María Sigrún birtir tölvupósta Dags Jón Þór Stefánsson skrifar 8. maí 2024 19:37 María Sigrún og Dagur rífast um innslag hennar á Facebook. Vísir „Fyrst Dagur hefur birt tölvupóstssamskipti okkar opinberlega er réttast að ég geri það líka,“ segir María Sigrún Hilmarsdóttur fréttakona og birtir skjáskot af tölvupóstsamskiptum sínum og Dags B. Eggertssonar, formanns borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóra. Það gerir María Sigurún í færslu á Facebook-síðu sinni sem er svar við færslu Dags frá því í morgun þar sem hann sagði fréttamennsku Maríu ómerkilega. Hann hélt því fram að hún hefði tekið þátt í pólitískum leik í stað þess að miðla því sem lægi fyrir málinu „svart á hvítu“ til almennings. Málið varðar frægt innslag Maríu sem birtist í Kastljósi á mánudag en hafði áður átt að birtast í fréttaskýringarþættinum Kveik. Umfjöllunarefni þáttarins er uppbyggingarreit og samningar Reykjavíkurborgar við olíufélög. Í færslu sinni vísar María til þess að Dagur hafi sagt virði byggingarréttar sem fjallað var um ofmetið, en hún bendir sjálf á að hafa leitað til verktaka og fasteignasala sem mátu virði réttarins á bilinu sjö til þrettán milljarða króna. „Eins og fram kom í þættinum fer verðmætið eftir því hversu mikið byggingarmagn verður samþykkt. Það er rétt hjá Degi að tölur um áætlað byggingarmagn á reitunum hafa verið á reiki. Sumar hafa lækkað en það er fyrst og fremst vegna andmæla íbúa sem búa í grennd við lóðirnar. Virðið eykst með tíma og metnaður olíufélaganna stendur til að hámarka það. Nú eru 3 ár liðin frá undirritun samninganna. Virði byggingarréttarins á lóðum bensínstöðvanna mun á endanum líta dagsins ljós og dæmi þá hver fyrir sig,“ segir María. Þá minnist María Sigrún á athugasemd Dags um að viðtal hennar við hann hafi verið langt og drungalegt. „Leitt að honum gremjist það en þar var ég fyrst og fremst að gefa honum fullt svigrúm, tíma og tækifæri til að svara þeirri gagnrýni sem komið hefur fram á samninga borgarinnar við olíufélögin. Fundarsalur borgarráðs er að mínu mati ekki drungalegur eins og Dagur segir í færslu sinni. Þvert á móti finnst mér hann bjartur með stórum gluggum sem snúa til austurs. Viðtalið var tekið milli kl.11 og 12.30, föstudaginn 5. apríl.“ María Sigrún tekur fram að Dagur hafi birt tölvusamskipti sín og hennar opinberlega. Hún segir það nýja upplifun fyrir hana. Í lok færslu sinnar segir hún, eins og áður hefur komið fram, að rétt sé að gera slíkt hið sama. Hún birti ellefu skjáskot með færslu sinni af tölvupóstsamskiptum sínum og Dags. „Hann gerir athugasemd við að ég hafi ekki greint frá innihaldi póstsins í þættinum þar vísar hann í lið í samþykktinni sem hann segir alveg skýra að „einungis verði krafist greiðslu gatnagerðargjalda af hendi lóðarhafa“. Hvers vegna stóð ekki skýrar í samþykktinni að til stæði að gefa olíufélögunum byggingarrétt fyrir milljarða? Hvers vegna vann borgin ekkert kostnaðarmat og ekkert lögfræðiálit áður en menn settust við samningaborðið?“ Fjölmiðlar Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Ríkisútvarpið Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Það gerir María Sigurún í færslu á Facebook-síðu sinni sem er svar við færslu Dags frá því í morgun þar sem hann sagði fréttamennsku Maríu ómerkilega. Hann hélt því fram að hún hefði tekið þátt í pólitískum leik í stað þess að miðla því sem lægi fyrir málinu „svart á hvítu“ til almennings. Málið varðar frægt innslag Maríu sem birtist í Kastljósi á mánudag en hafði áður átt að birtast í fréttaskýringarþættinum Kveik. Umfjöllunarefni þáttarins er uppbyggingarreit og samningar Reykjavíkurborgar við olíufélög. Í færslu sinni vísar María til þess að Dagur hafi sagt virði byggingarréttar sem fjallað var um ofmetið, en hún bendir sjálf á að hafa leitað til verktaka og fasteignasala sem mátu virði réttarins á bilinu sjö til þrettán milljarða króna. „Eins og fram kom í þættinum fer verðmætið eftir því hversu mikið byggingarmagn verður samþykkt. Það er rétt hjá Degi að tölur um áætlað byggingarmagn á reitunum hafa verið á reiki. Sumar hafa lækkað en það er fyrst og fremst vegna andmæla íbúa sem búa í grennd við lóðirnar. Virðið eykst með tíma og metnaður olíufélaganna stendur til að hámarka það. Nú eru 3 ár liðin frá undirritun samninganna. Virði byggingarréttarins á lóðum bensínstöðvanna mun á endanum líta dagsins ljós og dæmi þá hver fyrir sig,“ segir María. Þá minnist María Sigrún á athugasemd Dags um að viðtal hennar við hann hafi verið langt og drungalegt. „Leitt að honum gremjist það en þar var ég fyrst og fremst að gefa honum fullt svigrúm, tíma og tækifæri til að svara þeirri gagnrýni sem komið hefur fram á samninga borgarinnar við olíufélögin. Fundarsalur borgarráðs er að mínu mati ekki drungalegur eins og Dagur segir í færslu sinni. Þvert á móti finnst mér hann bjartur með stórum gluggum sem snúa til austurs. Viðtalið var tekið milli kl.11 og 12.30, föstudaginn 5. apríl.“ María Sigrún tekur fram að Dagur hafi birt tölvusamskipti sín og hennar opinberlega. Hún segir það nýja upplifun fyrir hana. Í lok færslu sinnar segir hún, eins og áður hefur komið fram, að rétt sé að gera slíkt hið sama. Hún birti ellefu skjáskot með færslu sinni af tölvupóstsamskiptum sínum og Dags. „Hann gerir athugasemd við að ég hafi ekki greint frá innihaldi póstsins í þættinum þar vísar hann í lið í samþykktinni sem hann segir alveg skýra að „einungis verði krafist greiðslu gatnagerðargjalda af hendi lóðarhafa“. Hvers vegna stóð ekki skýrar í samþykktinni að til stæði að gefa olíufélögunum byggingarrétt fyrir milljarða? Hvers vegna vann borgin ekkert kostnaðarmat og ekkert lögfræðiálit áður en menn settust við samningaborðið?“
Fjölmiðlar Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Ríkisútvarpið Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira