Þetta er niðurstaða héraðsdómstóls í Seattle sem kvað upp dóm sinn í gær og New York Times greinir frá.
Bandarísk yfirvöld sökuðu Binance meðal annars um að tilkynna ekki fleiri en 100.000 grunsamlegar færslur frá skilgreindum hryðjuverkasamtökum eins og Hamas, al-Qaeda og Ríki íslams. Þá væri Binance vettvangur viðskipta með barnaníðsefni og tæki við ágóða tölvuþrjóta sem hneppa gögn fólks og fyrirtækja í gíslingu.
Binance féllst á að greiða 4,32 milljarða dollara, jafnvirði tæpra 609 milljarða íslenskra króna, í sekt.
Saksóknarar sögðu brotin ekki eiga sér nein fordæmi. Dómari í málinu sagði Zhao hins vegar hafa tekið ábyrgð á misferlinu og væri ólíklegur til að brjóta af sér aftur. Í frétt NY Times segir að dómarinn hafi kallað Zhao „mætan fjölskyldumann og göfugan“, auk þess að hrósa því ótrúlega afreki Zhao að byggja upp Binance.
Ekki er ljóst á þessari stundu hvort Zhao komi til með að taka út refsingu sína innan veggja fangelsis. Zhao er kanadískur ríkisborgari, fæddur í Kína.