Halla Hrund mælist með mest fylgi allra frambjóðenda Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. apríl 2024 18:33 Halla Hrund Logadóttir bætir við sig miklu fylgi milli kannana. Vísir/Vilhelm Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi forsetaframbjóðenda samkvæmt nýrri könnun Maskínu og bætir við sig tæpum sextán prósentum milli kannana. Ekki er þó marktækur munur á henni og næstu frambjóðendum á eftir, Katrínu Jakobsdóttur og Baldri Þórhallssyni. Könnun Maskínu fór fram dagana 22. til 26. apríl og svarendur voru 1072. Halla Hrund, sem hefur verið mikill hástökkvari milli kannana upp á síðkastið, mælist nú efst allra frambjóðenda með rétt rúmlega 26 prósenta fylgi. Hún mældist með 10,5 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu 18. apríl og bætir þannig við sig tæpum sextán prósentum. Halla Hrund tekur fram úr Katrínu og Baldri í nýrri könnun Maskínu. Munurinn á þeim þremur er þó ekki marktækur.Vísir/Sara Halla Hrund var til viðtals í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hún var innt eftir viðbrögðum við könnun Maskínu: Katrín Jakobsdóttir mælist með næstmest fylgi, 25,4 prósent, og Baldur Þórhallsson er þriðji með 21,2 prósent fylgi. Jón Gnarr kemur þar á eftir með 15,2 prósent en aðrir frambjóðendur eru talsvert langt á eftir; Halla Tómasdóttir næst með 4,1 prósent og Arnar Þór Jónsson með 3,3 prósent. Ekki er marktækur munur á stuðningi við þau Höllu Hrund, Katrínu og Baldur en munurinn er hins vegar marktækur á Baldri og Jóni Gnarr. Vísir/Hjalti Halla Hrund nýtur nokkuð afgerandi stuðnings meðal kjósenda Flokks fólksins og Miðflokksins; rúm 35 prósent beggja flokka styðja hana, samkvæmt könnuninni. Þá er hún einnig vinsælust meðal Pírata. Katrín nýtur mest fylgis meðal Framsóknarmanna, er með næstum fjörutíu prósenta fylgi þeirra, og Sjálfstæðismenn eru einnig hallastir undir Katrínu. Hún nýtur enn fremur afgerandi stuðnings síns gamla flokks, rúm sextíu prósent kjósenda Vinstri grænna myndu kjósa hana. Baldur fær svo mest fylgi hjá kjósendum Samfylkingar, Viðreisnar og Sósíalistaflokksins. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Ögurstund og opnunarhóf hjá frambjóðendum Útlit er fyrir að tíu verði í framboði til embættis forseta Íslands þann 1. júní næstkomandi, eftir að einn bættist í hóp þeirra sem safnað hafa lágmarksfjölda meðmæla nú síðdegis. Frambjóðendur voru á útopnu í dag, daginn áður en framboðsfrestur rennur út. 25. apríl 2024 19:13 Halla Hrund fjórfaldar fylgi sitt á milli kannanna Halla Hrund Logadóttir mælist með sextán prósent fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Í fyrri Þjóðarpúlsi mældist hún aðeins með fjögur prósent fylgi. Katrín Jakobsdóttir mælist með mest fylgi og bætir lítillega við sig, fer úr 30 í 31 prósent. 23. apríl 2024 14:07 Katrín og Baldur takast enn á um forystuna Flestir ætla að kjósa Katrínu Jakobsdóttur og Baldur Þórhallsson samkvæmt fimm skoðanakönnunum sem birtar hafa verið síðast liðinn hálfan mánuð. Halla Hrund Logadóttir er farin að narta í hælana á Jóni Gnarr í þriðja sætinu. 22. apríl 2024 19:41 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugarvegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira
Könnun Maskínu fór fram dagana 22. til 26. apríl og svarendur voru 1072. Halla Hrund, sem hefur verið mikill hástökkvari milli kannana upp á síðkastið, mælist nú efst allra frambjóðenda með rétt rúmlega 26 prósenta fylgi. Hún mældist með 10,5 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu 18. apríl og bætir þannig við sig tæpum sextán prósentum. Halla Hrund tekur fram úr Katrínu og Baldri í nýrri könnun Maskínu. Munurinn á þeim þremur er þó ekki marktækur.Vísir/Sara Halla Hrund var til viðtals í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hún var innt eftir viðbrögðum við könnun Maskínu: Katrín Jakobsdóttir mælist með næstmest fylgi, 25,4 prósent, og Baldur Þórhallsson er þriðji með 21,2 prósent fylgi. Jón Gnarr kemur þar á eftir með 15,2 prósent en aðrir frambjóðendur eru talsvert langt á eftir; Halla Tómasdóttir næst með 4,1 prósent og Arnar Þór Jónsson með 3,3 prósent. Ekki er marktækur munur á stuðningi við þau Höllu Hrund, Katrínu og Baldur en munurinn er hins vegar marktækur á Baldri og Jóni Gnarr. Vísir/Hjalti Halla Hrund nýtur nokkuð afgerandi stuðnings meðal kjósenda Flokks fólksins og Miðflokksins; rúm 35 prósent beggja flokka styðja hana, samkvæmt könnuninni. Þá er hún einnig vinsælust meðal Pírata. Katrín nýtur mest fylgis meðal Framsóknarmanna, er með næstum fjörutíu prósenta fylgi þeirra, og Sjálfstæðismenn eru einnig hallastir undir Katrínu. Hún nýtur enn fremur afgerandi stuðnings síns gamla flokks, rúm sextíu prósent kjósenda Vinstri grænna myndu kjósa hana. Baldur fær svo mest fylgi hjá kjósendum Samfylkingar, Viðreisnar og Sósíalistaflokksins.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Ögurstund og opnunarhóf hjá frambjóðendum Útlit er fyrir að tíu verði í framboði til embættis forseta Íslands þann 1. júní næstkomandi, eftir að einn bættist í hóp þeirra sem safnað hafa lágmarksfjölda meðmæla nú síðdegis. Frambjóðendur voru á útopnu í dag, daginn áður en framboðsfrestur rennur út. 25. apríl 2024 19:13 Halla Hrund fjórfaldar fylgi sitt á milli kannanna Halla Hrund Logadóttir mælist með sextán prósent fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Í fyrri Þjóðarpúlsi mældist hún aðeins með fjögur prósent fylgi. Katrín Jakobsdóttir mælist með mest fylgi og bætir lítillega við sig, fer úr 30 í 31 prósent. 23. apríl 2024 14:07 Katrín og Baldur takast enn á um forystuna Flestir ætla að kjósa Katrínu Jakobsdóttur og Baldur Þórhallsson samkvæmt fimm skoðanakönnunum sem birtar hafa verið síðast liðinn hálfan mánuð. Halla Hrund Logadóttir er farin að narta í hælana á Jóni Gnarr í þriðja sætinu. 22. apríl 2024 19:41 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugarvegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira
Ögurstund og opnunarhóf hjá frambjóðendum Útlit er fyrir að tíu verði í framboði til embættis forseta Íslands þann 1. júní næstkomandi, eftir að einn bættist í hóp þeirra sem safnað hafa lágmarksfjölda meðmæla nú síðdegis. Frambjóðendur voru á útopnu í dag, daginn áður en framboðsfrestur rennur út. 25. apríl 2024 19:13
Halla Hrund fjórfaldar fylgi sitt á milli kannanna Halla Hrund Logadóttir mælist með sextán prósent fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Í fyrri Þjóðarpúlsi mældist hún aðeins með fjögur prósent fylgi. Katrín Jakobsdóttir mælist með mest fylgi og bætir lítillega við sig, fer úr 30 í 31 prósent. 23. apríl 2024 14:07
Katrín og Baldur takast enn á um forystuna Flestir ætla að kjósa Katrínu Jakobsdóttur og Baldur Þórhallsson samkvæmt fimm skoðanakönnunum sem birtar hafa verið síðast liðinn hálfan mánuð. Halla Hrund Logadóttir er farin að narta í hælana á Jóni Gnarr í þriðja sætinu. 22. apríl 2024 19:41