Enok ákærður fyrir að fleygja manni niður tröppur og berja annan Árni Sæberg skrifar 7. maí 2024 17:03 Aðalmeðferð í máli Enoks fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Enok hefur verið í sviðsljósinu undanfarið vegna þess að hann er kærasti og barnsfaðir Birgittu Lífar Björnsdóttur áhrifavalds. Vísir Enok Vatnar Jónsson, sjó- og athafnamaður, hefur verið ákærður fyrir tvær grófar líkamsárásir. Við framkvæmd annarrar þeirra henti hann brotaþola niður tröppur. Aðalmeðferð fór fram í máli Enoks Vatnars og annars manns í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar voru tekin fyrir tvö mál, annað á hendur þeim báðum og hitt á hendur Enoki einum. Tröðkuðu á höfði manns í félagi við óþekktan þriðja mann Í ákæru, sem Vísir hefur undir höndum, segir að mennirnir sæti ákæru fyrir að hafa í júlí árið 2022, fyrir utan veitingastað við Laugaveg, veist með ofbeldi að ónafngreindum manni. Þeir hafi veitt honum ítrekuð hnefahögg í andlit, höfuð og líkama, sparkað ítrekað í líkama brotaþola, Enok síðan fleygt honum niður tröppur og mennirnir báðir, auk óþekkta mannsins, í kjölfarið sparkað ítrekað í brotaþola og traðkað á höfði hans þar sem hann lá. Af þessu hafi brotaþoli hlotið viðbeinsbrot, skurð á eyrnasnepli sem náði í gegnum snepilinn, opið sár á höfði, yfirborðsáverka á höfði, roða og bólgu á víð og dreif um handleggi og mar og skrámur á hægra hné. Braut augntóttargólf með ítrekuðum höggum Hin ákæran er gegn Enoki fyrir líkamsárás í byrjun júlí árið 2021 á skemmtistað við Austurstræti í Reykjavík, með því að veitast með ofbeldi að ónafngreindum manni og slá hann fjórum höggum í andlit. Afleiðingar þess hafi verið að brotaþoli hlaut augntóttargólfsbrot, auk verulegrar bólgu yfir hægra auga og höfuðverk. Bæði brot eru talin varða við ákvæði almennra hegningarlaga um líkamsárás, sem varðar allt að þriggja ára fangelsi. Ákæruvaldið krefst því að báðir sakborningar verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá eru gerðar einkaréttarkröfur á hendur báðum mönnum fyrir hönd brotaþola í fyrra málinu. Þess er krafist að þeir greiði hvor um sig 1,5 milljón í miskabætur og að Enok greiði 28 þúsund krónur í skaðabætur. Brotaþoli í seinna málinu gerir kröfu um hálfa milljón króna í miskabætur úr hendi Enoks. Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Enok opnar sig um hnífaárás: „Ég mæli ekki með að vera stunginn“ Enok Vatnar Jónsson, sjómaður og kærasti athafnakonunnar og áhrifavaldsins Birgittu Lífar Björnsdóttur, ber ör víða um líkamann eftir stunguárás í áramótapartýi. Hann segir frá árásinni í hlaðvarpsþættinum Götustrákar. 27. september 2023 12:01 Lögreglan rannsakar átökin við Vínbúðina Lögregla rannsakar nú slagsmál sem brutust út á bílastæðinu við Vínbúðina á Dalvegi í gærkvöld og hyggst taka skýrslur af tveimur einstaklingum sem voru handteknir í tengslum við málið. 19. ágúst 2023 15:52 „Sit inni í bíl og horfi á þessa gaura labba aftan að honum“ Birgitta Líf Björnsdóttir og kærasti hennar Enok Vatnar Jónsson ræða árásina sem hann varð fyrir við Vínbúð ÁTVR á Dalvegi í Kópavogi í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn. Birgittu grunar að árásarmennirnir tveir hafi elt þau að búðinni en kveðst ekki vita hvaðan árásin sé sprottin. 31. ágúst 2023 14:45 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Aðalmeðferð fór fram í máli Enoks Vatnars og annars manns í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar voru tekin fyrir tvö mál, annað á hendur þeim báðum og hitt á hendur Enoki einum. Tröðkuðu á höfði manns í félagi við óþekktan þriðja mann Í ákæru, sem Vísir hefur undir höndum, segir að mennirnir sæti ákæru fyrir að hafa í júlí árið 2022, fyrir utan veitingastað við Laugaveg, veist með ofbeldi að ónafngreindum manni. Þeir hafi veitt honum ítrekuð hnefahögg í andlit, höfuð og líkama, sparkað ítrekað í líkama brotaþola, Enok síðan fleygt honum niður tröppur og mennirnir báðir, auk óþekkta mannsins, í kjölfarið sparkað ítrekað í brotaþola og traðkað á höfði hans þar sem hann lá. Af þessu hafi brotaþoli hlotið viðbeinsbrot, skurð á eyrnasnepli sem náði í gegnum snepilinn, opið sár á höfði, yfirborðsáverka á höfði, roða og bólgu á víð og dreif um handleggi og mar og skrámur á hægra hné. Braut augntóttargólf með ítrekuðum höggum Hin ákæran er gegn Enoki fyrir líkamsárás í byrjun júlí árið 2021 á skemmtistað við Austurstræti í Reykjavík, með því að veitast með ofbeldi að ónafngreindum manni og slá hann fjórum höggum í andlit. Afleiðingar þess hafi verið að brotaþoli hlaut augntóttargólfsbrot, auk verulegrar bólgu yfir hægra auga og höfuðverk. Bæði brot eru talin varða við ákvæði almennra hegningarlaga um líkamsárás, sem varðar allt að þriggja ára fangelsi. Ákæruvaldið krefst því að báðir sakborningar verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá eru gerðar einkaréttarkröfur á hendur báðum mönnum fyrir hönd brotaþola í fyrra málinu. Þess er krafist að þeir greiði hvor um sig 1,5 milljón í miskabætur og að Enok greiði 28 þúsund krónur í skaðabætur. Brotaþoli í seinna málinu gerir kröfu um hálfa milljón króna í miskabætur úr hendi Enoks.
Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Enok opnar sig um hnífaárás: „Ég mæli ekki með að vera stunginn“ Enok Vatnar Jónsson, sjómaður og kærasti athafnakonunnar og áhrifavaldsins Birgittu Lífar Björnsdóttur, ber ör víða um líkamann eftir stunguárás í áramótapartýi. Hann segir frá árásinni í hlaðvarpsþættinum Götustrákar. 27. september 2023 12:01 Lögreglan rannsakar átökin við Vínbúðina Lögregla rannsakar nú slagsmál sem brutust út á bílastæðinu við Vínbúðina á Dalvegi í gærkvöld og hyggst taka skýrslur af tveimur einstaklingum sem voru handteknir í tengslum við málið. 19. ágúst 2023 15:52 „Sit inni í bíl og horfi á þessa gaura labba aftan að honum“ Birgitta Líf Björnsdóttir og kærasti hennar Enok Vatnar Jónsson ræða árásina sem hann varð fyrir við Vínbúð ÁTVR á Dalvegi í Kópavogi í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn. Birgittu grunar að árásarmennirnir tveir hafi elt þau að búðinni en kveðst ekki vita hvaðan árásin sé sprottin. 31. ágúst 2023 14:45 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Enok opnar sig um hnífaárás: „Ég mæli ekki með að vera stunginn“ Enok Vatnar Jónsson, sjómaður og kærasti athafnakonunnar og áhrifavaldsins Birgittu Lífar Björnsdóttur, ber ör víða um líkamann eftir stunguárás í áramótapartýi. Hann segir frá árásinni í hlaðvarpsþættinum Götustrákar. 27. september 2023 12:01
Lögreglan rannsakar átökin við Vínbúðina Lögregla rannsakar nú slagsmál sem brutust út á bílastæðinu við Vínbúðina á Dalvegi í gærkvöld og hyggst taka skýrslur af tveimur einstaklingum sem voru handteknir í tengslum við málið. 19. ágúst 2023 15:52
„Sit inni í bíl og horfi á þessa gaura labba aftan að honum“ Birgitta Líf Björnsdóttir og kærasti hennar Enok Vatnar Jónsson ræða árásina sem hann varð fyrir við Vínbúð ÁTVR á Dalvegi í Kópavogi í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn. Birgittu grunar að árásarmennirnir tveir hafi elt þau að búðinni en kveðst ekki vita hvaðan árásin sé sprottin. 31. ágúst 2023 14:45