Reyna að sigla um geiminn á geislum sólarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 23. apríl 2024 23:18 Tölvuteiknuð mynd af því hvernig geimfarið litla á að líta út þegar segl þess hefur verið tekið í notkun á braut um jörðu. NASA/Aero Animation/Ben Schweighart Starfsmenn geimferðafyrirtækisins Rocket Lab skutu í kvöld litlu geimfari út í geim, sem nota á til að kanna nýja en í senn mjög gamla tækni. Vísindamenn Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) vilja nota þetta geimfar til að kanna hvort hægt sé að sigla um sólkerfið okkar og jafnvel út fyrir það á geislum sólarinnar. Umrætt geimfar, ber enska heitið Advanced Composite Solar Sail System og er einungis á stærð við örbylgjuofn. Það á að vera á um þúsund kílómetra hárri sporbraut um jörðina en vonast er til þess að hægt verði að nota sólarsegl geimfarsins til að breyta þeirri sporbraut. Geimfarið á að vera sýnilegt frá jörðinni þegar seglið hefur verið opnað að fullu. Sólargeislar eru myndaðir af ljóseindum og samkvæmt kenningunni eiga þær að lenda á um áttatíu fermetra stóru segli geimfarsins og auka hraða þess. Þannig má komast hjá því að notast við eldsneyti og „sigla“ um geiminn að eilífu. Á vef NASA segir að hægt yrði að nota sólarsegl fyrir geimför sem vakta sólina og „veðrið“ þar. Sólgos geta til að mynda valdið segulstormum sem geta valdið skemmdum hér á jörðinni. Fararmátinn hentar illa fyrir stór geimför, í það minnsta enn sem komið er, en gæti verið notaður til að ferja tiltölulega smá róbóta um langar vegalengdir. Þegar segli geimskipsins er snúið er vonast til þess að sporbraut þess muni breytast og vilja vísindamenn þannig komast að því hvort hægt væri að útfæra tæknina fyrir stærri geimför. Hvernig geimfarið á að virka má sjá á meðfylgjandi myndbandi frá NASA. Geimfarið byggir á nýrri tækni þar sem sólarseglinu verður haldið uppi af örmum úr nýju efni sem er í senn samanbrjótanlegt og sterkt. Einn forsvarsmanna tilraunarinnar segir að hægt sé að brjóta sjö metra langa súlu úr efninu saman svo hún passi í lófa manns. Þetta efni gæti verið hægt að nota til að smíða byggðir og innviði á tunglinu og á Mars í framtíðinni. Heppnist tilraunaverkefnið vonast vísindamenn NASA til þess að næstu í tilraunum þeirra verði notast við mun stærri sólarsegl. Þau eru sögð geta verið allt að tvö þúsund fermetrar að stærð, sem samsvarar um hálfum fótboltavelli. Sjá má geimskotið í spilaranum hér að neðan. Geimurinn Bandaríkin Vísindi Sólin Tengdar fréttir Fá aftur gögn frá tæplega hálfrar aldar gömlu geimfari Verkfræðingum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA tókst að komast í kringum bilun í Voyager 1-geimfarinu, víðförlasta og langlífasta geimfari sögunnar. Geimfarið sendir nú stöðuuppfærslur í fyrsta skipta frá því bilunin kom upp fyrir fimm mánuðum. 23. apríl 2024 14:56 Kjarnorkuknúin drónaþyrla mun leita að lífrænum sameindum á Títan Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna staðfestu á dögunum að áfram stæði til að senda þyrludróna til Títan, tungls Satúrnusar. Þyrludróni þessi er á stærð við lítinn bíl og kallast Drekafluga (Dragonfly) en hann á meðal annars að nota til að leita lífrænna sameinda og mögulegra ummerkja lífs. 18. apríl 2024 11:43 Starliner á loks að bera geimfara Starfsmenn Boeing stefna að því að skjóta geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar um borð í geimfarinu Starliner í næsta mánuði. Þróun geimfarsins hefur reynst Boeing erfið og er mörgum árum á eftir áætlun. 5. apríl 2024 14:09 Fá 260 milljarða til að þróa tungljeppa Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að þrjú fyrirtæki hefið veru valin til að þróa tungljeppa fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar. geimfarar eiga að nota þennan jeppa á tunglinu og til undirbúnings fyrir geimferðir til Mars. 4. apríl 2024 13:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Umrætt geimfar, ber enska heitið Advanced Composite Solar Sail System og er einungis á stærð við örbylgjuofn. Það á að vera á um þúsund kílómetra hárri sporbraut um jörðina en vonast er til þess að hægt verði að nota sólarsegl geimfarsins til að breyta þeirri sporbraut. Geimfarið á að vera sýnilegt frá jörðinni þegar seglið hefur verið opnað að fullu. Sólargeislar eru myndaðir af ljóseindum og samkvæmt kenningunni eiga þær að lenda á um áttatíu fermetra stóru segli geimfarsins og auka hraða þess. Þannig má komast hjá því að notast við eldsneyti og „sigla“ um geiminn að eilífu. Á vef NASA segir að hægt yrði að nota sólarsegl fyrir geimför sem vakta sólina og „veðrið“ þar. Sólgos geta til að mynda valdið segulstormum sem geta valdið skemmdum hér á jörðinni. Fararmátinn hentar illa fyrir stór geimför, í það minnsta enn sem komið er, en gæti verið notaður til að ferja tiltölulega smá róbóta um langar vegalengdir. Þegar segli geimskipsins er snúið er vonast til þess að sporbraut þess muni breytast og vilja vísindamenn þannig komast að því hvort hægt væri að útfæra tæknina fyrir stærri geimför. Hvernig geimfarið á að virka má sjá á meðfylgjandi myndbandi frá NASA. Geimfarið byggir á nýrri tækni þar sem sólarseglinu verður haldið uppi af örmum úr nýju efni sem er í senn samanbrjótanlegt og sterkt. Einn forsvarsmanna tilraunarinnar segir að hægt sé að brjóta sjö metra langa súlu úr efninu saman svo hún passi í lófa manns. Þetta efni gæti verið hægt að nota til að smíða byggðir og innviði á tunglinu og á Mars í framtíðinni. Heppnist tilraunaverkefnið vonast vísindamenn NASA til þess að næstu í tilraunum þeirra verði notast við mun stærri sólarsegl. Þau eru sögð geta verið allt að tvö þúsund fermetrar að stærð, sem samsvarar um hálfum fótboltavelli. Sjá má geimskotið í spilaranum hér að neðan.
Geimurinn Bandaríkin Vísindi Sólin Tengdar fréttir Fá aftur gögn frá tæplega hálfrar aldar gömlu geimfari Verkfræðingum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA tókst að komast í kringum bilun í Voyager 1-geimfarinu, víðförlasta og langlífasta geimfari sögunnar. Geimfarið sendir nú stöðuuppfærslur í fyrsta skipta frá því bilunin kom upp fyrir fimm mánuðum. 23. apríl 2024 14:56 Kjarnorkuknúin drónaþyrla mun leita að lífrænum sameindum á Títan Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna staðfestu á dögunum að áfram stæði til að senda þyrludróna til Títan, tungls Satúrnusar. Þyrludróni þessi er á stærð við lítinn bíl og kallast Drekafluga (Dragonfly) en hann á meðal annars að nota til að leita lífrænna sameinda og mögulegra ummerkja lífs. 18. apríl 2024 11:43 Starliner á loks að bera geimfara Starfsmenn Boeing stefna að því að skjóta geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar um borð í geimfarinu Starliner í næsta mánuði. Þróun geimfarsins hefur reynst Boeing erfið og er mörgum árum á eftir áætlun. 5. apríl 2024 14:09 Fá 260 milljarða til að þróa tungljeppa Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að þrjú fyrirtæki hefið veru valin til að þróa tungljeppa fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar. geimfarar eiga að nota þennan jeppa á tunglinu og til undirbúnings fyrir geimferðir til Mars. 4. apríl 2024 13:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Fá aftur gögn frá tæplega hálfrar aldar gömlu geimfari Verkfræðingum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA tókst að komast í kringum bilun í Voyager 1-geimfarinu, víðförlasta og langlífasta geimfari sögunnar. Geimfarið sendir nú stöðuuppfærslur í fyrsta skipta frá því bilunin kom upp fyrir fimm mánuðum. 23. apríl 2024 14:56
Kjarnorkuknúin drónaþyrla mun leita að lífrænum sameindum á Títan Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna staðfestu á dögunum að áfram stæði til að senda þyrludróna til Títan, tungls Satúrnusar. Þyrludróni þessi er á stærð við lítinn bíl og kallast Drekafluga (Dragonfly) en hann á meðal annars að nota til að leita lífrænna sameinda og mögulegra ummerkja lífs. 18. apríl 2024 11:43
Starliner á loks að bera geimfara Starfsmenn Boeing stefna að því að skjóta geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar um borð í geimfarinu Starliner í næsta mánuði. Þróun geimfarsins hefur reynst Boeing erfið og er mörgum árum á eftir áætlun. 5. apríl 2024 14:09
Fá 260 milljarða til að þróa tungljeppa Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að þrjú fyrirtæki hefið veru valin til að þróa tungljeppa fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar. geimfarar eiga að nota þennan jeppa á tunglinu og til undirbúnings fyrir geimferðir til Mars. 4. apríl 2024 13:00