Uppgjörið og viðtöl: Valur - Haukar 28-27 | Íslandsmeistarnir sluppu með skrekkinn Dagur Lárusson skrifar 9. maí 2024 16:15 vísir/Diego Íslandsmeistarar Vals tóku á móti Haukum í fyrsta leik einvígisins um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta en boðið var upp á afar spennandi leik og dramatík í lokin. Bæði lið komu í úrslitaeinvígið með mikið sjálfstraust þar sem bæði lið unnu mótherja sína 3-0. Valur sópaði ÍBV á meðan Haukar sópuðu Fram, fyrrum liði Stefáns, þjálfara liðsins. Fyrri hálfleikurinn var gríðarlega spennandi og voru það gestirnir í Haukum sem stýrði ferðinni til að byrja með. Elín Klara stýrði sóknarleik Hauka eins og herforingi eins og svo oft áður og vörn Vals var í tómum vandræðum með að ráða við hana. Þegar um fimmtán mínútur voru liðnar af hálfleiknum tók Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, leikhlé fyrir sitt lið í stöðinni 5-8 og lét sínar stelpur heyra það. Á þessum tímapunkti í leiknum hefði forysta Hauka verið mikið stærri ef það hefði ekki veri fyrir Hafdísi í markinu sem var að verja vel. Eftir þetta leikhlé fór leikurinn að jafnast út og þegar um fimm mínútur voru eftir af hálfleiknum voru Valsstelpur komar með forystuna, 12-11. Liðin skiptust síðan á að skora þangað til komið var að hálfleiknum og var staðan þá 16-16. Gestirnir stýrðu leiknum í upphafi seinni hálfleiks og lítið gekk upp hjá Íslandseisturunum. Ágúst tók tvö leikhlé með fjögurra mínútna millibili og ætti það að segja mikið um það hvað gekk á hjá Valsliðinu á þessum tímapunkti, þær voru skugginn af sjálfum sér. Það var hins vegar á 49. mínútu þar sem dróg til tíðinda en þá fékk Elín Klara tveggja mínútna brottvísun sem átti eftir að vera ákveðinn vendipunktur í leiknum. Á þessum tímapunkti voru Haukar með þriggja marka forystu en hún átti eftir að hverfa á einmitt þessu tveimur mínútum sem Elín Klara var utan vallar. Eftir þetta virtust gestirnir fara svolítið á taugum á meðan Íslandsmeisturunum óx ásmegin og náðu loks að landa sigri, 28-27. Atvik leiksins Atvik leiksins kom á 49. mínútu en það var þegar Elín Klara fékk brottvísun sína sem reyndist vera eina brottvísun leiksins. Elín Klara er svo mikilvæg þessu Haukaliði og þessar tvær mínútur án hennar voru virkilega erfiðar og því var þetta vendipunktur leiksins. Stjörnurnar og skúrkar Hafdís Renötludóttir hélt Valsliðinu inn í leiknum, það er alveg klárt mál. Íslandsmeistararnir voru skugginn af sjálfum sér í dag fyrir utan Hafdísi, ef það hefði ekki verið fyrir hana þá hefðu Haukar unnið þennan leik, það er klárt mál. Það er ekki hægt að nefna neinn leikmann sem skúrk í dag. Dómararnir Aðeins ein tveggja mínútna brottvísun kom í leiknum og ég vil meina að það sé merki um vel unnin störf hjá dómurunum. Stemningin og umgjörð Stemningin og umgjörðin var til fyrirmyndar. Það var svo gaman að horfa á þennan leik þar sem stuðningsmenn beggja liða voru vel með á nótunum í stúkunni og létu vel í sér heyra. Við vorum skugginn af sjálfum okkur Anna Úrsúla skoraði eitt mark fyrir Val í dag.Vísir/Hulda Margrét „Það er auðvitað frábært að sigra þetta svakalega flotta Haukalið,“ byrjaði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, að segja eftir sigur liðsins gegn Haukum. „Þær mættu bara tilbúnar í leikinn á meðan við vorum bara skugginn af sjálfum okkur. Þær spiluðu rosalega vel á okkur í sókninni og tóku vel á okkur í vörninni og mér fannst við ekkert byrja leikinn fyrr en það voru svona sjö mínútur eftir,“ hélt Anna áfram að segja. Anna var ekki klár á því af hverju liðið hafi ekki mætt tilbúið í leikinn. „Ég veit ekki hvað það er. Hvort við værum nú þegar að bíða eftir úrslitaleiknum eða hvað, ég get eiginlega ekki svarað því, hausinn var bara ekki rétt skrúfaður á.“ Anna vill meina að svona sigur muni gefa liðinu mikið. „Ég ætla rétt að vona að þessi leikur geri það að verkum að liðið mæti tilbúið í næsta leik. Mér finnst þessi tvö lið hafa borið af í vetur og það er því mjög gaman að kljást við Haukana og ná sigri er mjög sætt,“ endaði Anna Úrsúla að segja. Við spiluðum þessar mínútur mjög illa Díana Guðjónsdóttir.Vísir/Diego Díana Guðjónsdóttir, annar tveggja þjálfara Hauka, var að vonum svekkt eftir grátlegt tap Haukaliðsins gegn Val í kvöld. „Það er mikið svekkelsi í gangi, þetta er mjög svekkjandi tap,“ byrjaði Díana að segja eftir leik. „Við erum að fara með alltof mikið af færum og hlutir sem við ætluðum ekki að klikka á klikkuðum við á. En þetta er auðvitað súper lið hjá þeim, nánast bara allt landsliðið, og þess vegna mjög flott frammistaða en hún var því miður ekki nóg,“ hélt Díana að segja. Díana talaði síðan um brottvísunina á Elínu Klöru sem var vendipunktur leiksins. „Já, þetta var vendipunktur leiksins og við spiluðum þær tvær mínútur mjög illa, töpum boltanum tvisvar eða þrisvar held ég og það er bara illa gert,“ endaði Díana að segja eftir leik. Olís-deild kvenna Valur Haukar
Íslandsmeistarar Vals tóku á móti Haukum í fyrsta leik einvígisins um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta en boðið var upp á afar spennandi leik og dramatík í lokin. Bæði lið komu í úrslitaeinvígið með mikið sjálfstraust þar sem bæði lið unnu mótherja sína 3-0. Valur sópaði ÍBV á meðan Haukar sópuðu Fram, fyrrum liði Stefáns, þjálfara liðsins. Fyrri hálfleikurinn var gríðarlega spennandi og voru það gestirnir í Haukum sem stýrði ferðinni til að byrja með. Elín Klara stýrði sóknarleik Hauka eins og herforingi eins og svo oft áður og vörn Vals var í tómum vandræðum með að ráða við hana. Þegar um fimmtán mínútur voru liðnar af hálfleiknum tók Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, leikhlé fyrir sitt lið í stöðinni 5-8 og lét sínar stelpur heyra það. Á þessum tímapunkti í leiknum hefði forysta Hauka verið mikið stærri ef það hefði ekki veri fyrir Hafdísi í markinu sem var að verja vel. Eftir þetta leikhlé fór leikurinn að jafnast út og þegar um fimm mínútur voru eftir af hálfleiknum voru Valsstelpur komar með forystuna, 12-11. Liðin skiptust síðan á að skora þangað til komið var að hálfleiknum og var staðan þá 16-16. Gestirnir stýrðu leiknum í upphafi seinni hálfleiks og lítið gekk upp hjá Íslandseisturunum. Ágúst tók tvö leikhlé með fjögurra mínútna millibili og ætti það að segja mikið um það hvað gekk á hjá Valsliðinu á þessum tímapunkti, þær voru skugginn af sjálfum sér. Það var hins vegar á 49. mínútu þar sem dróg til tíðinda en þá fékk Elín Klara tveggja mínútna brottvísun sem átti eftir að vera ákveðinn vendipunktur í leiknum. Á þessum tímapunkti voru Haukar með þriggja marka forystu en hún átti eftir að hverfa á einmitt þessu tveimur mínútum sem Elín Klara var utan vallar. Eftir þetta virtust gestirnir fara svolítið á taugum á meðan Íslandsmeisturunum óx ásmegin og náðu loks að landa sigri, 28-27. Atvik leiksins Atvik leiksins kom á 49. mínútu en það var þegar Elín Klara fékk brottvísun sína sem reyndist vera eina brottvísun leiksins. Elín Klara er svo mikilvæg þessu Haukaliði og þessar tvær mínútur án hennar voru virkilega erfiðar og því var þetta vendipunktur leiksins. Stjörnurnar og skúrkar Hafdís Renötludóttir hélt Valsliðinu inn í leiknum, það er alveg klárt mál. Íslandsmeistararnir voru skugginn af sjálfum sér í dag fyrir utan Hafdísi, ef það hefði ekki verið fyrir hana þá hefðu Haukar unnið þennan leik, það er klárt mál. Það er ekki hægt að nefna neinn leikmann sem skúrk í dag. Dómararnir Aðeins ein tveggja mínútna brottvísun kom í leiknum og ég vil meina að það sé merki um vel unnin störf hjá dómurunum. Stemningin og umgjörð Stemningin og umgjörðin var til fyrirmyndar. Það var svo gaman að horfa á þennan leik þar sem stuðningsmenn beggja liða voru vel með á nótunum í stúkunni og létu vel í sér heyra. Við vorum skugginn af sjálfum okkur Anna Úrsúla skoraði eitt mark fyrir Val í dag.Vísir/Hulda Margrét „Það er auðvitað frábært að sigra þetta svakalega flotta Haukalið,“ byrjaði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, að segja eftir sigur liðsins gegn Haukum. „Þær mættu bara tilbúnar í leikinn á meðan við vorum bara skugginn af sjálfum okkur. Þær spiluðu rosalega vel á okkur í sókninni og tóku vel á okkur í vörninni og mér fannst við ekkert byrja leikinn fyrr en það voru svona sjö mínútur eftir,“ hélt Anna áfram að segja. Anna var ekki klár á því af hverju liðið hafi ekki mætt tilbúið í leikinn. „Ég veit ekki hvað það er. Hvort við værum nú þegar að bíða eftir úrslitaleiknum eða hvað, ég get eiginlega ekki svarað því, hausinn var bara ekki rétt skrúfaður á.“ Anna vill meina að svona sigur muni gefa liðinu mikið. „Ég ætla rétt að vona að þessi leikur geri það að verkum að liðið mæti tilbúið í næsta leik. Mér finnst þessi tvö lið hafa borið af í vetur og það er því mjög gaman að kljást við Haukana og ná sigri er mjög sætt,“ endaði Anna Úrsúla að segja. Við spiluðum þessar mínútur mjög illa Díana Guðjónsdóttir.Vísir/Diego Díana Guðjónsdóttir, annar tveggja þjálfara Hauka, var að vonum svekkt eftir grátlegt tap Haukaliðsins gegn Val í kvöld. „Það er mikið svekkelsi í gangi, þetta er mjög svekkjandi tap,“ byrjaði Díana að segja eftir leik. „Við erum að fara með alltof mikið af færum og hlutir sem við ætluðum ekki að klikka á klikkuðum við á. En þetta er auðvitað súper lið hjá þeim, nánast bara allt landsliðið, og þess vegna mjög flott frammistaða en hún var því miður ekki nóg,“ hélt Díana að segja. Díana talaði síðan um brottvísunina á Elínu Klöru sem var vendipunktur leiksins. „Já, þetta var vendipunktur leiksins og við spiluðum þær tvær mínútur mjög illa, töpum boltanum tvisvar eða þrisvar held ég og það er bara illa gert,“ endaði Díana að segja eftir leik.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik