Danijel Djuric á markið: Annars hefði ég aldrei fagnað svona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. apríl 2024 12:31 Danijel Dejan Djuric fær að halda markinu sínu á móti Breiðabliki. Vísir/Hulda Margrét Danijel Dejan Djuric og félagar í Víkingi eru einir á toppi Bestu deildar karla eftir 4-1 sigur á Breiðabliki í þriðju umferðinni um helgina. Djuric var með mark og stoðsendingu í leiknum og heldur hann markinu sínu eftir að leikskýrslan hefur verið staðfest af KSÍ. Athygli vakti í sjónvarpsútsendingunni frá leiknum að lýsandi leiksins á Stöð 2 Sport, vildi frá fyrstu sekúndu ólmur skrá markið sem sjálfsmark og að það yrði ekki skráð á Danijel Dejan. Danijel fagnaði samt markinu af miklu krafti og sannfærði greinilega dómara leiksins. Dómari leiksins skráði markið nefnilega strax á Danijel. Nú er búið að staðfesta skýrsluna og markið er enn skráð á Víkinginn eins og sjá má með því að skoða leikskýrslu leiksins á heimasíðu KSÍ. „Ég hélt fyrst að hann hefði snert boltann fyrst og síðan ég. Þetta er miklu skýrara að þetta er mitt mark. Ég stýri honum inn,“ sagði Danijel eftir að hann fékk að skoða upptökuna hér fyrir neðan. „Ég myndi ekki fagna svona ef ég hefði ekki vitað að þetta væri mitt mark,“ sagði Danijel. Hann er því hundrað prósent á því að hann eigi markið. „Það eru bara einhverjir gamlir karla í stúkunni sem sjá þetta ekki,“ sagði Danijel léttur. Það var vissulega mjög erfitt að sjá það í fyrstu hvort það var Danijel eða Blikinn Damir Muminovic sem sparkaði í boltann. Margar endursýningar og það er enn mikill efi. Vísir hefur nú hægt á upptöku af besta sjónarhorninu á markinu og má sjá hana hérna fyrir neðan. Með því að skoða þetta mjög hægt er hægt að reyna rýna betur í það hvor þeirra komst í boltann. Þar teljum við okkur ná að sanna það að dómari leiksins hafi gert rétt með því að skrá markið á Víkinginn. Nú getur þú lesandi góður metið það hvort að það sé ekki rétt að skrá markið á Danijel Djuric. Enn neðar má síðan sjá öll mörkin úr leiknum á eðlilegum hraða. Klippa: Mark Danijel Dejan Djuric á móti Blikum Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Athygli vakti í sjónvarpsútsendingunni frá leiknum að lýsandi leiksins á Stöð 2 Sport, vildi frá fyrstu sekúndu ólmur skrá markið sem sjálfsmark og að það yrði ekki skráð á Danijel Dejan. Danijel fagnaði samt markinu af miklu krafti og sannfærði greinilega dómara leiksins. Dómari leiksins skráði markið nefnilega strax á Danijel. Nú er búið að staðfesta skýrsluna og markið er enn skráð á Víkinginn eins og sjá má með því að skoða leikskýrslu leiksins á heimasíðu KSÍ. „Ég hélt fyrst að hann hefði snert boltann fyrst og síðan ég. Þetta er miklu skýrara að þetta er mitt mark. Ég stýri honum inn,“ sagði Danijel eftir að hann fékk að skoða upptökuna hér fyrir neðan. „Ég myndi ekki fagna svona ef ég hefði ekki vitað að þetta væri mitt mark,“ sagði Danijel. Hann er því hundrað prósent á því að hann eigi markið. „Það eru bara einhverjir gamlir karla í stúkunni sem sjá þetta ekki,“ sagði Danijel léttur. Það var vissulega mjög erfitt að sjá það í fyrstu hvort það var Danijel eða Blikinn Damir Muminovic sem sparkaði í boltann. Margar endursýningar og það er enn mikill efi. Vísir hefur nú hægt á upptöku af besta sjónarhorninu á markinu og má sjá hana hérna fyrir neðan. Með því að skoða þetta mjög hægt er hægt að reyna rýna betur í það hvor þeirra komst í boltann. Þar teljum við okkur ná að sanna það að dómari leiksins hafi gert rétt með því að skrá markið á Víkinginn. Nú getur þú lesandi góður metið það hvort að það sé ekki rétt að skrá markið á Danijel Djuric. Enn neðar má síðan sjá öll mörkin úr leiknum á eðlilegum hraða. Klippa: Mark Danijel Dejan Djuric á móti Blikum
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira