Stærstu stjörnur rappsins bera hvor annan þungum sökum Jón Þór Stefánsson skrifar 6. maí 2024 14:59 Drake og Kendrick Lamar keppast um að semja lög um hvor annan, en markmið beggja er að mála hinn upp í sem verstu ljósi. Getty Mikil ólga er nú í rappheimum vestanhafs. Tveir af frægustu röppurum heims, og í raun talsvert fleiri rapparar, elda grátt silfur sín á milli um þessar mundir. Hinn kanadíski Drake og hinn bandaríski Kendrick Lamar bera hvor annan þungum sökum sem varða meðal annars heimilisofbeldi og barnagirnd. Erjur Drake og Kendricks eiga sér nokkuð langa forsögu, og sumir rekja þær aftur til ársins 2013, en svo virðist sem óvild þeirra í garð hvors annars hafi komið upp á yfirborðið á síðustu mánuðum og virkilega sprungið út í nýliðinni viku, sérstaklega um helgina. Bardaginn fer fram á tónlistar- og ritvellinum. Rappararnir tveir skiptast nú á að gefa út svokölluð disslög til höfuðs hvorum öðrum. Frá síðasta þriðjudegi hafa þeir samanlagt gefið út sex lög í þessari deilu. Þrætumálið snerist að miklu leyti um það hver væri besti rapparinn, en hefur á síðustu dögum orðið talsvert persónulegra. Þann nítjánda apríl síðastliðinn gaf Drake út tvö lög, Push Ups og Taylor Made Freestyle. Í þeim gagnrýnir hann fjölda tónlistarmanna, líkt og Metro Boomin, Future, The Weeknd og Rick Ross, en beindi sjónum sínum sérstaklega að Kendrick. Drake gerir gys að hæð Kendricks, sem er fremur lágvaxinn. Og setur út á að Kendrick vinni með poppurum eins og Taylor Swift. Í Taylor Made Freestyle notaðist Drake við gervigreind sem hermdi eftir röddum annarra rappara, Snoop Dogg og Tupacs heitins Shakur. Aðstandendur Shakur voru ósáttir með notkun Drake á röddinni og hótuðu að fara í hart, en að endingu tók Drake lagið af netinu. Þann þrítugasta apríl brást Kendrick Lamar við þessari atlögu Drake og gaf sjálfur út lagið Euphoria. Titillinn er líklega ekki vísun í Eurovison-lag Loreen heldur vinsæla sjónvarpsþætti sem Drake framleiðir og heita sama nafni. Í textanum segist Kendrick hreinlega hata Drake og gefur til kynna að hann sé með magavöðva sem hafi orðið til fyrir tilstilli ónáttúrulegra aðferða. Þar að auki vill Kendrick meina að uppeldisaðferðir Drake séu ekki til fyrirmyndar. Þess má geta að Drake á eitt barn svo vitað sé til, sex ára gamlan soninn Adonis, en frekari meintar barneignir hans hafa verið til umfjöllunar í þessum disslögum. Þá er vert að nefna að tilvist Adonis varð almenningi ekki ljós fyrr en rapparinn Pusha T opinberaði að Drake ætti barn í öðrum rapperjum árið 2017. Þann þriðja maí gaf Kendrick út annað lag 6:16 in LA, en það kom einungis út á samfélagsmiðlum. Sama dag svaraði Drake fullum hálsi með Family Matters. Í laginu er því haldið fram að Kendrick hafi beitt unnustu sína, Whitney Alford, heimilisofbeldi. Þar að auki er fullyrt að annað tveggja barna Kendricks sé rangfeðrað. Kendrick svaraði um hæl. Um það bil tuttugu mínútum eftir að Family Matters kom út gaf Kendrick út lagið Meet the Grahams. Titillinn er vísun í raunverulegt eftirnafn Drake sem heitir Aubrey Drake Graham fullu nafni. Texti lagsins er í eins konar rammafrásögn. Kendrick skrifar fjölskyldumeðlimum Drake bréf þar sem hann fjallar um og gagnrýnir Drake harðlega. Kendrick líkir andstæðingi sínum við kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein, sem hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi í garð fjölda kvenna. Drake er kallaður kynferðisafbrotamaður, sakaður um að halda úti eða taka þátt í mansalshring, og sagður hafa brotið á barnungum stúlkum. Þar að auki er eitt áðurnefndra bréfa Kendricks stílað á ellefu ára gamla dóttur Drake. Tilvist þessarar dóttur er alls óvís, en Drake afneitar henni. Daginn eftir, þann fjórða maí, gaf Kendrick út enn eitt lagið Not Like Us. Í því tvíeflist hann í fullyrðingum um mansalshringin og barnagirnd Drake. Í gær, fimmta maí, brást Drake við með The Heart Part 6. Titillin vísar til laga Kendricks sem heita þessu sama nafni, The Heart, en Kendrick hefur samið fyrstu fimm hlutana. Drake neitar ásökunum Kendricks í laginu, og vill meina að hann sjálfur og teymi hans hafi komið fölskum orðrómi af stað um áðurnefnda ellefu ára gamla dóttur. Það hafi verið beita og Kendrick hafi látið platast og fallið fyrir lygasögunni. Þá minnist Drake aftur á meint heimilsofbeldi Kendricks og fullyrðir að hann hafi ekki fengið að hitta börnin sín í sex mánuði. Í kjölfar útspils síns sagði Drake á samfélagsmiðlum að hann ætti von á því að Kendrick myndi svara von bráðar. Tónlist Bandaríkin Kanada Hollywood Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Erjur Drake og Kendricks eiga sér nokkuð langa forsögu, og sumir rekja þær aftur til ársins 2013, en svo virðist sem óvild þeirra í garð hvors annars hafi komið upp á yfirborðið á síðustu mánuðum og virkilega sprungið út í nýliðinni viku, sérstaklega um helgina. Bardaginn fer fram á tónlistar- og ritvellinum. Rappararnir tveir skiptast nú á að gefa út svokölluð disslög til höfuðs hvorum öðrum. Frá síðasta þriðjudegi hafa þeir samanlagt gefið út sex lög í þessari deilu. Þrætumálið snerist að miklu leyti um það hver væri besti rapparinn, en hefur á síðustu dögum orðið talsvert persónulegra. Þann nítjánda apríl síðastliðinn gaf Drake út tvö lög, Push Ups og Taylor Made Freestyle. Í þeim gagnrýnir hann fjölda tónlistarmanna, líkt og Metro Boomin, Future, The Weeknd og Rick Ross, en beindi sjónum sínum sérstaklega að Kendrick. Drake gerir gys að hæð Kendricks, sem er fremur lágvaxinn. Og setur út á að Kendrick vinni með poppurum eins og Taylor Swift. Í Taylor Made Freestyle notaðist Drake við gervigreind sem hermdi eftir röddum annarra rappara, Snoop Dogg og Tupacs heitins Shakur. Aðstandendur Shakur voru ósáttir með notkun Drake á röddinni og hótuðu að fara í hart, en að endingu tók Drake lagið af netinu. Þann þrítugasta apríl brást Kendrick Lamar við þessari atlögu Drake og gaf sjálfur út lagið Euphoria. Titillinn er líklega ekki vísun í Eurovison-lag Loreen heldur vinsæla sjónvarpsþætti sem Drake framleiðir og heita sama nafni. Í textanum segist Kendrick hreinlega hata Drake og gefur til kynna að hann sé með magavöðva sem hafi orðið til fyrir tilstilli ónáttúrulegra aðferða. Þar að auki vill Kendrick meina að uppeldisaðferðir Drake séu ekki til fyrirmyndar. Þess má geta að Drake á eitt barn svo vitað sé til, sex ára gamlan soninn Adonis, en frekari meintar barneignir hans hafa verið til umfjöllunar í þessum disslögum. Þá er vert að nefna að tilvist Adonis varð almenningi ekki ljós fyrr en rapparinn Pusha T opinberaði að Drake ætti barn í öðrum rapperjum árið 2017. Þann þriðja maí gaf Kendrick út annað lag 6:16 in LA, en það kom einungis út á samfélagsmiðlum. Sama dag svaraði Drake fullum hálsi með Family Matters. Í laginu er því haldið fram að Kendrick hafi beitt unnustu sína, Whitney Alford, heimilisofbeldi. Þar að auki er fullyrt að annað tveggja barna Kendricks sé rangfeðrað. Kendrick svaraði um hæl. Um það bil tuttugu mínútum eftir að Family Matters kom út gaf Kendrick út lagið Meet the Grahams. Titillinn er vísun í raunverulegt eftirnafn Drake sem heitir Aubrey Drake Graham fullu nafni. Texti lagsins er í eins konar rammafrásögn. Kendrick skrifar fjölskyldumeðlimum Drake bréf þar sem hann fjallar um og gagnrýnir Drake harðlega. Kendrick líkir andstæðingi sínum við kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein, sem hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi í garð fjölda kvenna. Drake er kallaður kynferðisafbrotamaður, sakaður um að halda úti eða taka þátt í mansalshring, og sagður hafa brotið á barnungum stúlkum. Þar að auki er eitt áðurnefndra bréfa Kendricks stílað á ellefu ára gamla dóttur Drake. Tilvist þessarar dóttur er alls óvís, en Drake afneitar henni. Daginn eftir, þann fjórða maí, gaf Kendrick út enn eitt lagið Not Like Us. Í því tvíeflist hann í fullyrðingum um mansalshringin og barnagirnd Drake. Í gær, fimmta maí, brást Drake við með The Heart Part 6. Titillin vísar til laga Kendricks sem heita þessu sama nafni, The Heart, en Kendrick hefur samið fyrstu fimm hlutana. Drake neitar ásökunum Kendricks í laginu, og vill meina að hann sjálfur og teymi hans hafi komið fölskum orðrómi af stað um áðurnefnda ellefu ára gamla dóttur. Það hafi verið beita og Kendrick hafi látið platast og fallið fyrir lygasögunni. Þá minnist Drake aftur á meint heimilsofbeldi Kendricks og fullyrðir að hann hafi ekki fengið að hitta börnin sín í sex mánuði. Í kjölfar útspils síns sagði Drake á samfélagsmiðlum að hann ætti von á því að Kendrick myndi svara von bráðar.
Tónlist Bandaríkin Kanada Hollywood Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira