Hafnað af Stoke og var stuðningsmaður Real síðast Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2024 11:47 Joselu var vel fagnað af stuðningsmönnum í gærkvöld en hann var einmitt einn af þeim á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu fyrir tveimur árum. Getty/Burak Akbulut Í einvígi stórveldanna Real Madrid og Bayern München hefðu sjálfsagt fáir spáð því að aðalhetjan yrði hinn 34 ára gamli Joselu, lánsmaður frá B-deildarliði Espanyol sem Stoke City taldi sig ekki hafa not fyrir, en sú varð raunin. Joselu skoraði bæði mörk Real í gærkvöld í blálokin, eftir að hafa komið inn á sem varamaður, í 2-1 sigri sem skilaði liðinu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Síðast þegar að Real komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar mætti Joselu á leikinn, í París 2022, en þá sem stuðningsmaður Real sem vann Liverpool 1-0. Tveimur árum síðar reyndist hann óvænta hetjan sem kom Real aftur í úrslitaleikinn, við Dortmund 1. júní. Here’s Joselu supporting Real Madrid in Paris, Champions League final 2022.Two years later, he’s sending Real Madrid to Champions League final after scoring a brace just before extra time.❗️ He joined Real Madrid on loan from 2nd division Espanyol.Football. 🤯🇪🇸 pic.twitter.com/aQGdcaZksS— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 8, 2024 „Joselu… ég held að hann sofi ekki mikið í nótt! Hann verður alveg gagnslaus á æfingu á morgun,“ sagði Jude Bellingham léttur í sjónvarpsviðtali eftir sigurinn í gær. „Hann á þetta allt skilið. Hann hefur verið magnaður félagi í þessum hópi í gegnum alla leiktíðina og þetta er hans kvöld,“ sagði Bellingham, hæstánægður með liðsfélaga sinn og hina óvæntu hetju. Joselu kom ungur til Real Madrid og skoraði grimmt fyrir varalið félagsins þegar hann var að hefja ferilinn, fyrir tæplega fimmtán árum. Fenginn vegna biðarinnar eftir Mbappé Hann lék svo einnig í Þýskalandi og á Englandi án þess að slá sérstaklega í gegn þar. Hann lék eina leiktíð með Stoke, 2015-16, en félagið lánaði hann í burtu og losaði sig svo við hann til Newcastle þar sem mörkin urðu samtals sex í 46 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Joselu sneri svo aftur til Spánar árið 2019 og hefur undanfarin ár skorað talsvert í spænsku deildinni, eða alls 36 mörk í 110 leikjum fyrir Alavés og svo 16 mörk í fyrra fyrir Espanyol, sem þó féll. Real vantaði framherja eftir brotthvarf Karims Benzema í fyrra, sennilega bara tímabundið áður en Kylian Mbappé kæmi í sumar, og fékk því Joselu að láni. Það hefur borgað sig því hann hefur núna skorað alls sautján mörk í öllum keppnum, og þar af mörkin mikilvægu í gær sem skiluðu Real í úrslitaleik sterkustu deildar heims. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Þegar ég var sjö ára í Birmingham dreymdi mig um svona kvöld“ Jude Bellingham var í skýjunum þegar Real Madrid komst í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir dramatískan sigur á Bayern München, 2-1, á Santiago Bernabéu í kvöld. 8. maí 2024 23:30 Aðstoðardómarinn bað Bæjara afsökunar: „Þetta er hörmung“ Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, segir að annar aðstoðardómarinn í leiknum gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu hafi beðist afsökunar á að hafa lyft flaggi sínu of snemma þegar Bæjarar skoruðu undir lokin. Real vann leikinn, 2-1, og einvígið, 4-3 samanlagt. 8. maí 2024 22:47 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Joselu skoraði bæði mörk Real í gærkvöld í blálokin, eftir að hafa komið inn á sem varamaður, í 2-1 sigri sem skilaði liðinu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Síðast þegar að Real komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar mætti Joselu á leikinn, í París 2022, en þá sem stuðningsmaður Real sem vann Liverpool 1-0. Tveimur árum síðar reyndist hann óvænta hetjan sem kom Real aftur í úrslitaleikinn, við Dortmund 1. júní. Here’s Joselu supporting Real Madrid in Paris, Champions League final 2022.Two years later, he’s sending Real Madrid to Champions League final after scoring a brace just before extra time.❗️ He joined Real Madrid on loan from 2nd division Espanyol.Football. 🤯🇪🇸 pic.twitter.com/aQGdcaZksS— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 8, 2024 „Joselu… ég held að hann sofi ekki mikið í nótt! Hann verður alveg gagnslaus á æfingu á morgun,“ sagði Jude Bellingham léttur í sjónvarpsviðtali eftir sigurinn í gær. „Hann á þetta allt skilið. Hann hefur verið magnaður félagi í þessum hópi í gegnum alla leiktíðina og þetta er hans kvöld,“ sagði Bellingham, hæstánægður með liðsfélaga sinn og hina óvæntu hetju. Joselu kom ungur til Real Madrid og skoraði grimmt fyrir varalið félagsins þegar hann var að hefja ferilinn, fyrir tæplega fimmtán árum. Fenginn vegna biðarinnar eftir Mbappé Hann lék svo einnig í Þýskalandi og á Englandi án þess að slá sérstaklega í gegn þar. Hann lék eina leiktíð með Stoke, 2015-16, en félagið lánaði hann í burtu og losaði sig svo við hann til Newcastle þar sem mörkin urðu samtals sex í 46 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Joselu sneri svo aftur til Spánar árið 2019 og hefur undanfarin ár skorað talsvert í spænsku deildinni, eða alls 36 mörk í 110 leikjum fyrir Alavés og svo 16 mörk í fyrra fyrir Espanyol, sem þó féll. Real vantaði framherja eftir brotthvarf Karims Benzema í fyrra, sennilega bara tímabundið áður en Kylian Mbappé kæmi í sumar, og fékk því Joselu að láni. Það hefur borgað sig því hann hefur núna skorað alls sautján mörk í öllum keppnum, og þar af mörkin mikilvægu í gær sem skiluðu Real í úrslitaleik sterkustu deildar heims.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Þegar ég var sjö ára í Birmingham dreymdi mig um svona kvöld“ Jude Bellingham var í skýjunum þegar Real Madrid komst í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir dramatískan sigur á Bayern München, 2-1, á Santiago Bernabéu í kvöld. 8. maí 2024 23:30 Aðstoðardómarinn bað Bæjara afsökunar: „Þetta er hörmung“ Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, segir að annar aðstoðardómarinn í leiknum gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu hafi beðist afsökunar á að hafa lyft flaggi sínu of snemma þegar Bæjarar skoruðu undir lokin. Real vann leikinn, 2-1, og einvígið, 4-3 samanlagt. 8. maí 2024 22:47 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
„Þegar ég var sjö ára í Birmingham dreymdi mig um svona kvöld“ Jude Bellingham var í skýjunum þegar Real Madrid komst í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir dramatískan sigur á Bayern München, 2-1, á Santiago Bernabéu í kvöld. 8. maí 2024 23:30
Aðstoðardómarinn bað Bæjara afsökunar: „Þetta er hörmung“ Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, segir að annar aðstoðardómarinn í leiknum gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu hafi beðist afsökunar á að hafa lyft flaggi sínu of snemma þegar Bæjarar skoruðu undir lokin. Real vann leikinn, 2-1, og einvígið, 4-3 samanlagt. 8. maí 2024 22:47
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti