Útlagar spreyjaðir gylltir Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. apríl 2024 16:52 Aðeins stallurinn er enn óspreyjaður. Benedikt Stefánsson Útlagar, stytta Einars Jónssonar myndhöggvara, á horni Suðurgötu og Hringbrautar hefur orðið fyrir óvæntum breytingum. Einhver óprúttinn aðili hefur málað styttuna gyllta með málningu eða spreybrúsa. Benedikt Stefánsson átti leið hjá styttunni og vakti athygli á ástandi hennar. „Það er eins og einhver hafi málað styttuna, sennilega er þetta spreyjað. Nánast öll eða níutíu prósent af henni myndi ég segja. Ég hélt að þetta hefði verið fyrir einhverjum dögum en ég snerti undir höndum mannsins á myndinni þar sem sólin hafði ekki skinið og þá var það enn þá blautt. Það voru engin ummerki, engar spreydósir eða neitt,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, situr í skipulagsráði og menningar-, íþrótta- og tómstundaráði og hann segir engar breytingar á styttunni hafa komið á sitt borð. „Ég hef ekkert heyrt um þetta,“ segir hann. Álfrún Pálsdóttir kynningarstjóri Hönnunarmars staðfestir einnig í samtali við fréttastofu að gjörningurinn sé ekki á þeirra vegum. „En það er greinilega mikil sköpunargleði í gangi í borginni í dag,“ segir Álfrún. Meiriháttar skemmdarverk Sigurður Trausti Truastason, deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur tók ekki eins vel í fréttirnar. Blaðamaður náði sambandi við hann þar sem hann ók á vettvang til að taka út skemmdirnar. „Þetta er skemmdarverk. Mér skilst að þetta hafi gerst í nótt eða í morgun. Í fyrramálið fæ ég forvörð og tæknimenn safnsins til að skoða þetta með mér og við reynum að hreinsa verkið. En þetta er meiriháttar skemmdarverk,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann segir viðgerð geta tekið nokkra daga þar sem verkið er stórt. Einnig þarf sérhæft starfsfólk að koma að vinnunni þar sem að um menningarverðmæti sé að ræða. „Við munum tilkynna þetta til lögreglu og þetta verður skoðað í samstarfi við hana,“ segir Sigurður. Tímamótaverk í íslenskri höggmyndagerð Útlagar er höggmynd sem var fyrst sýnd á Charlottenborgarsýningunni í Kaupmannahöfn árið 1901 og segir á síðu Listasafns Reykjavíkur að með verkinu hafi Einar haslað sér völl sem myndhöggvari. Myndefnið sótti hann í útilegumannasögur úr íslenskum þjóðsögum. Verkið sýnir karlmann sem ber líflausa konu á bakinu og barn á handlegg og er áhersla lögð á þreytulegt göngulag mannsins og sorgmætt andlit. „Formrænt séð er verkið natúralískt þar sem lögð er áhersla á að gera öllum atriðum nákvæm skil. Í heild kallar það fram tilfinningaleg viðbrögð áhorfandans og má túlka sem táknmynd einsemdar og útskúfunar þess sem dæmdur hefur verið,“ segir á síðu safnsins. Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Benedikt Stefánsson átti leið hjá styttunni og vakti athygli á ástandi hennar. „Það er eins og einhver hafi málað styttuna, sennilega er þetta spreyjað. Nánast öll eða níutíu prósent af henni myndi ég segja. Ég hélt að þetta hefði verið fyrir einhverjum dögum en ég snerti undir höndum mannsins á myndinni þar sem sólin hafði ekki skinið og þá var það enn þá blautt. Það voru engin ummerki, engar spreydósir eða neitt,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, situr í skipulagsráði og menningar-, íþrótta- og tómstundaráði og hann segir engar breytingar á styttunni hafa komið á sitt borð. „Ég hef ekkert heyrt um þetta,“ segir hann. Álfrún Pálsdóttir kynningarstjóri Hönnunarmars staðfestir einnig í samtali við fréttastofu að gjörningurinn sé ekki á þeirra vegum. „En það er greinilega mikil sköpunargleði í gangi í borginni í dag,“ segir Álfrún. Meiriháttar skemmdarverk Sigurður Trausti Truastason, deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur tók ekki eins vel í fréttirnar. Blaðamaður náði sambandi við hann þar sem hann ók á vettvang til að taka út skemmdirnar. „Þetta er skemmdarverk. Mér skilst að þetta hafi gerst í nótt eða í morgun. Í fyrramálið fæ ég forvörð og tæknimenn safnsins til að skoða þetta með mér og við reynum að hreinsa verkið. En þetta er meiriháttar skemmdarverk,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann segir viðgerð geta tekið nokkra daga þar sem verkið er stórt. Einnig þarf sérhæft starfsfólk að koma að vinnunni þar sem að um menningarverðmæti sé að ræða. „Við munum tilkynna þetta til lögreglu og þetta verður skoðað í samstarfi við hana,“ segir Sigurður. Tímamótaverk í íslenskri höggmyndagerð Útlagar er höggmynd sem var fyrst sýnd á Charlottenborgarsýningunni í Kaupmannahöfn árið 1901 og segir á síðu Listasafns Reykjavíkur að með verkinu hafi Einar haslað sér völl sem myndhöggvari. Myndefnið sótti hann í útilegumannasögur úr íslenskum þjóðsögum. Verkið sýnir karlmann sem ber líflausa konu á bakinu og barn á handlegg og er áhersla lögð á þreytulegt göngulag mannsins og sorgmætt andlit. „Formrænt séð er verkið natúralískt þar sem lögð er áhersla á að gera öllum atriðum nákvæm skil. Í heild kallar það fram tilfinningaleg viðbrögð áhorfandans og má túlka sem táknmynd einsemdar og útskúfunar þess sem dæmdur hefur verið,“ segir á síðu safnsins.
Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent