Stöð 2 Sport
Klukkan 19.00 hefst útsending frá Kópavogsvelli þar sem Breiðablik mætir Val í stórleik helgarinnar í Bestu deild karla. Klukkan 21.20 er Stúkan á dagskrá. Þar verður farið yfir 5. umferð Bestu deildar karla.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 20.00 er Lögmál leiksins á dagskrá. Þar verður farið yfir það helsta sem hefur gerst í NBA-deildinni í körfubolta undanfarna viku en úrslitakeppni deildarinnar er nú í gangi.
Stöð 2 Sport 3
Klukkan 15.50 er leikur Salernitana og Atalanta í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í fótbolta, á dagskrá. Klukkan 18.35 er komið að leik Udinese og Napolí í sömu deild.
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 18.50 er leikur Lille og Lyon í frönsku úrvalsdeild karla í fótbolta á dagskrá. Hákon Arnar Haraldsson er leikmaður Lille.
Stöð 2 Sport 5
Klukkan 18.45 mætast Grindavík og Njarðvík í undanúrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta. Njarðvík er einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitum.
Klukkan 21.00 er Körfuboltakvöld kvenna á dagskrá.
Vodafone Sport
Klukkan 17.25 er leikur Nürnberg og RB Leipzig í þýsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta á dagskrá. Selma Sól Magnúsdóttir er leikmaður Nürnberg.