðri svefnþörf á öðrum stöðum, til dæmis í leikhúsi, flugvélum, á tónleikum eða í kirkjum. 16. mars 2024 10:01