Lewandowski með þrennu er Barcelona kom til baka gegn Valencia Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. apríl 2024 21:25 Leikmenn Barcelona fagna. EPA-EFE/Alejandro Garcia Barcelona vann 4-2 sigur á Valencia í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í fótbolta, eftir að lenda undir í fyrri hálfleik. Það hjálpaði vissulega til að Giorgi Mamardashvili, markvörður gestanna, fékk rautt spjald fyrir að handleika knöttinn utan vítateigs í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Fermín López kom Börsungum yfir um miðbik fyrri hálfleiks en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum. Hugo Duro jafnaði metin í 1-1 áður en Pepelu kom Valencia yfir með marki úr vítaspyrnu á 38. mínútu. Það var svo þegar komið var vel yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik sem Mamardashvili fékk sendingu til baka, hann átti gríðarlega slæma fyrstu snertingu og missti boltann alltof langt frá sér. Valencia GK Mamardashvili was given a straight red card after a VAR review after this handball outside of the box to stop Lamine Yamal from scoring 😳This game is wild 🍿 pic.twitter.com/2UGlfmy7Al— ESPN FC (@ESPNFC) April 29, 2024 Þegar sóknarmaður Barcelona komst í boltann og reyndi að vippa honum framhjá markverðinum þá fór boltinn í hendi markvarðarins sem fékk í kjölfarið rautt spjald þar sem hann var fyrir utan vítateig og án efa að koma í veg fyrir að Börsungar myndu jafna metin. Heimamenn nýttu liðsmuninn til hins ítrasta. Robert Lewandowski jafnaði metin snemma í síðari hálfleik og kom Barcelona svo yfir á 82. mínútu. Í uppbótartíma gulltryggði hann þrennu sína og sigur Barcelona í uppbótartíma. ⚽ RL9.#BarçaValencia#LALIGAEASPORTS pic.twitter.com/iBy0QCBWst— LALIGA English (@LaLigaEN) April 29, 2024 Lokatölur 4-2 og Barcelona nú með 73 stig í 2. sæti á meðan Valencia er í 8. sæti með 47 stig. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Fermín López kom Börsungum yfir um miðbik fyrri hálfleiks en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum. Hugo Duro jafnaði metin í 1-1 áður en Pepelu kom Valencia yfir með marki úr vítaspyrnu á 38. mínútu. Það var svo þegar komið var vel yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik sem Mamardashvili fékk sendingu til baka, hann átti gríðarlega slæma fyrstu snertingu og missti boltann alltof langt frá sér. Valencia GK Mamardashvili was given a straight red card after a VAR review after this handball outside of the box to stop Lamine Yamal from scoring 😳This game is wild 🍿 pic.twitter.com/2UGlfmy7Al— ESPN FC (@ESPNFC) April 29, 2024 Þegar sóknarmaður Barcelona komst í boltann og reyndi að vippa honum framhjá markverðinum þá fór boltinn í hendi markvarðarins sem fékk í kjölfarið rautt spjald þar sem hann var fyrir utan vítateig og án efa að koma í veg fyrir að Börsungar myndu jafna metin. Heimamenn nýttu liðsmuninn til hins ítrasta. Robert Lewandowski jafnaði metin snemma í síðari hálfleik og kom Barcelona svo yfir á 82. mínútu. Í uppbótartíma gulltryggði hann þrennu sína og sigur Barcelona í uppbótartíma. ⚽ RL9.#BarçaValencia#LALIGAEASPORTS pic.twitter.com/iBy0QCBWst— LALIGA English (@LaLigaEN) April 29, 2024 Lokatölur 4-2 og Barcelona nú með 73 stig í 2. sæti á meðan Valencia er í 8. sæti með 47 stig.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira