Jón Þór um Akranesvöllinn: „Hann verður frábær í sumar, eða eins frábær og hann verður“ Kári Mímisson skrifar 21. apríl 2024 21:35 Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, býst við því að geta bráðum spilað utanhúss á Akranesi. Vísir/Bjarni Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var ánægður þegar hann mætti í viðtal eftir 5-1 sigur ÍA gegn Fylki í Akraneshöllinni fyrr í dag. „Ég er mjög ánægður með þennan sigur gegn öflugu Fylkisliði. Aftur gerum við það virkilega vel að leysa leikinn einum fleiri og skorum frábær mörk í seinni hálfleiknum. Ég var líka mjög ánægður með fyrri hálfleikinn þar sem Hinrik skorar frábært mark. Það vantaði hins vegar svona herslumuninn í fyrri hálfleik að klára þær opnanir sem við fengum og vildum fá. Rauða spjaldið kemur auðvitað upp úr einni slíkri opnun. Þannig að ég er mjög ánægður með hvernig strákarnir spiluðu hér í dag.“ Þetta var annar leikur liðsins þar sem það leikur manni fleiri allan seinni hálfleikinn. Spurður út í það leggur Jón Þór áherslu á það hvað hann sé sáttur með hvernig liðið leysti það verkefni. „Við spiluðum frábærlega í Kórnum gegn HK einum fleiri og mér fannst við gera það aftur mjög vel. Það eru ákveðin svæði sem myndast og við það og aftur þótti mér við nýta þau mjög vel.“ Leikurinn í dag fór fram í Akraneshöllinni þar sem ELKEM völlurinn er ekki tilbúinn. Liðið leikur næst í Mjólkurbikarnum gegn Tindastól á fimmtudaginn en sá leikur verður spilaður inn í höllinni sömuleiðis en svo mætir liðið FH eftir viku og sá leikur á að fara fram á grasinu fyrir utan. En verður völlurinn tilbúinn eftir viku? „Ég hef svo sem ekki séð veðurspána til þess að geta svarað því. Völlurinn er alveg tilbúinn. Við kláruðum mótið það snemma í fyrra að við gátum gatað, sandað og borið á hann og bara gert hann tilbúinn fyrir þetta tímabil. Þannig að hann verður frábær í sumar eða eins frábær og hann verður. Þetta er auðvitað gamall og lélegur völlur í grunninn en við erum að reyna að hugsa um hann eins vel og við getum. Svo er þetta bara spurning hvenær sprettan fer af stað og það er alveg ljóst að það er ekkert byrjað. Þannig að ég get ekki svarað því hvort við spilum gegn FH þarna eða ekki.“ ÍA liðið fer vel af stað í upphafi móts. Liðið fór sömuleiðis í úrslit Lengjubikarsins og er því til alls líklegt eins og staðan er. Spurður að því hversu langt liðið geti náð svarar Jón Þór því að fyrsta markmið liðsins sé einfaldlega að halda sér frá fallbaráttunni. „Við erum bara mjög einbeittir núna. Okkar fyrsta markmið er að koma okkur eins langt frá fallbaráttu og við mögulega getum í byrjun móts. Svo bara tökum við stöðuna seinna í mótinu og hvort við endurskoðum eitthvað það markmið. En það er alveg klárt og skýrt að núna erum við bara að safna stigum til að koma okkur eins langt frá fallbaráttunni og við getum.“ Það var mikið um dýrðir fyrir leik þegar Skagamenn kynntu nýjasta leikmann liðsins en Rúnar Már Sigurjónsson gekk þá inn á völlinn með gulan trefil. Rúnar skrifaði undir hjá ÍA á föstudaginn en það er þó búið að vera ljóst ansi lengi að Rúnar myndi leika á Akranesi í sumar. Rúnar var ekki í leikmannahópnum í dag en hvenær getum við átt von á því að hann spili með ykkur. „Hann er allur að koma til eftir aðgerðina sem hann fór í núna í janúar. Hann er ekki byrjaður að æfa með okkur en vonandi verður hann klár með okkur fljótlega.“ Besta deild karla ÍA Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með þennan sigur gegn öflugu Fylkisliði. Aftur gerum við það virkilega vel að leysa leikinn einum fleiri og skorum frábær mörk í seinni hálfleiknum. Ég var líka mjög ánægður með fyrri hálfleikinn þar sem Hinrik skorar frábært mark. Það vantaði hins vegar svona herslumuninn í fyrri hálfleik að klára þær opnanir sem við fengum og vildum fá. Rauða spjaldið kemur auðvitað upp úr einni slíkri opnun. Þannig að ég er mjög ánægður með hvernig strákarnir spiluðu hér í dag.“ Þetta var annar leikur liðsins þar sem það leikur manni fleiri allan seinni hálfleikinn. Spurður út í það leggur Jón Þór áherslu á það hvað hann sé sáttur með hvernig liðið leysti það verkefni. „Við spiluðum frábærlega í Kórnum gegn HK einum fleiri og mér fannst við gera það aftur mjög vel. Það eru ákveðin svæði sem myndast og við það og aftur þótti mér við nýta þau mjög vel.“ Leikurinn í dag fór fram í Akraneshöllinni þar sem ELKEM völlurinn er ekki tilbúinn. Liðið leikur næst í Mjólkurbikarnum gegn Tindastól á fimmtudaginn en sá leikur verður spilaður inn í höllinni sömuleiðis en svo mætir liðið FH eftir viku og sá leikur á að fara fram á grasinu fyrir utan. En verður völlurinn tilbúinn eftir viku? „Ég hef svo sem ekki séð veðurspána til þess að geta svarað því. Völlurinn er alveg tilbúinn. Við kláruðum mótið það snemma í fyrra að við gátum gatað, sandað og borið á hann og bara gert hann tilbúinn fyrir þetta tímabil. Þannig að hann verður frábær í sumar eða eins frábær og hann verður. Þetta er auðvitað gamall og lélegur völlur í grunninn en við erum að reyna að hugsa um hann eins vel og við getum. Svo er þetta bara spurning hvenær sprettan fer af stað og það er alveg ljóst að það er ekkert byrjað. Þannig að ég get ekki svarað því hvort við spilum gegn FH þarna eða ekki.“ ÍA liðið fer vel af stað í upphafi móts. Liðið fór sömuleiðis í úrslit Lengjubikarsins og er því til alls líklegt eins og staðan er. Spurður að því hversu langt liðið geti náð svarar Jón Þór því að fyrsta markmið liðsins sé einfaldlega að halda sér frá fallbaráttunni. „Við erum bara mjög einbeittir núna. Okkar fyrsta markmið er að koma okkur eins langt frá fallbaráttu og við mögulega getum í byrjun móts. Svo bara tökum við stöðuna seinna í mótinu og hvort við endurskoðum eitthvað það markmið. En það er alveg klárt og skýrt að núna erum við bara að safna stigum til að koma okkur eins langt frá fallbaráttunni og við getum.“ Það var mikið um dýrðir fyrir leik þegar Skagamenn kynntu nýjasta leikmann liðsins en Rúnar Már Sigurjónsson gekk þá inn á völlinn með gulan trefil. Rúnar skrifaði undir hjá ÍA á föstudaginn en það er þó búið að vera ljóst ansi lengi að Rúnar myndi leika á Akranesi í sumar. Rúnar var ekki í leikmannahópnum í dag en hvenær getum við átt von á því að hann spili með ykkur. „Hann er allur að koma til eftir aðgerðina sem hann fór í núna í janúar. Hann er ekki byrjaður að æfa með okkur en vonandi verður hann klár með okkur fljótlega.“
Besta deild karla ÍA Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira