Sameiningarviðræður á Suðurnesjum komnar á næsta stig Bjarki Sigurðsson skrifar 21. apríl 2024 18:21 Gunnar Axel Axelsson er bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga. Vísir/Einar Viðræður um sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum eru komnar á næsta stig og haldnir hafa verið íbúafundir vegna málsins. Bæjarstjóri í Vogum segir endanlega ákvörðun alltaf vera íbúanna. Þrjú af fjórum sveitarfélögum Suðurnesja gætu á næstunni sameinast í eitt stórt sveitarfélag sem nær yfir meirihluta svæðisins. Sameiningarviðræður eru hafnar milli Reykjanesbæjar, Sveitarfélagsins Voga og Suðurnesjabæjar. Á Suðurnesjum eru fjögur sveitarfélög með átta þéttbýliskjarna. Fjölmennast er Reykjanesbær með 23 þúsund íbúa en hin eru umtalsvert fámennari. Frá fimmtán hundruð íbúum og upp í fjögur þúsund íbúa. Íbúar á Suðurnesjum eru um það bil þrjátíu þúsund talsins.Vísir/Hjalti Viðræður sveitarfélaganna þriggja eru á könnunarstigi og hafa verið haldnir íbúafundir vegna mögulegrar sameiningar. Grindavíkurbær vildi ekki vera með í viðræðunum að svo stöddu. Viðræðurnar hófust að beiðni bæjarráðs Voga og segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Voga, málið hafa verið rætt í mörg ár. „Þannig að bæjarstjórnin í Vogum ákvað að taka þetta skref og hefja samtal við nágrannasveitarfélögin, um bæði sameiginlega framtíðarsýn, hvað eigum við sameiginlegt, og svo þann möguleika hvort að það væri forsenda til þess að sameina annað hvort tvö eða fleiri sveitarfélög í eitt stórt, öflugt, sveitarfélag,“ segir Gunnar Axel. Nú er verið að kanna áhuga íbúa á sameiningu og ef hljóðið er gott verður farið í formlegar viðræður en ákvörðun um það mun liggja fyrir núna í vor. „Þetta er bara ákvörðun íbúanna og það er mjög erfitt að segja eitthvað til um það á þessu stigi hvort þeir séu fylgjandi sameiningu eða ekki. Þetta er bara þeirra ákvörðun.“ Finnst þér líklegt að þið munið fara í einhverskonar íbúakosningu um þetta? Það gæti alveg gerst. Það er svona jafn líklegt og ólíklegt,“ segir Gunnar Axel. Vogar Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira
Þrjú af fjórum sveitarfélögum Suðurnesja gætu á næstunni sameinast í eitt stórt sveitarfélag sem nær yfir meirihluta svæðisins. Sameiningarviðræður eru hafnar milli Reykjanesbæjar, Sveitarfélagsins Voga og Suðurnesjabæjar. Á Suðurnesjum eru fjögur sveitarfélög með átta þéttbýliskjarna. Fjölmennast er Reykjanesbær með 23 þúsund íbúa en hin eru umtalsvert fámennari. Frá fimmtán hundruð íbúum og upp í fjögur þúsund íbúa. Íbúar á Suðurnesjum eru um það bil þrjátíu þúsund talsins.Vísir/Hjalti Viðræður sveitarfélaganna þriggja eru á könnunarstigi og hafa verið haldnir íbúafundir vegna mögulegrar sameiningar. Grindavíkurbær vildi ekki vera með í viðræðunum að svo stöddu. Viðræðurnar hófust að beiðni bæjarráðs Voga og segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Voga, málið hafa verið rætt í mörg ár. „Þannig að bæjarstjórnin í Vogum ákvað að taka þetta skref og hefja samtal við nágrannasveitarfélögin, um bæði sameiginlega framtíðarsýn, hvað eigum við sameiginlegt, og svo þann möguleika hvort að það væri forsenda til þess að sameina annað hvort tvö eða fleiri sveitarfélög í eitt stórt, öflugt, sveitarfélag,“ segir Gunnar Axel. Nú er verið að kanna áhuga íbúa á sameiningu og ef hljóðið er gott verður farið í formlegar viðræður en ákvörðun um það mun liggja fyrir núna í vor. „Þetta er bara ákvörðun íbúanna og það er mjög erfitt að segja eitthvað til um það á þessu stigi hvort þeir séu fylgjandi sameiningu eða ekki. Þetta er bara þeirra ákvörðun.“ Finnst þér líklegt að þið munið fara í einhverskonar íbúakosningu um þetta? Það gæti alveg gerst. Það er svona jafn líklegt og ólíklegt,“ segir Gunnar Axel.
Vogar Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira