Stórbætum samgöngur Logi Einarsson skrifar 3. maí 2024 11:16 Mikilvægi öruggra samgangna er gríðarlegt hagsmunamál íbúa landsins. Ekki síst fólks sem býr á landsbyggðinni, í ljósi sérstæðrar búsetusamsetningar þjóðarinnar. Árið 1900 bjuggu um 11% þjóðarinnar á höfuðborgarsvæðinu en eru nú nær 70%. Þetta hefur m.a. haft það í för með sér að lang stærsti hluti sérhæfðrar þjónustu hefur byggst þar upp en hefur á sama tíma látið undan á landsbyggðunum. Þrátt fyrir þetta eru fjárfestingar á Íslandi í samgöngum aðeins 0,5% af vergri landsframleiðslu. Í nýju útspili okkar í Samfylkingunni sem ber yfirskriftina Krafa um árangur í atvinnu samgöngumálum erum við mjög skýr um hvað þarf að gerast í samgöngumálum á Íslandi. Okkar grundvallarkrafa er meðal annars að fjárfestingar í samgöngum fari aftur upp í meðaltal OECD ríkja fyrir árið 2030 og verði 1% af vergri landsframleiðslu. Í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa framkvæmdir við 0 jarðgöng hafist og Samtök iðnaðarins hafa metið núverandi innviðaskuld á um 5% af vergri landsframleiðslu. Við erum fámenn þjóð í stóru landi og munum aldrei geta byggt upp mjög sérhæfða þjónustu um allt land. Þess vegna þurfum við öflugri samgöngur; til að fólk geti sótt sér hana í nálægð byggðarlög eða geti treyst á öruggar og betri samgöngur til Reykjavíkur. Við sjáum t.d stöðuna á Sjúkrahúsinu á Akureyri en stofnunin hefur átt í vök að verjast síðustu ár. Sérfræðiþjónustu þar hefur farið minnkandi með þeim afleiðingum að margfalt fleiri sjúklingar þurfa að leita suður en þörf væri á. Upptökusvæði SAK, sem er annað tveggja skilgreindra sjúkrahúsa landsins, er allt Norður- og Austurland. Áætlað er að yfir 20.000 sjúklingar af því svæði þurfi að leita alla leið til Reykjavíkur árlega. Svipaða sögu má segja um margvíslega aðra þjónustu.. Samgöngumál eru mikilvægt heilbrigðismál en einnig mennta-, menningar-, atvinnu- og byggðamál. Síðast en ekki síst öryggismál. Í könnun sem gerð var fyrir nokkrum misserum kom í ljós að stór hluti íbúa í Fjallabyggðar, ekki síst konur, fann fyrir miklu óöryggi vegna slæms ástands samgangna á Tröllaskaga. Þeir sækja síður atvinnu í nálæga byggðarkjarna, jafnvel innan sama sveitarfélags og veigra sér við að sækja þangað nauðsynlega þjónustu. Augljóst er hvaða áhrif þetta hefur þegar fólk velur sér stað til búsetu. Sama má auðvitað segja um íbúa á Vestfjörðum og Austurlandi, þar sem íbúar t.d. á Seyðisfirði eru innilokaðir svo dögum skiptir yfir vetrarmánuðina. Án þess að búa við ýmsa þjónustu sem þeim skal þó tryggð samkvæmt lögum. Samfylkingin vill framfarir í samgöngumálum um land allt. Til þess þarf að lyfta fjárfestingum í samgöngum aftur upp um flokk. Hægagangur síðustu ára er hreinlega ekki lengur í boði. Hér getur þú kynnt þér nánar um aðgerðir til árangurs í samgöngumálum. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Samfylkingin Samgöngur Alþingi Byggðamál Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mikilvægi öruggra samgangna er gríðarlegt hagsmunamál íbúa landsins. Ekki síst fólks sem býr á landsbyggðinni, í ljósi sérstæðrar búsetusamsetningar þjóðarinnar. Árið 1900 bjuggu um 11% þjóðarinnar á höfuðborgarsvæðinu en eru nú nær 70%. Þetta hefur m.a. haft það í för með sér að lang stærsti hluti sérhæfðrar þjónustu hefur byggst þar upp en hefur á sama tíma látið undan á landsbyggðunum. Þrátt fyrir þetta eru fjárfestingar á Íslandi í samgöngum aðeins 0,5% af vergri landsframleiðslu. Í nýju útspili okkar í Samfylkingunni sem ber yfirskriftina Krafa um árangur í atvinnu samgöngumálum erum við mjög skýr um hvað þarf að gerast í samgöngumálum á Íslandi. Okkar grundvallarkrafa er meðal annars að fjárfestingar í samgöngum fari aftur upp í meðaltal OECD ríkja fyrir árið 2030 og verði 1% af vergri landsframleiðslu. Í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa framkvæmdir við 0 jarðgöng hafist og Samtök iðnaðarins hafa metið núverandi innviðaskuld á um 5% af vergri landsframleiðslu. Við erum fámenn þjóð í stóru landi og munum aldrei geta byggt upp mjög sérhæfða þjónustu um allt land. Þess vegna þurfum við öflugri samgöngur; til að fólk geti sótt sér hana í nálægð byggðarlög eða geti treyst á öruggar og betri samgöngur til Reykjavíkur. Við sjáum t.d stöðuna á Sjúkrahúsinu á Akureyri en stofnunin hefur átt í vök að verjast síðustu ár. Sérfræðiþjónustu þar hefur farið minnkandi með þeim afleiðingum að margfalt fleiri sjúklingar þurfa að leita suður en þörf væri á. Upptökusvæði SAK, sem er annað tveggja skilgreindra sjúkrahúsa landsins, er allt Norður- og Austurland. Áætlað er að yfir 20.000 sjúklingar af því svæði þurfi að leita alla leið til Reykjavíkur árlega. Svipaða sögu má segja um margvíslega aðra þjónustu.. Samgöngumál eru mikilvægt heilbrigðismál en einnig mennta-, menningar-, atvinnu- og byggðamál. Síðast en ekki síst öryggismál. Í könnun sem gerð var fyrir nokkrum misserum kom í ljós að stór hluti íbúa í Fjallabyggðar, ekki síst konur, fann fyrir miklu óöryggi vegna slæms ástands samgangna á Tröllaskaga. Þeir sækja síður atvinnu í nálæga byggðarkjarna, jafnvel innan sama sveitarfélags og veigra sér við að sækja þangað nauðsynlega þjónustu. Augljóst er hvaða áhrif þetta hefur þegar fólk velur sér stað til búsetu. Sama má auðvitað segja um íbúa á Vestfjörðum og Austurlandi, þar sem íbúar t.d. á Seyðisfirði eru innilokaðir svo dögum skiptir yfir vetrarmánuðina. Án þess að búa við ýmsa þjónustu sem þeim skal þó tryggð samkvæmt lögum. Samfylkingin vill framfarir í samgöngumálum um land allt. Til þess þarf að lyfta fjárfestingum í samgöngum aftur upp um flokk. Hægagangur síðustu ára er hreinlega ekki lengur í boði. Hér getur þú kynnt þér nánar um aðgerðir til árangurs í samgöngumálum. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun