Borgar þú 65 prósent skatt af þínum tekjum? Guðfinnur Sigurvinsson skrifar 4. maí 2024 15:01 Ég er einyrki. Ég er rakari sem fór í einkaskóla til að læra iðngreinina sem ég elska og greiddi allan kostnað af náminu sjálfur eða rúmar tvær milljónir króna. Íslenska ríkið styrkti mig ekki um eina krónu. Launin sem ég fæ hver mánaðamót ráðast eingöngu af fjölda þeirra sem ég klippi og eru þannig breytileg. Ég þarf að leggja fyrir til að eiga fyrir stuttu sumarfríi og að geta tekið veikindadaga. Ég greiði fullan tekjuskatt eins og aðrir borgarar landsins og til viðbótar fullan virðisaukaskatt af vinnu minni með eigin höndum. Þannig greiði ég um 65% skatt af innkomunni. Þegar við bætist stólaleiga og rekstrarkostnaður minn (kaupi öll tæki og tól sjálfur) má með sanni segja að um og innan við 30% innkomunnar rati í minn vasa. — Er það sanngjarnt? Þessi rekstrarskilyrði hafa orðið til þess að of margt fólk í minni iðngrein vinnur sér til húðar. Keppist við að stytta þjónustutíma til að koma fleirum að sem bitnar á þjónustugæðum og er mikið álag. Það vinnur fram á kvöld, um helgar og á rauðum dögum til að standa undir sér. Þetta á auðvitað ekki að vera svona og er engum hollt. Það er líka vinna að byggja upp þessa vinnu. Þú þarft að markaðssetja þig sem fagmann og beinlínis sækja þér viðskiptavini fyrstu árin. Bjóða fríar klippingar í fyrstu heimsókn eða fyrir málamyndagjald. Ella verður mjög hægur eða enginn vöxtur. Mér hefur gengið vel í þessum efnum enda lagt mikið í þá vinnu sem fer fram á kvöldin eftir langan vinnudag. Ég lifi lífi sem kalla mætti ef það væri háskólakúrs „Kapitalismi 103.” Að öllu leyti nema því að ágóða erfiðis míns fær íslenska ríkið. Sem gengur gegn grunnreglu hins frjálsa markaðshagkerfis og gerir það marklaust. Ég held litlu sem engu til áframhaldandi vaxtar. Mun betra var fyrir mig fjárhagslega að sitja tilgangslausa fundi, svara tölvupóstum og drekka pumpukaffi í vinnu fyrir hið opinbera – en um leið auðvitað andlegur dauði. Tilviljanakenndur virðisaukaskattur Ég þekki fólk sem framleiðir sjónvarpsefni og fær til þess ríkisstyrki og það greiðir engan virðisauka af sinni vinnu því þetta flokkast sem menning. Tannlæknar sem vinna líka með höndunum greiða heldur ekki vsk því það er heilbrigðisþjónusta. Að setja hársnyrta til jafns við iðnaðarmenn í byggingariðnaði þar sem einstök verk geta aflað þeim mikilla tekna, svo hleypur á milljónum króna, er ekki líku saman að jafna. Það að setja virðisaukaskatt ofan á tekjuskatt hársnyrta, harðduglega einyrkja, gerir það að verkum að þau sem eru í stólaleigu gefa upp á sig lægri tekjur sem síðar bitnar á lífeyrisgreiðslum til þeirra. Og já, við skattpíningu blómstrar svarta hagkerfið og erfitt að áfellast nokkurn fyrir að bjarga sér við svo óhagfelldar aðstæður. En er það allra hagur? Áhugaleysi Sjálfstæðisflokks tækifæri Kristrúnar? Ég hef gert margar tilraunir til að vekja athygli þingmanna á þessu, einkum míns flokks Sjálfstæðisflokksins þar sem blómlegt atvinnulíf, athafnafrelsi og lægri skattheimta sem tryggir að hinn duglegi nýtur eigin uppskeru, á að vera grunnstef. Fólki bregður að heyra tölurnar en gerir svo ekkert meira með upplýsingarnar. Babblar eitthvað í barm sér. Við erum ekki nógu stór til að velja áhuga þeirra enda er hársnyrtiiðn undirgrein innan Samtaka iðnaðarins en ekki atvinnuvegur með sterka talsmenn og samskiptastjóra í fullri vinnu eins og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eða Bændasamtökin. Hagsmunafélög sem hafa dagskrárvald og greitt aðgengi að fjölmiðlum. Það gerir hins vegar óréttlæti skattheimtunnar ekkert minna. Gjör rétt, þol ei órétt… muniði? Ég er orðinn alveg skelfilega leiður á textuðum örmyndböndum og glansandi Canva-spjöldum þar sem þingvinir mínir í Sjálfstæðisflokknum, sem óþægilega mörg hafa ekki stundað rekstur eða stigið fæti í einkageirann, fara með einhverjar loftkenndar frelsismöntrur en boða engar alvöru breytingar eða upplýsa um yfirstandandi vinnslu þeirra. Þetta er auðvitað bara teknókratismi og sýndarstjórnmál sem enginn kaupir lengur, ekki einu sinni ykkar eigið fólk. Ef alvöru samkeppni væri á hægri væng stjórnmála yrðu eyru mín sperrt og augun opin. Vinstri flokkar hafa reyndar af og til lýst vilja til að auka svigrúm „lítilla og meðalstórra” fyrirtækja. Minna verður fyrirtækið ekki en í formi einyrkjans. Þannig að hér er kannski lag fyrir Samfylkingu Kristrúnar Frostadóttur sem vill færa gömlu hægri kratana heim á sinn bás? Við þetta má bæta að margar hársnyrtistofur greiða vísitölutengda húsaleigu sem fyrir er há á fjölförnum stöðum en hafa um leið ekki vísitölutengda verðskrá. Þannig þegar viðskiptavinurinn greiðir fyrir klippinguna sína er hún niðurgreidd af fagmanni og rakarinn er í rauninni fjármálaráðherra en ekki sá sem stendur við posann. Að lokum þetta Ég vil glaður greiða minn sanngjarna skerf til samfélagsins en þegar ég sé til dæmis að skattarnir mínir renna í að greiða skólamáltíðir barna og unglinga sem klæðast Moncler-dúnúlpum og fara fjórum sinnum á ári til útlanda með foreldrum sínum, sem með réttu eiga að fæða börn sín, þá fæ ég gubb í hálsinn. Eitt er að greiða sanngjarnan skatt fyrir alvöru velferð og nauðsynlega opinbera þjónustu en annað gervivelferð og tóma þvælu kjörinni fulltrúa til að mæta skálduðum þjónustuþörfum sem hvergi eiga sér stoð í raunveruleikanum. Lækkum frekar skatta, einföldum og afnemum þá sem eru íþyngjandi, sinnum opinberum verkefnum sem þarf að sinna og gefum skapandi athafnafólki rými til að vaxtar. Það er vit og hvati í því. Höfundur er rakari og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Guðfinnur Sigurvinsson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Ég er einyrki. Ég er rakari sem fór í einkaskóla til að læra iðngreinina sem ég elska og greiddi allan kostnað af náminu sjálfur eða rúmar tvær milljónir króna. Íslenska ríkið styrkti mig ekki um eina krónu. Launin sem ég fæ hver mánaðamót ráðast eingöngu af fjölda þeirra sem ég klippi og eru þannig breytileg. Ég þarf að leggja fyrir til að eiga fyrir stuttu sumarfríi og að geta tekið veikindadaga. Ég greiði fullan tekjuskatt eins og aðrir borgarar landsins og til viðbótar fullan virðisaukaskatt af vinnu minni með eigin höndum. Þannig greiði ég um 65% skatt af innkomunni. Þegar við bætist stólaleiga og rekstrarkostnaður minn (kaupi öll tæki og tól sjálfur) má með sanni segja að um og innan við 30% innkomunnar rati í minn vasa. — Er það sanngjarnt? Þessi rekstrarskilyrði hafa orðið til þess að of margt fólk í minni iðngrein vinnur sér til húðar. Keppist við að stytta þjónustutíma til að koma fleirum að sem bitnar á þjónustugæðum og er mikið álag. Það vinnur fram á kvöld, um helgar og á rauðum dögum til að standa undir sér. Þetta á auðvitað ekki að vera svona og er engum hollt. Það er líka vinna að byggja upp þessa vinnu. Þú þarft að markaðssetja þig sem fagmann og beinlínis sækja þér viðskiptavini fyrstu árin. Bjóða fríar klippingar í fyrstu heimsókn eða fyrir málamyndagjald. Ella verður mjög hægur eða enginn vöxtur. Mér hefur gengið vel í þessum efnum enda lagt mikið í þá vinnu sem fer fram á kvöldin eftir langan vinnudag. Ég lifi lífi sem kalla mætti ef það væri háskólakúrs „Kapitalismi 103.” Að öllu leyti nema því að ágóða erfiðis míns fær íslenska ríkið. Sem gengur gegn grunnreglu hins frjálsa markaðshagkerfis og gerir það marklaust. Ég held litlu sem engu til áframhaldandi vaxtar. Mun betra var fyrir mig fjárhagslega að sitja tilgangslausa fundi, svara tölvupóstum og drekka pumpukaffi í vinnu fyrir hið opinbera – en um leið auðvitað andlegur dauði. Tilviljanakenndur virðisaukaskattur Ég þekki fólk sem framleiðir sjónvarpsefni og fær til þess ríkisstyrki og það greiðir engan virðisauka af sinni vinnu því þetta flokkast sem menning. Tannlæknar sem vinna líka með höndunum greiða heldur ekki vsk því það er heilbrigðisþjónusta. Að setja hársnyrta til jafns við iðnaðarmenn í byggingariðnaði þar sem einstök verk geta aflað þeim mikilla tekna, svo hleypur á milljónum króna, er ekki líku saman að jafna. Það að setja virðisaukaskatt ofan á tekjuskatt hársnyrta, harðduglega einyrkja, gerir það að verkum að þau sem eru í stólaleigu gefa upp á sig lægri tekjur sem síðar bitnar á lífeyrisgreiðslum til þeirra. Og já, við skattpíningu blómstrar svarta hagkerfið og erfitt að áfellast nokkurn fyrir að bjarga sér við svo óhagfelldar aðstæður. En er það allra hagur? Áhugaleysi Sjálfstæðisflokks tækifæri Kristrúnar? Ég hef gert margar tilraunir til að vekja athygli þingmanna á þessu, einkum míns flokks Sjálfstæðisflokksins þar sem blómlegt atvinnulíf, athafnafrelsi og lægri skattheimta sem tryggir að hinn duglegi nýtur eigin uppskeru, á að vera grunnstef. Fólki bregður að heyra tölurnar en gerir svo ekkert meira með upplýsingarnar. Babblar eitthvað í barm sér. Við erum ekki nógu stór til að velja áhuga þeirra enda er hársnyrtiiðn undirgrein innan Samtaka iðnaðarins en ekki atvinnuvegur með sterka talsmenn og samskiptastjóra í fullri vinnu eins og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eða Bændasamtökin. Hagsmunafélög sem hafa dagskrárvald og greitt aðgengi að fjölmiðlum. Það gerir hins vegar óréttlæti skattheimtunnar ekkert minna. Gjör rétt, þol ei órétt… muniði? Ég er orðinn alveg skelfilega leiður á textuðum örmyndböndum og glansandi Canva-spjöldum þar sem þingvinir mínir í Sjálfstæðisflokknum, sem óþægilega mörg hafa ekki stundað rekstur eða stigið fæti í einkageirann, fara með einhverjar loftkenndar frelsismöntrur en boða engar alvöru breytingar eða upplýsa um yfirstandandi vinnslu þeirra. Þetta er auðvitað bara teknókratismi og sýndarstjórnmál sem enginn kaupir lengur, ekki einu sinni ykkar eigið fólk. Ef alvöru samkeppni væri á hægri væng stjórnmála yrðu eyru mín sperrt og augun opin. Vinstri flokkar hafa reyndar af og til lýst vilja til að auka svigrúm „lítilla og meðalstórra” fyrirtækja. Minna verður fyrirtækið ekki en í formi einyrkjans. Þannig að hér er kannski lag fyrir Samfylkingu Kristrúnar Frostadóttur sem vill færa gömlu hægri kratana heim á sinn bás? Við þetta má bæta að margar hársnyrtistofur greiða vísitölutengda húsaleigu sem fyrir er há á fjölförnum stöðum en hafa um leið ekki vísitölutengda verðskrá. Þannig þegar viðskiptavinurinn greiðir fyrir klippinguna sína er hún niðurgreidd af fagmanni og rakarinn er í rauninni fjármálaráðherra en ekki sá sem stendur við posann. Að lokum þetta Ég vil glaður greiða minn sanngjarna skerf til samfélagsins en þegar ég sé til dæmis að skattarnir mínir renna í að greiða skólamáltíðir barna og unglinga sem klæðast Moncler-dúnúlpum og fara fjórum sinnum á ári til útlanda með foreldrum sínum, sem með réttu eiga að fæða börn sín, þá fæ ég gubb í hálsinn. Eitt er að greiða sanngjarnan skatt fyrir alvöru velferð og nauðsynlega opinbera þjónustu en annað gervivelferð og tóma þvælu kjörinni fulltrúa til að mæta skálduðum þjónustuþörfum sem hvergi eiga sér stoð í raunveruleikanum. Lækkum frekar skatta, einföldum og afnemum þá sem eru íþyngjandi, sinnum opinberum verkefnum sem þarf að sinna og gefum skapandi athafnafólki rými til að vaxtar. Það er vit og hvati í því. Höfundur er rakari og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun