Sér eftir Landsdómsmálinu: „Ég myndi aldrei gera þetta svona aftur“ Jón Þór Stefánsson skrifar 30. apríl 2024 22:21 „Ég myndi gera þetta öðruvísi ef maður fengi til þess tækifæri í dag,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi sér eftir því að hafa greitt atkvæði með því að sækja Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, til saka í Landsdómsmálinu svokallaða. „Ég greiddi atkvæði í þeirri atkvæðagreiðslu. Það er alveg rétt. Ég hef stundum sagt að maður eigi ekki að verja tíma í eftirsjá, en þetta er tvímælalaust eitt af erfiðustu málum sem hefur komið á borð Alþingis á meðan ég hef verið þar,“ sagði Katrín í Íslandi í dag. „Ég get alveg sagt þér það að ég myndi aldrei gera þetta svona aftur.“ Katrín er eins og alþjóð veit fyrrverandi ráðherra og þingmaður Vinstri grænna. Hún sat á Alþingi í sautján ár, þangað til hún sagði af sér í síðasta mánuði til að sækjast eftir embætti forseta Íslands. Þennan þátt af Íslandi í dag má sjá í spilaranum hér fyrir neðan, en þar kíkti sjónvarpsmaðurinn Sindri Sindrason í heimsókn til Katrínar. Í kjölfar bankahrunsins lagði þingmannanefnd fram þingsályktunartillögu um að ákæra fjóra ráðherra fyrir Landsdómi. Það voru Geir, Árni M. Mathiesen þáverandi fjármálaráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þáverandi utanríkisráðherra, og Björgvin G. Sigurðsson þáverandi viðskiptaráðherra. Árið 2010 samþykktu þingmenn að einungis skyldi ákæra Geir fyrir vanrækslu á starfsskyldum sínum sem forsætisráðherra. Landsdómur kom saman í fyrsta og eina skipti og sakfelldi Geir í einum af sex ákæruliðum. En honum var ekki gerð refsing. Var að vinna eftir sinni bestu vitund „En maður taldi sig vera að vinna eftir sinni bestu vitund á þessum tíma, að vinna samkvæmt því sem lagt var til. En ég myndi ekki endurtaka þetta,“ segir Katrín um málið í dag. Hún segist sjá eftir gjörðum sínum í þessu máli. „Ég myndi gera þetta öðruvísi ef maður fengi til þess tækifæri í dag.“ Vegna þessarar eftirsjár segist Katrín hafa lagt til að fyrirkomulaginu verði breytt, en árið 2020 var greint frá því að Lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm yrðu endurskoðuð. Forsetakosningar 2024 Landsdómur Alþingi Hrunið Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Oddný tjáir sig ekki um afsökunarbeiðni Magnúsar Orra Magnús Orri Marínarson Schram, fyrrverandi alþingismaður, hefur slegið í gegn meðal Sjálfstæðismanna sem kunna sér vart læti yfir afsökunarbeiðni hans vegna hlutdeildar hans í Landsdómsmálinu. 20. september 2022 13:49 Vilja enn að Alþingi biðji ráðherra í landsdómsmáli afsökunar Fjórir þingmenn Mið- og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram ályktun um að Alþingi biðji Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og tvo aðra ráðherra afsökunar vegna ákæru til landsdóms. Í þingsályktunartillögu þeirra segir að rangt hafi verið að leggja fram ályktun um að höfða mál gegn þeim. 27. september 2022 15:21 Hannes segir Eirík hafa borið þungan hug til Geirs Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur sent frá sér mikla bók um Landsdómsmálið. Niðurstaðan kemur bókarhöfundi ekki á óvart. Geir H. Haarde er saklaus. Í bókinni er allt tekið til sem bendir í þá átt. Meðal þess er hæfi Eiríks Tómassonar hæstaréttardómara, Hannes telur engum vafa undirorpið að hann hafi verið bullandi vanhæfur til að fella dóma yfir Geir. 8. desember 2022 08:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
„Ég greiddi atkvæði í þeirri atkvæðagreiðslu. Það er alveg rétt. Ég hef stundum sagt að maður eigi ekki að verja tíma í eftirsjá, en þetta er tvímælalaust eitt af erfiðustu málum sem hefur komið á borð Alþingis á meðan ég hef verið þar,“ sagði Katrín í Íslandi í dag. „Ég get alveg sagt þér það að ég myndi aldrei gera þetta svona aftur.“ Katrín er eins og alþjóð veit fyrrverandi ráðherra og þingmaður Vinstri grænna. Hún sat á Alþingi í sautján ár, þangað til hún sagði af sér í síðasta mánuði til að sækjast eftir embætti forseta Íslands. Þennan þátt af Íslandi í dag má sjá í spilaranum hér fyrir neðan, en þar kíkti sjónvarpsmaðurinn Sindri Sindrason í heimsókn til Katrínar. Í kjölfar bankahrunsins lagði þingmannanefnd fram þingsályktunartillögu um að ákæra fjóra ráðherra fyrir Landsdómi. Það voru Geir, Árni M. Mathiesen þáverandi fjármálaráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þáverandi utanríkisráðherra, og Björgvin G. Sigurðsson þáverandi viðskiptaráðherra. Árið 2010 samþykktu þingmenn að einungis skyldi ákæra Geir fyrir vanrækslu á starfsskyldum sínum sem forsætisráðherra. Landsdómur kom saman í fyrsta og eina skipti og sakfelldi Geir í einum af sex ákæruliðum. En honum var ekki gerð refsing. Var að vinna eftir sinni bestu vitund „En maður taldi sig vera að vinna eftir sinni bestu vitund á þessum tíma, að vinna samkvæmt því sem lagt var til. En ég myndi ekki endurtaka þetta,“ segir Katrín um málið í dag. Hún segist sjá eftir gjörðum sínum í þessu máli. „Ég myndi gera þetta öðruvísi ef maður fengi til þess tækifæri í dag.“ Vegna þessarar eftirsjár segist Katrín hafa lagt til að fyrirkomulaginu verði breytt, en árið 2020 var greint frá því að Lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm yrðu endurskoðuð.
Forsetakosningar 2024 Landsdómur Alþingi Hrunið Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Oddný tjáir sig ekki um afsökunarbeiðni Magnúsar Orra Magnús Orri Marínarson Schram, fyrrverandi alþingismaður, hefur slegið í gegn meðal Sjálfstæðismanna sem kunna sér vart læti yfir afsökunarbeiðni hans vegna hlutdeildar hans í Landsdómsmálinu. 20. september 2022 13:49 Vilja enn að Alþingi biðji ráðherra í landsdómsmáli afsökunar Fjórir þingmenn Mið- og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram ályktun um að Alþingi biðji Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og tvo aðra ráðherra afsökunar vegna ákæru til landsdóms. Í þingsályktunartillögu þeirra segir að rangt hafi verið að leggja fram ályktun um að höfða mál gegn þeim. 27. september 2022 15:21 Hannes segir Eirík hafa borið þungan hug til Geirs Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur sent frá sér mikla bók um Landsdómsmálið. Niðurstaðan kemur bókarhöfundi ekki á óvart. Geir H. Haarde er saklaus. Í bókinni er allt tekið til sem bendir í þá átt. Meðal þess er hæfi Eiríks Tómassonar hæstaréttardómara, Hannes telur engum vafa undirorpið að hann hafi verið bullandi vanhæfur til að fella dóma yfir Geir. 8. desember 2022 08:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Oddný tjáir sig ekki um afsökunarbeiðni Magnúsar Orra Magnús Orri Marínarson Schram, fyrrverandi alþingismaður, hefur slegið í gegn meðal Sjálfstæðismanna sem kunna sér vart læti yfir afsökunarbeiðni hans vegna hlutdeildar hans í Landsdómsmálinu. 20. september 2022 13:49
Vilja enn að Alþingi biðji ráðherra í landsdómsmáli afsökunar Fjórir þingmenn Mið- og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram ályktun um að Alþingi biðji Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og tvo aðra ráðherra afsökunar vegna ákæru til landsdóms. Í þingsályktunartillögu þeirra segir að rangt hafi verið að leggja fram ályktun um að höfða mál gegn þeim. 27. september 2022 15:21
Hannes segir Eirík hafa borið þungan hug til Geirs Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur sent frá sér mikla bók um Landsdómsmálið. Niðurstaðan kemur bókarhöfundi ekki á óvart. Geir H. Haarde er saklaus. Í bókinni er allt tekið til sem bendir í þá átt. Meðal þess er hæfi Eiríks Tómassonar hæstaréttardómara, Hannes telur engum vafa undirorpið að hann hafi verið bullandi vanhæfur til að fella dóma yfir Geir. 8. desember 2022 08:00