Tíu Grindvíkingar unnu í Eyjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2024 16:03 Framarar fengu enn á ný ekki á sig mark og hafa nú unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sumarsins í deild og bikar. Vísir/Anton Brink Bestu deildarlið Fram, Fylkis og Vestra tryggðu sér í dag öll sæti í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta ásamt B-deildarliði Grindvíkinga. Grindvíkingar unnu dramatískan 2-1 sigur á ÍBV í Lengjudeildarslag í Vestmannaeyjum eftir að hafa verið manni færri frá 42. mínútu leiksins. Sigurmarkið skoraði Josip Krznaric á 89. mínútu en skömmu áður höfðu Grindvíkingar klikkað á vítaspyrnu. Oliver Heiðarsson lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Alex Freyr Hilmarsson á 13. mínútu og fiskaði síðan markaskorara Grindvíkinga, Eric Vales út af með rautt spjald á 42. mínútu. Vales fékk þá sitt annað gula spjald þrettán mínútum eftir að hafa jafnaði metin eftir hornspyrnu. Grindvíkingar héldu út tíu á móti ellefu og tryggðu sér sigur á lokamínútum leiksins eftir að hafa fengið vítaspyrnu. Hjörvar Daði Arnarsson, markvörður ÍBV, gerði þá stór mistök og hljóp niður Adam Árna Róbertsson. Hjörvar Daði varði vítaspyrnu Einars Karls Ingvasonar sem og fyrsta frákastið en Josip Krznaric fylgdi á lokum á eftir og skoraði sigurmarkið í leiknum. Vestri vann 4-2 sigur á C-deildarliði Hauka á Ásvöllum eftir að hafa lenti 2-1 undir í fyrri hálfleik. Pétur Bjarnason kom Vestra í 1-0 í upphafi leiks með skalla eftir horn en markið kom eftir aðeins 52 sekúndna leik. Heimamenn svöruðu með tveimur mörkum. Fyrra markið skoraði Magnús Ingi Halldórsson á fjórðu mínútu en það síðara gerði Djordje Biberdzic með frábærri afgreiðslu á 22. mínútu. Haukarnir voru yfir í átta mínútur eða þar til að Toby King skoraði með góðu skoti rétt utan vítateigs. Staðan var 2-2 í hálfleik. Friðrik Þórir Hjaltason kom Vestra í 3-2 á 51. mínútur eftir að hann fylgdi á eftir skoti Péturs í slá. Ívar Breki Helgason fór síðan langt með að tryggja Vestra sigurinn þegar hann skoraði á 76. mínútu eftir að boltinn datt fyrir hann eftir hornspyrnu. Það reyndist líka vera lokamark leiksins. Framarar skoruðu snemma á móti D-deildarliði Árbæjar á AVIS vellinum í Laugardalnum og unnu á endanum 3-0 útisigur. Aron Snær Ingason kom Fram í 1-0 strax á 13. mínútu eftir stoðsendingu frá Frey Sigurðssyni. Aron klúðraði víti áður en Magnús Þórðarson skoraði annað mark fjórum mínútum fyrir leikslok. Þriðja og síðasta markið skoraði Egill Otti Vilhjálmsson úr vítaspyrnu í uppbótatíma. Þetta var þriðji leikurinn af fjórum í sumar þar sem Framliðið heldur hreinu. Framliðið var manni fleiri frá 62. mínútu þegar Ástþór Ingi Runólfsson fékk sitt annað gula spjald. Fylkir vann 1-0 sigur á C-deildar liði Hugins/Hattar en leikurinn fór fram á Fellavelli á Egilsstöðum. Heimamenn héldu út fram í síðari hálfleik á móti Fylkismönnum en Ómar Björn Stefánsson braut ísinn á 60. mínútu eftir að hafa sloppið í gegn. Það reyndist vera eina mark leiksins. Mjólkurbikar karla Fram Vestri UMF Grindavík ÍBV Fylkir Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjá meira
Grindvíkingar unnu dramatískan 2-1 sigur á ÍBV í Lengjudeildarslag í Vestmannaeyjum eftir að hafa verið manni færri frá 42. mínútu leiksins. Sigurmarkið skoraði Josip Krznaric á 89. mínútu en skömmu áður höfðu Grindvíkingar klikkað á vítaspyrnu. Oliver Heiðarsson lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Alex Freyr Hilmarsson á 13. mínútu og fiskaði síðan markaskorara Grindvíkinga, Eric Vales út af með rautt spjald á 42. mínútu. Vales fékk þá sitt annað gula spjald þrettán mínútum eftir að hafa jafnaði metin eftir hornspyrnu. Grindvíkingar héldu út tíu á móti ellefu og tryggðu sér sigur á lokamínútum leiksins eftir að hafa fengið vítaspyrnu. Hjörvar Daði Arnarsson, markvörður ÍBV, gerði þá stór mistök og hljóp niður Adam Árna Róbertsson. Hjörvar Daði varði vítaspyrnu Einars Karls Ingvasonar sem og fyrsta frákastið en Josip Krznaric fylgdi á lokum á eftir og skoraði sigurmarkið í leiknum. Vestri vann 4-2 sigur á C-deildarliði Hauka á Ásvöllum eftir að hafa lenti 2-1 undir í fyrri hálfleik. Pétur Bjarnason kom Vestra í 1-0 í upphafi leiks með skalla eftir horn en markið kom eftir aðeins 52 sekúndna leik. Heimamenn svöruðu með tveimur mörkum. Fyrra markið skoraði Magnús Ingi Halldórsson á fjórðu mínútu en það síðara gerði Djordje Biberdzic með frábærri afgreiðslu á 22. mínútu. Haukarnir voru yfir í átta mínútur eða þar til að Toby King skoraði með góðu skoti rétt utan vítateigs. Staðan var 2-2 í hálfleik. Friðrik Þórir Hjaltason kom Vestra í 3-2 á 51. mínútur eftir að hann fylgdi á eftir skoti Péturs í slá. Ívar Breki Helgason fór síðan langt með að tryggja Vestra sigurinn þegar hann skoraði á 76. mínútu eftir að boltinn datt fyrir hann eftir hornspyrnu. Það reyndist líka vera lokamark leiksins. Framarar skoruðu snemma á móti D-deildarliði Árbæjar á AVIS vellinum í Laugardalnum og unnu á endanum 3-0 útisigur. Aron Snær Ingason kom Fram í 1-0 strax á 13. mínútu eftir stoðsendingu frá Frey Sigurðssyni. Aron klúðraði víti áður en Magnús Þórðarson skoraði annað mark fjórum mínútum fyrir leikslok. Þriðja og síðasta markið skoraði Egill Otti Vilhjálmsson úr vítaspyrnu í uppbótatíma. Þetta var þriðji leikurinn af fjórum í sumar þar sem Framliðið heldur hreinu. Framliðið var manni fleiri frá 62. mínútu þegar Ástþór Ingi Runólfsson fékk sitt annað gula spjald. Fylkir vann 1-0 sigur á C-deildar liði Hugins/Hattar en leikurinn fór fram á Fellavelli á Egilsstöðum. Heimamenn héldu út fram í síðari hálfleik á móti Fylkismönnum en Ómar Björn Stefánsson braut ísinn á 60. mínútu eftir að hafa sloppið í gegn. Það reyndist vera eina mark leiksins.
Mjólkurbikar karla Fram Vestri UMF Grindavík ÍBV Fylkir Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjá meira