Sjáðu Bergkamp-móttöku Björns Daníels og Hornfirðinginn unga klára KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. apríl 2024 09:41 Freyr Sigurðsson var hetja Fram í gær og fagnar hér sigurmarki sínu í leiknum í gær. Vísir/Anton Brink FH og Fram unnu sína leiki í Bestu deild karla í fótbolta í gær og Framarar, undir stjórn Rúnars Kristinssonar, urðu þar með fyrstir til að vinna KR-liðið í sumar. Nú má sjá mörkin úr leikjunum inn á Vísi. FH-ingar unnu sinn annan sigur í röð þegar þeir sóttu þrjú stig í Kórinn með því að vinna 2-0 sigur á heimamönnum í HK. Bæði mörkin komu í seinni hálfleik. Ástbjörn Þórðarson skoraði fyrra markið á 67. mínútu eftir stoðsendingu frá Arnóri Borg Guðjohnsen en seinna markið var fallegast mark gærdagsins. Það skoraði Björn Daníel Sverrisson á 80. mínútu eftir að hafa fengið langa og háa sendingu frá miðverðinum Ísaki Óla Ólafssyni. Klippa: Mörkin og rauða spjaldið úr leik HK og FH Björn Daníel breyttist þá í Dennis Bergkamp, tók boltann frábærlega niður með einni snertingu eins og Bergkamp var þekktur fyrir. Hann skaut honum síðan viðstöðulaust í markið nánast án þess að HK-ingar áttuðu sig á því hvað var að gerast. Frábær tilþrif og flott mark. Fram vann 1-0 útisigur á KR en KR-ingar urðu að spila fyrsta heimaleik sinn á Þróttaravellinum í Laugardal. KR hafði unnið tvo fyrstu leiki sína en þeir voru báðir á útivelli. Freyr Sigurðsson skoraði eina mark leiksins strax á sjöundu mínútu en þessi átján ára strákur kom í Fram frá Sindra á Hornafirði. Hann var réttur maður á réttum stað eftir laglega sókn og stoðsendingu frá Magnúsi Þórðarsyni. Það má sjá mörkin úr leikjunum hér fyrir ofan og neðan. Klippa: Markið úr leik KR og Fram Besta deild karla KR Fram FH HK Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
FH-ingar unnu sinn annan sigur í röð þegar þeir sóttu þrjú stig í Kórinn með því að vinna 2-0 sigur á heimamönnum í HK. Bæði mörkin komu í seinni hálfleik. Ástbjörn Þórðarson skoraði fyrra markið á 67. mínútu eftir stoðsendingu frá Arnóri Borg Guðjohnsen en seinna markið var fallegast mark gærdagsins. Það skoraði Björn Daníel Sverrisson á 80. mínútu eftir að hafa fengið langa og háa sendingu frá miðverðinum Ísaki Óla Ólafssyni. Klippa: Mörkin og rauða spjaldið úr leik HK og FH Björn Daníel breyttist þá í Dennis Bergkamp, tók boltann frábærlega niður með einni snertingu eins og Bergkamp var þekktur fyrir. Hann skaut honum síðan viðstöðulaust í markið nánast án þess að HK-ingar áttuðu sig á því hvað var að gerast. Frábær tilþrif og flott mark. Fram vann 1-0 útisigur á KR en KR-ingar urðu að spila fyrsta heimaleik sinn á Þróttaravellinum í Laugardal. KR hafði unnið tvo fyrstu leiki sína en þeir voru báðir á útivelli. Freyr Sigurðsson skoraði eina mark leiksins strax á sjöundu mínútu en þessi átján ára strákur kom í Fram frá Sindra á Hornafirði. Hann var réttur maður á réttum stað eftir laglega sókn og stoðsendingu frá Magnúsi Þórðarsyni. Það má sjá mörkin úr leikjunum hér fyrir ofan og neðan. Klippa: Markið úr leik KR og Fram
Besta deild karla KR Fram FH HK Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira