„Ef þetta er rautt, af hverju komast aðrir upp með að brjóta miklu oftar?“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. apríl 2024 22:59 Arnar gengur vonsvikinn frá Erlendi Eiríkssyni sem var nýbúinn að spjalda hann vísir / PAWEL Arnar Grétarsson hreifst að mörgu leyti af frammistöðu Vals, þrátt fyrir 1-0 tap gegn Stjörnunni. Hann var hins vegar alls ekki ánægður með dómarateymi leiksins. „Mér líður náttúrulega ekkert vel. En svona er fótboltinn stundum. Mér fannst við betra liðið nánast allan leikinn. Sköpum fín færi í stöðunni 11 á móti 11, Stjarnan skapar mjög lítið. Auðvitað breytist leikurinn við rauða spjaldið en mér fannst við samt helvíti flottir í seinni hálfleik. Heilt yfir, spilamennskan nokkuð góð en rosalegt að missa mann í fyrri hálfleik“ sagði Arnar fljótlega eftir leik. Bjarni Mark Duffield fékk tvö gul spjöld með mjög stuttu millibili. Seinna spjaldið fékk hann fyrir að tækla Örvar Eggertsson, sem sneri baki í hann á vallarhelmingi Stjörnunnar. Haukur Páll Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals, fékk svo beint rautt og var sendur af velli í seinni hálfleik. Arnar mótmælti spjöldunum ekki en sagði dómara leiksins ekki hafa sýnt samræmi. „Jájá, auðvitað þegar þú ert kominn með gult spjald, að renna sér í mann sem snýr baki í mark þitt. Við getum alveg sagt að það var ekki klókt. Ég held að hann hafi nú ekki farið í hann, mér finnst orðið rosalega mikið að menn henda sér niður og öskra, þá fá þeir [brotið dæmt]. Línan var ekki góð, ég er ekki að segja að þetta hafi ekki verið rautt spjald, en mér fannst aðrir komast upp með meira. Svo var farið að spjalda út um allt fyrir litlar sakir. Ég held að Bjarni hafi brotið af sér þrisvar og fær tvö gul. Emil Atlason brýtur af sér þrisvar sinnum og fær ekki spjald. Þetta er dýrt.“ Arnar fékk sjálfur gult spjald í hálfleik „Ég var bara að segja við Erlend í hálfleik að mér fannst bara ekki vera nein lína í þessu. Ef þetta er rautt, afhverju komast aðrir upp með að brjóta miklu oftar? Það var ekki samræmi í þessu. Haukur æsti sig yfir einhverjum hlutum en ég veit ekki með rautt spjald, stuttu áður æsir hinn bekkurinn sig á sama máta, hann spjaldar þá ekki. Aftur segi ég, ekki samræmi á milli og það er kannski það sem maður kallar eftir, samræmi í því sem dómararnir gera.“ Árangur Vals innan vallar hefur staðið á sér í upphafi tímabils. Það óttuðust margir sérfræðingar, sjálfskipaðir og aðrir, að ef hlutirnir færu illa af stað yrði gamanið fljótt að kárna. Hefur Arnar áhyggjur af því að stemningin innan liðsins súrni örlítið eftir tap og tvo leiki í röð án marks? „Ne-hei. Ekki miðað við þessa frammistöðu. Við erum að spila einum færri á móti Stjörnunni á þeirra heimavelli. Við erum með þá pinnaða niður nánast allan tímann, það mætti halda að við hefðum verið einum fleiri. Þannig að, tal um að súrna, nei. Flott frammistaða, en við erum ekki að uppskera eins og við sáum, en ef menn leggja sig svona fram þá hef ég ekki miklar áhyggjur.“ Valur mætir næst FH í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Það fór illa fyrir Völsurum í fyrra þegar þeir duttu strax út gegn Grindavík. Býst Arnar við betri árangri í ár? „Ég er ekki Nostradamus. Þannig að ég vona að við vinnum þann leik, það er það eina sem skiptir máli“ sagði Arnar áður en hann bölvaði blaðamanni fyrir fáránlegar spurningar og kvaddi. Besta deild karla Valur Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Sjá meira
„Mér líður náttúrulega ekkert vel. En svona er fótboltinn stundum. Mér fannst við betra liðið nánast allan leikinn. Sköpum fín færi í stöðunni 11 á móti 11, Stjarnan skapar mjög lítið. Auðvitað breytist leikurinn við rauða spjaldið en mér fannst við samt helvíti flottir í seinni hálfleik. Heilt yfir, spilamennskan nokkuð góð en rosalegt að missa mann í fyrri hálfleik“ sagði Arnar fljótlega eftir leik. Bjarni Mark Duffield fékk tvö gul spjöld með mjög stuttu millibili. Seinna spjaldið fékk hann fyrir að tækla Örvar Eggertsson, sem sneri baki í hann á vallarhelmingi Stjörnunnar. Haukur Páll Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals, fékk svo beint rautt og var sendur af velli í seinni hálfleik. Arnar mótmælti spjöldunum ekki en sagði dómara leiksins ekki hafa sýnt samræmi. „Jájá, auðvitað þegar þú ert kominn með gult spjald, að renna sér í mann sem snýr baki í mark þitt. Við getum alveg sagt að það var ekki klókt. Ég held að hann hafi nú ekki farið í hann, mér finnst orðið rosalega mikið að menn henda sér niður og öskra, þá fá þeir [brotið dæmt]. Línan var ekki góð, ég er ekki að segja að þetta hafi ekki verið rautt spjald, en mér fannst aðrir komast upp með meira. Svo var farið að spjalda út um allt fyrir litlar sakir. Ég held að Bjarni hafi brotið af sér þrisvar og fær tvö gul. Emil Atlason brýtur af sér þrisvar sinnum og fær ekki spjald. Þetta er dýrt.“ Arnar fékk sjálfur gult spjald í hálfleik „Ég var bara að segja við Erlend í hálfleik að mér fannst bara ekki vera nein lína í þessu. Ef þetta er rautt, afhverju komast aðrir upp með að brjóta miklu oftar? Það var ekki samræmi í þessu. Haukur æsti sig yfir einhverjum hlutum en ég veit ekki með rautt spjald, stuttu áður æsir hinn bekkurinn sig á sama máta, hann spjaldar þá ekki. Aftur segi ég, ekki samræmi á milli og það er kannski það sem maður kallar eftir, samræmi í því sem dómararnir gera.“ Árangur Vals innan vallar hefur staðið á sér í upphafi tímabils. Það óttuðust margir sérfræðingar, sjálfskipaðir og aðrir, að ef hlutirnir færu illa af stað yrði gamanið fljótt að kárna. Hefur Arnar áhyggjur af því að stemningin innan liðsins súrni örlítið eftir tap og tvo leiki í röð án marks? „Ne-hei. Ekki miðað við þessa frammistöðu. Við erum að spila einum færri á móti Stjörnunni á þeirra heimavelli. Við erum með þá pinnaða niður nánast allan tímann, það mætti halda að við hefðum verið einum fleiri. Þannig að, tal um að súrna, nei. Flott frammistaða, en við erum ekki að uppskera eins og við sáum, en ef menn leggja sig svona fram þá hef ég ekki miklar áhyggjur.“ Valur mætir næst FH í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Það fór illa fyrir Völsurum í fyrra þegar þeir duttu strax út gegn Grindavík. Býst Arnar við betri árangri í ár? „Ég er ekki Nostradamus. Þannig að ég vona að við vinnum þann leik, það er það eina sem skiptir máli“ sagði Arnar áður en hann bölvaði blaðamanni fyrir fáránlegar spurningar og kvaddi.
Besta deild karla Valur Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Sjá meira