Engin rúta í Víkina í kvöld: „Held að það hafi bara verið þetta eina skipti“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. apríl 2024 11:45 Úr leik Víkings og Blika í fyrra. Búast má við hitaleik en Blikar koma sér þó sjálfir á svæðið og mæta í klefann, annað en í fyrra. Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára, Víkingur og Breiðablik, eigast við í stórleik dagsins í Bestu deild karla klukkan 19:15. Heilmargt hefur gengið á í viðureignum liðanna síðustu ár og má búast við mikilli skemmtun. Bæði lið eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki sína. Blikar eru efstir í deildinni, með besta markatölu, og Kristinn Steindórsson, leikmaður liðsins segir þá grænklæddu spennta fyrir kvöldinu. „Tilfinningin er bara mjög góð. Það er spenningur og alltaf fiðringur þegar það eru stórleikir. Ég veit ekki annað en að við séum mjög klárir í þetta,“ segir Kristinn. Ávallt sé auka spenna fyrir leik sem þessum. Kristinn Steindórsson er spenntur fyrir kvöldinu, líkt og fleiri.Vísir/Hulda Margrét „Þetta hefur byggst upp undanfarin ár. Að sjálfsögðu er alltaf smá extra við þessa leiki. Á sama tíma er þetta bara þriðji leikur í deild. Það má ekki gera of mikið úr þessu, þetta er enginn úrslitaleikur. Við þurfum bara að halda áfram okkar góðu byrjun og vera með fullt hús þegar við leggjumst á koddann í kvöld,“ segir Kristinn. Leikur Víkings og Breiðabliks hefst klukkan 19:15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Gætu endað sjö í hvoru liði Mikil harka hefur einkennt leikina síðustu misserin. Má búast við slagsmálum í kvöld? „Góð spurning, ég veit það ekki. Þeir eru harðir og við reynum að vera harðir á móti og sjáum hvernig það gengur. Miðað við línuna sem hefur verið lögð í dómgæslunni í byrjun móts þá er kannski erfitt að hleypa þessu upp í mikla hörku. Þá verða bara sjö leikmenn í hvoru liði í byrjun seinni hálfleiks,“ „Við reynum að gera ekki of mikið úr þessu, þó þetta sé Víkingur, að reyna að halda undirbúningum eins og sníða okkar leikplan að því sem þjálfararnir sjá hjá andstæðingunum sem vonandi virkar vel.“ Einkabíllinn í kvöld Frægt var þegar Blikar mættu í Víkina í lok ágústmánaðar í fyrra en þá áttust liðin við í miðri Evrópuleikjatörn Blikanna. Þeir höfðu átt slæma reynslu síðast þar á undan í Víkinni þar sem klefinn sem þeim var úthlutað þótti ekki uppfylla kröfur. Þeir mættu því skömmu fyrir leik, allir saman í rútu. Það verður ekkert slíkt uppi á teningunum í kvöld? „Ekki svo ég viti. Ég held það verði bara einkabílar í kvöld og ekkert hægt að rita og ræða um það á kaffitstofunni á morgun. En það var skemmtilegt og gaf ákveðin lífleika í umræðuna, hristi aðeins upp í mönnum,“ „Ég held að það hafi bara verið þetta eina skipti. Við keyrum bara sjálfir í kvöld og förum í klefann,“ segir Kristinn. Í spilaranum að neðan má sjá þegar Blikar mættu með rútunni í Víkinga í fyrra og umræðuna um atvikið í Stúkunni. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
Bæði lið eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki sína. Blikar eru efstir í deildinni, með besta markatölu, og Kristinn Steindórsson, leikmaður liðsins segir þá grænklæddu spennta fyrir kvöldinu. „Tilfinningin er bara mjög góð. Það er spenningur og alltaf fiðringur þegar það eru stórleikir. Ég veit ekki annað en að við séum mjög klárir í þetta,“ segir Kristinn. Ávallt sé auka spenna fyrir leik sem þessum. Kristinn Steindórsson er spenntur fyrir kvöldinu, líkt og fleiri.Vísir/Hulda Margrét „Þetta hefur byggst upp undanfarin ár. Að sjálfsögðu er alltaf smá extra við þessa leiki. Á sama tíma er þetta bara þriðji leikur í deild. Það má ekki gera of mikið úr þessu, þetta er enginn úrslitaleikur. Við þurfum bara að halda áfram okkar góðu byrjun og vera með fullt hús þegar við leggjumst á koddann í kvöld,“ segir Kristinn. Leikur Víkings og Breiðabliks hefst klukkan 19:15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Gætu endað sjö í hvoru liði Mikil harka hefur einkennt leikina síðustu misserin. Má búast við slagsmálum í kvöld? „Góð spurning, ég veit það ekki. Þeir eru harðir og við reynum að vera harðir á móti og sjáum hvernig það gengur. Miðað við línuna sem hefur verið lögð í dómgæslunni í byrjun móts þá er kannski erfitt að hleypa þessu upp í mikla hörku. Þá verða bara sjö leikmenn í hvoru liði í byrjun seinni hálfleiks,“ „Við reynum að gera ekki of mikið úr þessu, þó þetta sé Víkingur, að reyna að halda undirbúningum eins og sníða okkar leikplan að því sem þjálfararnir sjá hjá andstæðingunum sem vonandi virkar vel.“ Einkabíllinn í kvöld Frægt var þegar Blikar mættu í Víkina í lok ágústmánaðar í fyrra en þá áttust liðin við í miðri Evrópuleikjatörn Blikanna. Þeir höfðu átt slæma reynslu síðast þar á undan í Víkinni þar sem klefinn sem þeim var úthlutað þótti ekki uppfylla kröfur. Þeir mættu því skömmu fyrir leik, allir saman í rútu. Það verður ekkert slíkt uppi á teningunum í kvöld? „Ekki svo ég viti. Ég held það verði bara einkabílar í kvöld og ekkert hægt að rita og ræða um það á kaffitstofunni á morgun. En það var skemmtilegt og gaf ákveðin lífleika í umræðuna, hristi aðeins upp í mönnum,“ „Ég held að það hafi bara verið þetta eina skipti. Við keyrum bara sjálfir í kvöld og förum í klefann,“ segir Kristinn. Í spilaranum að neðan má sjá þegar Blikar mættu með rútunni í Víkinga í fyrra og umræðuna um atvikið í Stúkunni.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti