Hárgreiðslustóll ekki hættulegt tæki og konan fær engar bætur Árni Sæberg skrifar 2. maí 2024 16:13 Það getur verið hættulegt að setjast í hárgreiðslustól að mati Hæstaréttar, en ekkert sérstaklega. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur sýknað Sjóvá af öllum kröfum konu á sjötugsaldri, sem hlaut varanlega örorku eftir fall úr biluðum hárgreiðslustól. Hæstiréttur taldi slysið óhappatilvik og ekki hafa verið valdið af saknæmri háttsemi hárgreiðslustofunnar. Þetta var niðurstaða Hæstaréttar, sem kvað upp dóm í málinu í dag. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður viðurkennt bótaskyldu Sjóvár en Landsréttur var á sama máli og Hæstiréttur, slysið hafi einfaldlega verið óhapp. Málsatvik voru þau að konunni var boðið sæti í hárgreiðslustól á stofu í Kópavogi. Þegar hún settist í stólinn brotnaði annar stólarmurinn og við það datt hún í gólfið. Konan leitaði til læknis vegna meiðslanna, sem voru meðal annars verkir, eymsli víðsvegar auk bakmeiðsla, og var að lokum metin með átta prósent varanlega læknisfræðilega örorku. Hárgreiðslustóll ekki með nokkru móti búnaður sem sérstök hætta stafi af Í dómi Hæstaréttar var lagt til grundvallar að orsök þess að konan féll í gólfið hefði verið sú að málmfesting sem hélt uppi armi stólsins hefði brotnað. Hæstiréttur tók fram að í dómaframkvæmd hefðu almennt verið lagðar ríkar skyldu á eigendur eða umráðamenn fasteigna, þar sem rekin er verslunar- eða þjónustustarfsemi sem laðar að viðskiptavini, til að gera ráðstafanir sem sanngjarnar mættu teljast til að tryggja öryggi þeirra. Til þess yrði þó að líta að kröfur til viðhalds og eftirlits með búnaði yrðu að vera í eðlilegu samhengi við hættueiginleika hans, aldur og endingartíma, svo og eftirlits- og viðhaldsþörf. Hárgreiðslustóll gæti með engu móti talist tæki eða búnaður sem sérstök hætta stafi af þótt óhöpp geti vissulega orðið við notkun slíkra stóla. Ekki fallist á snúa þyrfti sönnunarbyrðinni við Ekki var talið að konan hefði fært sönnur á að tjón hennar yrði rakið til saknæmrar vanrækslu hárgreiðslustofunnar á viðhaldi stólsins eða eftirliti með honum. Þá var ekki talið að sá dráttur sem varð á því að Sjóvá tilkynnti hárgreiðslustofunni um tjónstilkynningu konunnar eða tregða hárgreiðslustofunnar til að upplýsa um það hver gert hefði við stólinn ætti að leiða til þess að sönnunarbyrði um saknæma vanrækslu vátryggingartaka yrði snúið við. Tryggingar Dómsmál Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Þetta var niðurstaða Hæstaréttar, sem kvað upp dóm í málinu í dag. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður viðurkennt bótaskyldu Sjóvár en Landsréttur var á sama máli og Hæstiréttur, slysið hafi einfaldlega verið óhapp. Málsatvik voru þau að konunni var boðið sæti í hárgreiðslustól á stofu í Kópavogi. Þegar hún settist í stólinn brotnaði annar stólarmurinn og við það datt hún í gólfið. Konan leitaði til læknis vegna meiðslanna, sem voru meðal annars verkir, eymsli víðsvegar auk bakmeiðsla, og var að lokum metin með átta prósent varanlega læknisfræðilega örorku. Hárgreiðslustóll ekki með nokkru móti búnaður sem sérstök hætta stafi af Í dómi Hæstaréttar var lagt til grundvallar að orsök þess að konan féll í gólfið hefði verið sú að málmfesting sem hélt uppi armi stólsins hefði brotnað. Hæstiréttur tók fram að í dómaframkvæmd hefðu almennt verið lagðar ríkar skyldu á eigendur eða umráðamenn fasteigna, þar sem rekin er verslunar- eða þjónustustarfsemi sem laðar að viðskiptavini, til að gera ráðstafanir sem sanngjarnar mættu teljast til að tryggja öryggi þeirra. Til þess yrði þó að líta að kröfur til viðhalds og eftirlits með búnaði yrðu að vera í eðlilegu samhengi við hættueiginleika hans, aldur og endingartíma, svo og eftirlits- og viðhaldsþörf. Hárgreiðslustóll gæti með engu móti talist tæki eða búnaður sem sérstök hætta stafi af þótt óhöpp geti vissulega orðið við notkun slíkra stóla. Ekki fallist á snúa þyrfti sönnunarbyrðinni við Ekki var talið að konan hefði fært sönnur á að tjón hennar yrði rakið til saknæmrar vanrækslu hárgreiðslustofunnar á viðhaldi stólsins eða eftirliti með honum. Þá var ekki talið að sá dráttur sem varð á því að Sjóvá tilkynnti hárgreiðslustofunni um tjónstilkynningu konunnar eða tregða hárgreiðslustofunnar til að upplýsa um það hver gert hefði við stólinn ætti að leiða til þess að sönnunarbyrði um saknæma vanrækslu vátryggingartaka yrði snúið við.
Tryggingar Dómsmál Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira