Íslensk stjórnvöld haldin „sjúkri undirgefni“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. maí 2024 15:27 Sólveig Anna formaður Eflingar flutti ræðu í tilefni af verkalýðsdeginum. Vísir/Bjarni Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var harðorð í garð íslenskra stjórnvalda í ræðu hennar á útifundi á Ingólfstorgi í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins í dag. Hún segir íslensk stjórnvöld haldin sjúkri undirgefni gagnvart Bandaríkjunum. Hún las upp úr ljóðinu Maístjörnunni og tileinkaði línurnar fólkinu á Gasa. „Ég hef ekkert að bjóða, ekki ögn sem ég gef, nema von mína og líf mitt hvort ég vaki eða sef, þetta eitt sem þú gafst mér það er allt sem ég hef,“ sagði hún og sakaði hina „sálsjúku og spillt“ valdastétt vesturveldanna um að vaka yfir og heimila þjóðarmorð. „Allir skólar, allir spítalar, allt samfélag fólksins á Gasa hefur verið eyðilagt. Næstum því fimmtán þúsund börn hafa verið myrt, næstum því tíu þúsund konur. Þetta er því sem næst óbærilegt. Þjáning fólksins á Gasa er okkur ávallt í huga,“ sagði Sólveig. Hún hvatti fólk til að fyllast ekki deyfð þegar það stendur frammi fyrir svo skelfilegum atburðum, heldur krefjast þess að íslensk stjórnvöld láti af „sjúkri undirgefni sinni gagnvart Bandaríkjunum og standi með fólkinu í Palestínu á alþjóðavettvangi.“ „Til að uppskera þarf að sá“ Hún lagði áherslu á það í ræðu sinni að án baráttu sé ekkert unnið. Einnig hrósaði hún Eflingarfólki fyrir elju síðastliðinn vetur. „Við vitum að ef við berjumst ekki getum við ekki unnið. Ef við trúum því að aðrir munu færa okkur það sem við þurfum verður það aldrei okkar. Það vissu þau sem á undan okkur gengu. Þau lögðu af stað fyrsta maí árið 1923 ekki vegna þess að það var auðvelt. Nei, þvert á móti, þau lögðu af stað vegna þess að þess að þau þekktu sannleikann um mannlega tilveru,“ sagði hún. „Til að uppskera þarf að sá. Til þess að fá valdastéttina til fallast á kröfur alþýðunnar þarf að sameina raddir okkar svo að þær verði eins og gnýr hins mikla hafs. Þau sem gengu af stað fyrir hundrað og einu ári síðan vissu ekki hvaða sigrar væru mögulegir. Þau vissu aðeins eitt ef þau legðu ekki af stað myndi ekkert breytast og við í Eflingu deilum þessari vitneskju með þeim,“ sagði hún jafnframt. Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Hún las upp úr ljóðinu Maístjörnunni og tileinkaði línurnar fólkinu á Gasa. „Ég hef ekkert að bjóða, ekki ögn sem ég gef, nema von mína og líf mitt hvort ég vaki eða sef, þetta eitt sem þú gafst mér það er allt sem ég hef,“ sagði hún og sakaði hina „sálsjúku og spillt“ valdastétt vesturveldanna um að vaka yfir og heimila þjóðarmorð. „Allir skólar, allir spítalar, allt samfélag fólksins á Gasa hefur verið eyðilagt. Næstum því fimmtán þúsund börn hafa verið myrt, næstum því tíu þúsund konur. Þetta er því sem næst óbærilegt. Þjáning fólksins á Gasa er okkur ávallt í huga,“ sagði Sólveig. Hún hvatti fólk til að fyllast ekki deyfð þegar það stendur frammi fyrir svo skelfilegum atburðum, heldur krefjast þess að íslensk stjórnvöld láti af „sjúkri undirgefni sinni gagnvart Bandaríkjunum og standi með fólkinu í Palestínu á alþjóðavettvangi.“ „Til að uppskera þarf að sá“ Hún lagði áherslu á það í ræðu sinni að án baráttu sé ekkert unnið. Einnig hrósaði hún Eflingarfólki fyrir elju síðastliðinn vetur. „Við vitum að ef við berjumst ekki getum við ekki unnið. Ef við trúum því að aðrir munu færa okkur það sem við þurfum verður það aldrei okkar. Það vissu þau sem á undan okkur gengu. Þau lögðu af stað fyrsta maí árið 1923 ekki vegna þess að það var auðvelt. Nei, þvert á móti, þau lögðu af stað vegna þess að þess að þau þekktu sannleikann um mannlega tilveru,“ sagði hún. „Til að uppskera þarf að sá. Til þess að fá valdastéttina til fallast á kröfur alþýðunnar þarf að sameina raddir okkar svo að þær verði eins og gnýr hins mikla hafs. Þau sem gengu af stað fyrir hundrað og einu ári síðan vissu ekki hvaða sigrar væru mögulegir. Þau vissu aðeins eitt ef þau legðu ekki af stað myndi ekkert breytast og við í Eflingu deilum þessari vitneskju með þeim,“ sagði hún jafnframt.
Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira