Kannabis en ekki kjólar í kassanum Árni Sæberg skrifar 8. maí 2024 12:13 Sendingin var sögð innihalda kvenfatnað. Myndin er úr safni. FilippoBacci/Getty Karlmaður hefur verið dæmdur í fimm mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til að flytja inn 4,5 kíló af kannabisefnum. Hann reyndi að koma efnunum til landsins í hraðsendingu sem var merkt kvenfatnaði. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness, sem kvað upp dóm í fyrradag. Í dóminum segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir tilraun til fíkniefnalagabrots, með því að hafa staðið að innflutningi á 4.500 grömmum af maríhúana sem flytja átti til landsins í apríl 2023 með pakka frá DHL, en lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum hafi fundið efnin við eftirlit og komið þeim áfram til Íslands í hendur lögreglu hér á landi. Þá hafi hann einnig verið ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum, í sölu og dreifingarskyni, 50,55 grömm af maríhúana. Benti á annan Í dóminum segir að maðurinn hafi neitað sök hvað innflutninginn varðar en játað að hafa haft maríhúana í fórum sínum. Hann hafi sagt hjá lögreglu að hann hafi ekki flutt efnin til landsins. Hann hafi talið efnin tilheyra ónafngreindum manni, sem hafi áður verið tengdur honum. Reikul frjásögn Í niðurstöðukafla dómsins segir að framburður mannsins hjá lögreglu og fyrir dómi hafi verið nokkuð reikull og hann hafi að mati dómsins ekki gefið trúverðuga skýringu á því hvers vegna hann hafi verið skráður sem viðtakandi umræddrar pakkasendingar, sem og þeim fjölmörgu samskiptum sem hafi fundist við rannsókn á símtækjum þeim sem fundust við handtöku mannsins og höfðu meðal annars að geyma upplýsingar og skilaboð sem beinlínis lutu að sendingunni, þar á meðal samskipti við hinn ónafngreindan mann sem hafi haft að geyma ljósmynd af sendingarnúmeri pakkans og ljósrit reiknings vegna póstsendingarinnar. Bendi gögn málsins þvert á móti til þess að maðurinn hafi gert tilraun til innflutnings fíkniefnanna til landsins með pakkasendingu þeirri sem stöðvuð var af bandarískum lögregluyfirvöldum. Í ljósi þessa, sem og annarra gagna málsins, sé það mat dómsins að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi gerst sekur um tilraun til fíkniefnalagabrots og verði hann því sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök, það er fyrir tilraun til fíkniefnalagabrots, með því að hafa staðið að innflutningi umræddra fíkniefna sem flytja átti til landsins. Tapar smelluláspokum og þremur símum Sem áður segir var maðurinn dæmdur til fimm mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Hann var auk þess dæmdur til þess að sæta upptöku á 4.550 grömmum af maríhúana, smelluláspokum, A5 stílabók, ProScale grammavog, Samsung S8 farsíma, bláum Redmi farsíma, bláum Samsung farsíma, NOVA SIM korti, Vodafone SIM korti og One SIM korti, 150.000 krónum, 80 bandaríkjadollurum, 10 breskum pundum og 10 evrum. Þá greiði hann málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns 483.600 krónur. Fíkniefnabrot Dómsmál Pósturinn Smygl Kannabis Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness, sem kvað upp dóm í fyrradag. Í dóminum segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir tilraun til fíkniefnalagabrots, með því að hafa staðið að innflutningi á 4.500 grömmum af maríhúana sem flytja átti til landsins í apríl 2023 með pakka frá DHL, en lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum hafi fundið efnin við eftirlit og komið þeim áfram til Íslands í hendur lögreglu hér á landi. Þá hafi hann einnig verið ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum, í sölu og dreifingarskyni, 50,55 grömm af maríhúana. Benti á annan Í dóminum segir að maðurinn hafi neitað sök hvað innflutninginn varðar en játað að hafa haft maríhúana í fórum sínum. Hann hafi sagt hjá lögreglu að hann hafi ekki flutt efnin til landsins. Hann hafi talið efnin tilheyra ónafngreindum manni, sem hafi áður verið tengdur honum. Reikul frjásögn Í niðurstöðukafla dómsins segir að framburður mannsins hjá lögreglu og fyrir dómi hafi verið nokkuð reikull og hann hafi að mati dómsins ekki gefið trúverðuga skýringu á því hvers vegna hann hafi verið skráður sem viðtakandi umræddrar pakkasendingar, sem og þeim fjölmörgu samskiptum sem hafi fundist við rannsókn á símtækjum þeim sem fundust við handtöku mannsins og höfðu meðal annars að geyma upplýsingar og skilaboð sem beinlínis lutu að sendingunni, þar á meðal samskipti við hinn ónafngreindan mann sem hafi haft að geyma ljósmynd af sendingarnúmeri pakkans og ljósrit reiknings vegna póstsendingarinnar. Bendi gögn málsins þvert á móti til þess að maðurinn hafi gert tilraun til innflutnings fíkniefnanna til landsins með pakkasendingu þeirri sem stöðvuð var af bandarískum lögregluyfirvöldum. Í ljósi þessa, sem og annarra gagna málsins, sé það mat dómsins að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi gerst sekur um tilraun til fíkniefnalagabrots og verði hann því sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök, það er fyrir tilraun til fíkniefnalagabrots, með því að hafa staðið að innflutningi umræddra fíkniefna sem flytja átti til landsins. Tapar smelluláspokum og þremur símum Sem áður segir var maðurinn dæmdur til fimm mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Hann var auk þess dæmdur til þess að sæta upptöku á 4.550 grömmum af maríhúana, smelluláspokum, A5 stílabók, ProScale grammavog, Samsung S8 farsíma, bláum Redmi farsíma, bláum Samsung farsíma, NOVA SIM korti, Vodafone SIM korti og One SIM korti, 150.000 krónum, 80 bandaríkjadollurum, 10 breskum pundum og 10 evrum. Þá greiði hann málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns 483.600 krónur.
Fíkniefnabrot Dómsmál Pósturinn Smygl Kannabis Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira