Marta hættir í landsliðinu eftir Ólympíuleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2024 16:00 Marta hefur skorað 17 mörk í úrslitakeppni HM kvenna eða fleiri en allar aðrar knattspyrnukonur. Getty/Zhizhao Wu Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Marta hefur gefið það út að hún muni spila sína síðustu landsleiki á árinu 2024 en hún er þó samt ekkert hætt í fótboltanum. Marta ræddi framtíð sína í fótboltanum í viðtali við CNN. Hún gæti keppt á sínum sjöttu Ólympíuleikum í París í sumar. „Ef ég kemst á Ólympíuleikana þá mun ég njóta hverrar stundar þar. Hvort sem ég kemst í liðið eða ekki þá verður þetta síðasta árið mitt með landsliðinu. Það verður ekkert meira af landsliðskonunni Mörtu árið 2025,“ sagði hin 38 ára gamla Marta. Marta's last dance with Brazil 🇧🇷🫶 pic.twitter.com/UoT9LpkoTW— Attacking Third (@AttackingThird) April 25, 2024 „Ég er mjög róleg yfir þessu af því að ég sé með eigin augum allan þann uppgang sem er í gangi með ungu knattspyrnukonurnar okkar. Ég er því bjartsýn á framtíð landsliðsins,“ sagði Marta. Marta á tvö Ólympíusilfur frá leiknum í Aþenu 2004 og í Peking 2008. Í báðum tilfellum tapaði brasilíska landsliðið fyrir Bandaríkjunum í úrslitaleik. Hún á einnig eitt silfur frá heimsmeistaramóti eftir tap á móti Þýskalandi í úrslitaleik á HM 2007. Alls hefur Marta skorað 116 mörk í 175 landsleikjum síðan hún spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2002. Enginn hefur skorað fleiri mörk fyrir brasilísku fótboltalandsliðin en Neymar er markahæstur hjá körlunum með 79 mörk. Marta er og verður áfram leikmaður með Orlando Pride í bandarísku deildinni þar sem hún hefur spilað frá árinu 2017. Marta announces she will retire from international football at the end of this year.🔹 Brazil’s all-time top scorer (116)🔹 World Cup all-time top scorer (17)🔹 First player to score at 5 World Cups🔹 First player to score at 5 straight Olympics🔹 2007 WWC Golden Ball and… pic.twitter.com/jvwD91ek6l— B/R Football (@brfootball) April 26, 2024 Ólympíuleikar 2024 í París Brasilía Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hættum að spila okkar leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Marta ræddi framtíð sína í fótboltanum í viðtali við CNN. Hún gæti keppt á sínum sjöttu Ólympíuleikum í París í sumar. „Ef ég kemst á Ólympíuleikana þá mun ég njóta hverrar stundar þar. Hvort sem ég kemst í liðið eða ekki þá verður þetta síðasta árið mitt með landsliðinu. Það verður ekkert meira af landsliðskonunni Mörtu árið 2025,“ sagði hin 38 ára gamla Marta. Marta's last dance with Brazil 🇧🇷🫶 pic.twitter.com/UoT9LpkoTW— Attacking Third (@AttackingThird) April 25, 2024 „Ég er mjög róleg yfir þessu af því að ég sé með eigin augum allan þann uppgang sem er í gangi með ungu knattspyrnukonurnar okkar. Ég er því bjartsýn á framtíð landsliðsins,“ sagði Marta. Marta á tvö Ólympíusilfur frá leiknum í Aþenu 2004 og í Peking 2008. Í báðum tilfellum tapaði brasilíska landsliðið fyrir Bandaríkjunum í úrslitaleik. Hún á einnig eitt silfur frá heimsmeistaramóti eftir tap á móti Þýskalandi í úrslitaleik á HM 2007. Alls hefur Marta skorað 116 mörk í 175 landsleikjum síðan hún spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2002. Enginn hefur skorað fleiri mörk fyrir brasilísku fótboltalandsliðin en Neymar er markahæstur hjá körlunum með 79 mörk. Marta er og verður áfram leikmaður með Orlando Pride í bandarísku deildinni þar sem hún hefur spilað frá árinu 2017. Marta announces she will retire from international football at the end of this year.🔹 Brazil’s all-time top scorer (116)🔹 World Cup all-time top scorer (17)🔹 First player to score at 5 World Cups🔹 First player to score at 5 straight Olympics🔹 2007 WWC Golden Ball and… pic.twitter.com/jvwD91ek6l— B/R Football (@brfootball) April 26, 2024
Ólympíuleikar 2024 í París Brasilía Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hættum að spila okkar leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira