„Hinsegin fólk þekkir vel að vera smættað niður í einkalíf sitt“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. maí 2024 09:46 Daníel E. Arnarsson er framkvæmdastjóri samtakanna '78, sem sendu frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um Baldur Þórhallsson. vísir Samtökin 78 hvetja íslenskt samfélag í heild sinni til að halda sig í málefnalega umfjöllun í aðdraganda kosninga. Það gera þau í tilefni af umfjöllun um einkamálefni Baldurs Þórhallssonar. Fjallað var um gagnrýni vegna þess konar umfjöllunar á Vísi í vikunni. Sólborg Guðbrandsdóttir hélt því fram að Baldur, sem er samkynhneigður, hafi þurft að svara spurningum sem aðrir frambjóðendur hafi ekki þurft að skrifa, og vísar þar til spurninga og umfjöllunar um ferð Baldurs á skemmtistaðar fyrir samkynhneigða í París. „Með sakleysislegri myndum sem hafa verið teknar af mér,“ sagði Baldur spurður út í mynd sem birst hafði á síðu skemmtistaðarins í umræðuþætti mbl.is. „Í vor steig í fyrsta sinn fram opinberlega hinsegin frambjóðandi til forseta Íslands. Þetta eru söguleg tíðindi enda hefði það verið óhugsandi fyrir aðeins fáum árum og væri enn, ef ekki væri fyrir þrotlausa baráttu síðustu áratuga fyrir réttlátara samfélagi,“ segir í yfirlýsingu Samtakanna '78. Það sé stórt skref og til marks um það hversu langt réttindabaráttan hafi náð, en meginmarkmið Samtakanna ‘78 sé að hinsegin fólk sé sýnilegt og viðurkennt og njóti fyllstu réttinda á öllum sviðum samfélagsins. „Hinsegin fólk þekkir vel að vera smættað niður í einkalíf sitt og að það sé gert að aðalatriði í samtölum sem ættu að snúast um allt annað. Slík framkoma ber vott um fordómafull viðhorf, hvort sem fólk áttar sig á því eða ekki. Það eru því mikil vonbrigði að sjá bæði almenna kjósendur og jafnvel fjölmiðlafólk gera lítið úr hæfni Baldurs Þórhallssonar til þess að gegna embætti forseta Íslands á grundvelli þess að hann er hommi. Stjórn Samtakanna ‘78 hvetur íslenskt samfélag í heild sinni til að halda sig við málefnalega umfjöllun í aðdraganda forsetakosninga og falla ekki í þá gryfju að gera einkalíf frambjóðenda að aðalatriði.“ Hinsegin Forsetakosningar 2024 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Fjallað var um gagnrýni vegna þess konar umfjöllunar á Vísi í vikunni. Sólborg Guðbrandsdóttir hélt því fram að Baldur, sem er samkynhneigður, hafi þurft að svara spurningum sem aðrir frambjóðendur hafi ekki þurft að skrifa, og vísar þar til spurninga og umfjöllunar um ferð Baldurs á skemmtistaðar fyrir samkynhneigða í París. „Með sakleysislegri myndum sem hafa verið teknar af mér,“ sagði Baldur spurður út í mynd sem birst hafði á síðu skemmtistaðarins í umræðuþætti mbl.is. „Í vor steig í fyrsta sinn fram opinberlega hinsegin frambjóðandi til forseta Íslands. Þetta eru söguleg tíðindi enda hefði það verið óhugsandi fyrir aðeins fáum árum og væri enn, ef ekki væri fyrir þrotlausa baráttu síðustu áratuga fyrir réttlátara samfélagi,“ segir í yfirlýsingu Samtakanna '78. Það sé stórt skref og til marks um það hversu langt réttindabaráttan hafi náð, en meginmarkmið Samtakanna ‘78 sé að hinsegin fólk sé sýnilegt og viðurkennt og njóti fyllstu réttinda á öllum sviðum samfélagsins. „Hinsegin fólk þekkir vel að vera smættað niður í einkalíf sitt og að það sé gert að aðalatriði í samtölum sem ættu að snúast um allt annað. Slík framkoma ber vott um fordómafull viðhorf, hvort sem fólk áttar sig á því eða ekki. Það eru því mikil vonbrigði að sjá bæði almenna kjósendur og jafnvel fjölmiðlafólk gera lítið úr hæfni Baldurs Þórhallssonar til þess að gegna embætti forseta Íslands á grundvelli þess að hann er hommi. Stjórn Samtakanna ‘78 hvetur íslenskt samfélag í heild sinni til að halda sig við málefnalega umfjöllun í aðdraganda forsetakosninga og falla ekki í þá gryfju að gera einkalíf frambjóðenda að aðalatriði.“
Hinsegin Forsetakosningar 2024 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira