Vextir verði ekki lækkaðir fyrr en í haust Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. apríl 2024 11:45 Una Jónsdóttir er forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Vísir/Vilhelm Stýrivextir verða ekki lækkaðir fyrr en undir lok árs og verðbólga mælist yfir markmiðum seðlabankans næstu tvö árin samkvæmt nýrri Hagspá Landsbankans. Hagfræðingur telur að uppkaup á húsnæði Grindvíkinga hafi talsverð áhrif á verðbólgu næstu mánuða. Stýrivextir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósent síðan í ágúst í fyrra og samkvæmt nýrri Hagspá Landsbankans verður ekki breyting á því á næstunni. Ekki er búist við að vaxtalækkunarferli hefjist fyrr en í október. Verðbólga hefur hjaðnað nokkuð og mældist sex prósent í apríl. Verkalýðsleiðtogar hafa kallað eftir vaxtalækkun samhliða því en Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, telur að Seðlabankinn muni bíða skýrari merkja um að verðbólga sé sannarlega á niðurleið. „Við sjáum fram á að verðbólgan verði svolítið tregbreytanleg næstu mánuði. Vissulega lækkaði hún í apríl en ég held að hún verði í kringum sex prósent næstu mánuði og að þá vilji seðlabankinn fara hægt í lækkanir.“ Hagfræðideild Landsbankans telur að verðbólgan verði raunar enn í kringum 5,5 prósent undir lok árs og Una segir nokkra þætti skýra það hversu þrálát hún er. „Það er enn þá innlendur þrýstingur, við sjáum enn örlitla spennu á vinnumarkaði, húsnæði hefur verið að hækka og við teljum að það viðhaldi verðbólgu næstu mánuði,“ segir Una. Eru uppkaupin í Grindavík að leika þar stórt hlutverk? „Já, við teljum að það gæti haft einhver áhrif. Við sjáum að á síðustu mánuðum er húsnæðisverð að taka við sér og það gæti alveg verið af því að það er aukin eftirspurn að koma til vegna Grindvíkinga. Þannig að þessi áhrif gætu varað næstu mánuði.“ Búist er við að verðbólga verði enn yfir markmiðum seðlabankans í lok árs 2026, en verði þá 3,2 prósent. „Verðbólgan er búin að vera há mjög lengi og þá tekur langan tíma að vinda ofan af því. Verðbólugvæntingar eru enn háar þannig við þurufm að sýna þolinmæði til að ná henni virkilega niður í markmið,“ segir Una. Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Húsnæðismál Fjármál heimilisins Mest lesið Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu Atvinnulíf Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Neytendur Hægt að borga með korti í strætó Neytendur Loka verslun í Smáralind Neytendur Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar Viðskipti innlent Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Viðskipti erlent Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Sjá meira
Stýrivextir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósent síðan í ágúst í fyrra og samkvæmt nýrri Hagspá Landsbankans verður ekki breyting á því á næstunni. Ekki er búist við að vaxtalækkunarferli hefjist fyrr en í október. Verðbólga hefur hjaðnað nokkuð og mældist sex prósent í apríl. Verkalýðsleiðtogar hafa kallað eftir vaxtalækkun samhliða því en Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, telur að Seðlabankinn muni bíða skýrari merkja um að verðbólga sé sannarlega á niðurleið. „Við sjáum fram á að verðbólgan verði svolítið tregbreytanleg næstu mánuði. Vissulega lækkaði hún í apríl en ég held að hún verði í kringum sex prósent næstu mánuði og að þá vilji seðlabankinn fara hægt í lækkanir.“ Hagfræðideild Landsbankans telur að verðbólgan verði raunar enn í kringum 5,5 prósent undir lok árs og Una segir nokkra þætti skýra það hversu þrálát hún er. „Það er enn þá innlendur þrýstingur, við sjáum enn örlitla spennu á vinnumarkaði, húsnæði hefur verið að hækka og við teljum að það viðhaldi verðbólgu næstu mánuði,“ segir Una. Eru uppkaupin í Grindavík að leika þar stórt hlutverk? „Já, við teljum að það gæti haft einhver áhrif. Við sjáum að á síðustu mánuðum er húsnæðisverð að taka við sér og það gæti alveg verið af því að það er aukin eftirspurn að koma til vegna Grindvíkinga. Þannig að þessi áhrif gætu varað næstu mánuði.“ Búist er við að verðbólga verði enn yfir markmiðum seðlabankans í lok árs 2026, en verði þá 3,2 prósent. „Verðbólgan er búin að vera há mjög lengi og þá tekur langan tíma að vinda ofan af því. Verðbólugvæntingar eru enn háar þannig við þurufm að sýna þolinmæði til að ná henni virkilega niður í markmið,“ segir Una.
Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Húsnæðismál Fjármál heimilisins Mest lesið Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu Atvinnulíf Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Neytendur Hægt að borga með korti í strætó Neytendur Loka verslun í Smáralind Neytendur Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar Viðskipti innlent Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Viðskipti erlent Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Sjá meira