Sara best og danskur meistari: Brá þegar þjálfarinn kallaði en fékk mikið hrós Sindri Sverrisson skrifar 23. apríl 2024 10:01 Sara Ósk Stefánsdóttir, númer 10, hleypur með liðsfélögum sínum og fagnar því að hafa unnið danska meistaratitilinn. Mynd/@danskvolley Þegar neyðin var stærst, í úrslitaeinvígi um danska meistaratitilinn í blaki, kallaði þjálfari Holte á Söru Ósk Stefánsdóttur. Henni brá, hafði lítið sem ekkert spilað í úrslitakeppninni, en svaraði kallinu með því að vera best á vellinum í hádramatískum úrslitaleik við ASV Elite. Holte hafði þurft að sætta sig við tap í bikarúrslitaleik liðanna í febrúar. Sara og liðsfélagar hennar voru því í hefndarhug í einvíginu um danska meistaratitilinn, höfðu unnið tvo leiki og þurftu einn sigur í viðbót þegar liðin mættust í Kaupmannahöfn á sunnudaginn. Þar lenti lið Holte hins vegar í stórri holu, og með ólíkindum hvernig liðið bjargaði sér en þar munaði miklu um Söru. „Allt í smá þoku“ „Þær unnu frekar stórt fyrstu tvær hrinurnar og voru mikið yfir í þriðju hrinunni, 18-12 og 19-14, og það sást alveg á okkar liði. Það voru allar bara: „ohh, sjitt, við erum að fara til Aarhus aftur“. Ég var alla vega farinn að hugsa það. En svo fæ ég að fara inn á. Þetta er allt í smá þoku en við náðum að rífa okkur í gang og jafna í 19-19, og vinna hrinuna 25-23. Þá fann ég að liðið var komið í gang og þetta rúllaði vel eftir það,“ segir Sara í samtali við Vísi. „Ótrúlega sætt að vinna þær“ Holte vann svo fjórðu hrinuna af öryggi og oddahrinuna 15-9, sem tryggði liðinu gullverðlaunin. Sannarlega mögnuð endurkoma. View this post on Instagram A post shared by ᴠᴏʟʟᴇʏʙᴀʟʟ ᴅᴀɴᴍᴀʀᴋ (@volleyballdanmark) „Það virtust allar svona aðeins hafa misst trúna á tímabili en við erum búnar að vinna mikið í hugarfarinu og ég held að það hafi hjálpað mikið. Við tölum oft um það að „refuse to lose“, neita að tapa, og höfðum þetta á þrjóskunni og viljanum til að klára þetta á heimavelli. Þetta var ótrúlega sætt. Við urðum bikarmeistarar í fyrra en töpuðum svo í bikarúrslitaleiknum í ár, gegn þessu sama liði. Þetta eru mjög jöfn lið og alltaf ótrúlega mikil spenna á milli okkar, þannig að það var ótrúlega sætt að vinna þær,“ segir Sara. Brá þegar þjálfarinn kallaði á hana Rétt eins og í bikarúrslitaleiknum í fyrra var hún valin maður leiksins á sunnudaginn. Skín íslenska landsliðskonan alltaf skærast í stærstu leikjunum? „Þetta er dálítið fyndið því ég er búin að vera að berjast fyrir því að fá meiri spilatíma og það er mjög mismunandi hvað ég spila mikið. Ég spila miðju og við erum þrjár mjög sterkar þar, svo þetta er mikil samkeppni. Ég hef fengið að spila slatta mikið í vetur en eftir bikarúrslitaleikinn í febrúar hefur hann minnkað, og ég hafði eiginlega ekkert spilað í þessari úrslitakeppni. Svo í gær kallaði þjálfarinn allt í einu á mig, og mér brá svolítið því ég var ekkert að búast við því að fá að fara inn á miðað við síðustu leiki. En ég fékk mikið hrós frá fólki í stúkunni sem sagði að það hefði séð miklar breytingar þegar ég kom inn á. Liðið hefði fengið mikinn kraft og orku, en á sama tíma ró. Ég var mjög ánægð með þetta hrós. Ég er greinilega góð í að koma inn á í svona stórum leikjum og snúa þeim við,“ segir Sara hlæjandi. Sara Ósk Stefánsdóttir fyrir miðju, komin með gullmedalíuna um hálsinn sem danskur meistari.Mynd/@danskvolley Landsleikir í Silfurdeildinni Samhliða blakinu sinnir Sara sjúkraþjálfunarnámi sem hún hóf í febrúar. Hún spilaði fyrir HK hér á landi en ákvað sumarið 2021 að flytja til Danmerkur og spilaði fyrst í Óðinsvéum, áður en hún skipti yfir til Holte. Þar var Sara að klára sitt annað tímabil. „Ég veit ekki enn hvað ég geri varðandi næsta tímabil. Mér finnst líklegt að ég verði áfram í Holte en ég ætla að skoða það og ræða við þjálfarann áður en ég tek endanlega ákvörðun.“ Sara Ósk Stefánsdóttir átti frábæra innkomu í leikinn sem tryggði Holte danska meistaratitilinn.Mynd/@danskvolley Næst á dagskrá eru hins vegar landsleikir en Sara átti sinn þátt í því að Ísland skyldi vinna Evrópumót smáþjóða síðasta sumar. Eftir þrjár vikur spilar Ísland svo á nýju móti sem heitir Silfurdeildin, þar sem spilað verður á þremur helgum. „Þarna keppum við á móti liðum sem eru nær okkar getustigi. Við keppum eina helgi á Íslandi, gegn Lettlandi og Ungverjalandi, og förum svo til Portúgals þar sem við mætum Portúgal og Svartfjallalandi, og endum svo í Georgíu þar sem við keppum við Georgíu og Lúxemborg. Næst á dagskrá er samt bara að fagna því að hafa unnið titilinn,“ segir Sara létt. Blak Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Holte hafði þurft að sætta sig við tap í bikarúrslitaleik liðanna í febrúar. Sara og liðsfélagar hennar voru því í hefndarhug í einvíginu um danska meistaratitilinn, höfðu unnið tvo leiki og þurftu einn sigur í viðbót þegar liðin mættust í Kaupmannahöfn á sunnudaginn. Þar lenti lið Holte hins vegar í stórri holu, og með ólíkindum hvernig liðið bjargaði sér en þar munaði miklu um Söru. „Allt í smá þoku“ „Þær unnu frekar stórt fyrstu tvær hrinurnar og voru mikið yfir í þriðju hrinunni, 18-12 og 19-14, og það sást alveg á okkar liði. Það voru allar bara: „ohh, sjitt, við erum að fara til Aarhus aftur“. Ég var alla vega farinn að hugsa það. En svo fæ ég að fara inn á. Þetta er allt í smá þoku en við náðum að rífa okkur í gang og jafna í 19-19, og vinna hrinuna 25-23. Þá fann ég að liðið var komið í gang og þetta rúllaði vel eftir það,“ segir Sara í samtali við Vísi. „Ótrúlega sætt að vinna þær“ Holte vann svo fjórðu hrinuna af öryggi og oddahrinuna 15-9, sem tryggði liðinu gullverðlaunin. Sannarlega mögnuð endurkoma. View this post on Instagram A post shared by ᴠᴏʟʟᴇʏʙᴀʟʟ ᴅᴀɴᴍᴀʀᴋ (@volleyballdanmark) „Það virtust allar svona aðeins hafa misst trúna á tímabili en við erum búnar að vinna mikið í hugarfarinu og ég held að það hafi hjálpað mikið. Við tölum oft um það að „refuse to lose“, neita að tapa, og höfðum þetta á þrjóskunni og viljanum til að klára þetta á heimavelli. Þetta var ótrúlega sætt. Við urðum bikarmeistarar í fyrra en töpuðum svo í bikarúrslitaleiknum í ár, gegn þessu sama liði. Þetta eru mjög jöfn lið og alltaf ótrúlega mikil spenna á milli okkar, þannig að það var ótrúlega sætt að vinna þær,“ segir Sara. Brá þegar þjálfarinn kallaði á hana Rétt eins og í bikarúrslitaleiknum í fyrra var hún valin maður leiksins á sunnudaginn. Skín íslenska landsliðskonan alltaf skærast í stærstu leikjunum? „Þetta er dálítið fyndið því ég er búin að vera að berjast fyrir því að fá meiri spilatíma og það er mjög mismunandi hvað ég spila mikið. Ég spila miðju og við erum þrjár mjög sterkar þar, svo þetta er mikil samkeppni. Ég hef fengið að spila slatta mikið í vetur en eftir bikarúrslitaleikinn í febrúar hefur hann minnkað, og ég hafði eiginlega ekkert spilað í þessari úrslitakeppni. Svo í gær kallaði þjálfarinn allt í einu á mig, og mér brá svolítið því ég var ekkert að búast við því að fá að fara inn á miðað við síðustu leiki. En ég fékk mikið hrós frá fólki í stúkunni sem sagði að það hefði séð miklar breytingar þegar ég kom inn á. Liðið hefði fengið mikinn kraft og orku, en á sama tíma ró. Ég var mjög ánægð með þetta hrós. Ég er greinilega góð í að koma inn á í svona stórum leikjum og snúa þeim við,“ segir Sara hlæjandi. Sara Ósk Stefánsdóttir fyrir miðju, komin með gullmedalíuna um hálsinn sem danskur meistari.Mynd/@danskvolley Landsleikir í Silfurdeildinni Samhliða blakinu sinnir Sara sjúkraþjálfunarnámi sem hún hóf í febrúar. Hún spilaði fyrir HK hér á landi en ákvað sumarið 2021 að flytja til Danmerkur og spilaði fyrst í Óðinsvéum, áður en hún skipti yfir til Holte. Þar var Sara að klára sitt annað tímabil. „Ég veit ekki enn hvað ég geri varðandi næsta tímabil. Mér finnst líklegt að ég verði áfram í Holte en ég ætla að skoða það og ræða við þjálfarann áður en ég tek endanlega ákvörðun.“ Sara Ósk Stefánsdóttir átti frábæra innkomu í leikinn sem tryggði Holte danska meistaratitilinn.Mynd/@danskvolley Næst á dagskrá eru hins vegar landsleikir en Sara átti sinn þátt í því að Ísland skyldi vinna Evrópumót smáþjóða síðasta sumar. Eftir þrjár vikur spilar Ísland svo á nýju móti sem heitir Silfurdeildin, þar sem spilað verður á þremur helgum. „Þarna keppum við á móti liðum sem eru nær okkar getustigi. Við keppum eina helgi á Íslandi, gegn Lettlandi og Ungverjalandi, og förum svo til Portúgals þar sem við mætum Portúgal og Svartfjallalandi, og endum svo í Georgíu þar sem við keppum við Georgíu og Lúxemborg. Næst á dagskrá er samt bara að fagna því að hafa unnið titilinn,“ segir Sara létt.
Blak Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira