GreenCoat er umhverfisvænasta litaða stálklæðningin sem völ er á Límtré Vírnet 29. apríl 2024 08:35 Andri Daði Aðalsteinsson er forstöðumaður sölusviðs Límtrés Vírnets. Límtré Vírnet býður upp á byggingarlausnir og vörur sem henta íslenskum aðstæðum og kröfum en leitast líka við að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif. Af þeim sökum ákvað fyrirtækið nýlega að hætta við sölu á polyester húðuðu stáli og bjóða framvegis eingöngu upp á GreenCoat® húðun í lituðu stáli. GreenCoat® er litað stál sem er framleitt með sjálfbærni og endingu í huga. Stálið er notað í þakklæðningar, veggklæðningar og þakrennukerfi að sögn Andra Daða Aðalsteinssonar, forstöðumanns söludeildar Límtrés Vírnets. „GreenCoat vörurnar eru húðaðar með lífrænum hráefnum með sænskri repjuolíu sem er einstök lausn á markaði í dag og gerir GreenCoat litaða stálið umhverfisvænasta kostinn fyrir litaðar stálklæðningar. Úrval lita er fjölbreytt og er innblásið af íslenskri náttúru og menningu.“ GreenCoat® smellpassar í íslenska náttúru og umhverfi. Arkitekt er Sigrún Sumarliðadóttir og Mark Smyth, Studio Bua. Mynd/SSAB GreenCoat húðaða stálið er framleitt af SSAB í Svíþjóð en fyrirtækið hefur skuldbundið sig að gera framleiðslu sína sjálfbæra og er þátttakandi í samvinnuverkefni sem kallast HYBRIT. „Markmið verkefnisins er að hætta notkun jarðefnaeldsneytis í stálframleiðslu fyrir árið 2036. Til þess að það markmið náist þarf að skipta út notkun á koksuðum kolum, sem yfirleitt eru nauðsynleg við stálframleiðslu, fyrir vetni sem framleitt er með endurnýjanlegri orku.“ Þetta mun skila fyrstu stálframleiðslutækni sögunnar sem ekki notast við jarðefnaeldsneyti og þar sem kolefnisfótsporið er nánast ekkert. „Stál hefur verið framleitt á sama hátt í yfir 1000 ár þar sem koksuð kol eru notuð til framleiðslu sem gerir stáliðnaðinn að einum mest mengandi iðnaði í heimi. Við erum því að ræða um algjöra byltingu í stáliðnaðinum.“ GreenCoat hentar á allar gerðir bygginga að sögn Andra, hvort sem er um að ræða á veggi eða þök og eiga alls ekki betur við á einum stað frekar en öðrum. „Kostir þess að nota GreenCoat í byggingar á Íslandi er sú öfluga tæringarvörn sem varan hefur og ekki skemmir fyrir að þetta er umhverfisvænasta litaða stálklæðningin sem völ er á. Tæringaflokkar eru fimm talsins og flokkast GreenCoat undir RC5 sem er hæsta tæringarvörn sem völ er á í stálklæðningum.“ Límtré Vírnet tók þátt í stórsýningunni Verk og vit sem fór fram í Laugardalshöll nýlega. „Þátttaka í sýningu eins og Verk og vit er gríðarlega mikilvæg fyrir fyrirtæki eins og Límtré Vírnet. Þetta er helsti stóri vettvangurinn á Íslandi þar sem byggingariðnaðurinn kemur saman á glæsilegri sýningu til að kynna sig og sína vöru. Þarna koma saman allir hlutaðeigandi aðilar á markaðinum, hvort sem það eru iðnaðarmenn, byggingarverktakar, hönnuðir o.s.frv. Svo er þetta líka bara svo skemmtilegt, svona sameiginleg árshátíð byggingariðnaðarins.“ Nánari upplýsingar á limtrevirnet.is. Hús og heimili Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Af þeim sökum ákvað fyrirtækið nýlega að hætta við sölu á polyester húðuðu stáli og bjóða framvegis eingöngu upp á GreenCoat® húðun í lituðu stáli. GreenCoat® er litað stál sem er framleitt með sjálfbærni og endingu í huga. Stálið er notað í þakklæðningar, veggklæðningar og þakrennukerfi að sögn Andra Daða Aðalsteinssonar, forstöðumanns söludeildar Límtrés Vírnets. „GreenCoat vörurnar eru húðaðar með lífrænum hráefnum með sænskri repjuolíu sem er einstök lausn á markaði í dag og gerir GreenCoat litaða stálið umhverfisvænasta kostinn fyrir litaðar stálklæðningar. Úrval lita er fjölbreytt og er innblásið af íslenskri náttúru og menningu.“ GreenCoat® smellpassar í íslenska náttúru og umhverfi. Arkitekt er Sigrún Sumarliðadóttir og Mark Smyth, Studio Bua. Mynd/SSAB GreenCoat húðaða stálið er framleitt af SSAB í Svíþjóð en fyrirtækið hefur skuldbundið sig að gera framleiðslu sína sjálfbæra og er þátttakandi í samvinnuverkefni sem kallast HYBRIT. „Markmið verkefnisins er að hætta notkun jarðefnaeldsneytis í stálframleiðslu fyrir árið 2036. Til þess að það markmið náist þarf að skipta út notkun á koksuðum kolum, sem yfirleitt eru nauðsynleg við stálframleiðslu, fyrir vetni sem framleitt er með endurnýjanlegri orku.“ Þetta mun skila fyrstu stálframleiðslutækni sögunnar sem ekki notast við jarðefnaeldsneyti og þar sem kolefnisfótsporið er nánast ekkert. „Stál hefur verið framleitt á sama hátt í yfir 1000 ár þar sem koksuð kol eru notuð til framleiðslu sem gerir stáliðnaðinn að einum mest mengandi iðnaði í heimi. Við erum því að ræða um algjöra byltingu í stáliðnaðinum.“ GreenCoat hentar á allar gerðir bygginga að sögn Andra, hvort sem er um að ræða á veggi eða þök og eiga alls ekki betur við á einum stað frekar en öðrum. „Kostir þess að nota GreenCoat í byggingar á Íslandi er sú öfluga tæringarvörn sem varan hefur og ekki skemmir fyrir að þetta er umhverfisvænasta litaða stálklæðningin sem völ er á. Tæringaflokkar eru fimm talsins og flokkast GreenCoat undir RC5 sem er hæsta tæringarvörn sem völ er á í stálklæðningum.“ Límtré Vírnet tók þátt í stórsýningunni Verk og vit sem fór fram í Laugardalshöll nýlega. „Þátttaka í sýningu eins og Verk og vit er gríðarlega mikilvæg fyrir fyrirtæki eins og Límtré Vírnet. Þetta er helsti stóri vettvangurinn á Íslandi þar sem byggingariðnaðurinn kemur saman á glæsilegri sýningu til að kynna sig og sína vöru. Þarna koma saman allir hlutaðeigandi aðilar á markaðinum, hvort sem það eru iðnaðarmenn, byggingarverktakar, hönnuðir o.s.frv. Svo er þetta líka bara svo skemmtilegt, svona sameiginleg árshátíð byggingariðnaðarins.“ Nánari upplýsingar á limtrevirnet.is.
Hús og heimili Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira