Vonar að pabbi sinn komist ekki á ÓL Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2024 11:30 Mads Mensah í baráttu við Ými Örn Gíslason í leik á einu fjölmargra stórmóta sem Mensah hefur spilað á; EM 2022. Getty/Sanjin Strukic Sá böggull fylgir skammrifi fyrir bestu handboltamenn heims að á meðan að þeir eru önnum kafnir við stórmót landsliða og með félagsliðum, þá missa þeir af dýrmætum tíma með fjölskyldunni. Þetta þekkir Mads Mensah, einn af heimsmeisturum danska landsliðsins, til að mynda vel en Danir hafa átt einstakri velgengni að fagna síðustu ár og því fylgja sífellt fleiri leikir og fleiri mót. Í sumar eru svo Ólympíuleikarnir í París á dagskrá og Mensah hefur fengið skýr skilaboð frá börnum sínum varðandi það. „Þó að það geti alveg verið skemmtilegt að pabbi spili handbolta þá hefur elsta dóttir mín sagt að hún voni að ég verði ekki valinn [í ÓL-hópinn], svo að við höfum meiri tíma til að njóta saman,“ sagði Mensah við TV 2 Sport. Mads Mensah hefur verið lengi að og er hér í greipum Sverre Jakobssonar á HM 2015.Getty/Christof Koepsel Mensah segir börnin hafa fengið að koma með á stórmót og upplifa skemmtilega hluti en að það geti einnig verið erfitt að vera sífellt á stórmótum. Það eigi við um bæði unga sem aldna. „Þetta felur í sér mikinn missi en sem betur fer fær maður líka mikið út úr þessum ferðum. Það er erfitt að fara út um dyrnar en það sýnir líka að okkur líður vel saman og viljum verja tíma hvert með öðru,“ sagði Mensah. Rólegur yfir því hvort hann fái sæti TV 2 bendir á að það sé ólíklegt að landsliðsþjálfarinn Nikolaj Jacobsen verði með börn Mensah í huga við val á ólympíuhópnum. Það sé hins vegar alls ekki öruggt að Mensah fái þar sæti, enda hópurinn minni en til að mynda á EM og HM. „Það róar mann að vita til þess að ég hef verið með á öllum stórmótum síðan 2013 og ef að ég missi af einu þá er það bara þannig. Það sem gæti svekkt mann mest er ef manni liði eins og maður hefði getað gert meira. Ég hef hins vegar ekki áhyggjur af því að ég sitji og hugsi þannig í sumar, að ég hefði getað gert margt öðruvísi,“ sagði Mensah. Ólympíuleikarnir standa yfir frá 26. júlí til 11. ágúst og byrja Danir á leik við Frakka 27. júlí. Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Þetta þekkir Mads Mensah, einn af heimsmeisturum danska landsliðsins, til að mynda vel en Danir hafa átt einstakri velgengni að fagna síðustu ár og því fylgja sífellt fleiri leikir og fleiri mót. Í sumar eru svo Ólympíuleikarnir í París á dagskrá og Mensah hefur fengið skýr skilaboð frá börnum sínum varðandi það. „Þó að það geti alveg verið skemmtilegt að pabbi spili handbolta þá hefur elsta dóttir mín sagt að hún voni að ég verði ekki valinn [í ÓL-hópinn], svo að við höfum meiri tíma til að njóta saman,“ sagði Mensah við TV 2 Sport. Mads Mensah hefur verið lengi að og er hér í greipum Sverre Jakobssonar á HM 2015.Getty/Christof Koepsel Mensah segir börnin hafa fengið að koma með á stórmót og upplifa skemmtilega hluti en að það geti einnig verið erfitt að vera sífellt á stórmótum. Það eigi við um bæði unga sem aldna. „Þetta felur í sér mikinn missi en sem betur fer fær maður líka mikið út úr þessum ferðum. Það er erfitt að fara út um dyrnar en það sýnir líka að okkur líður vel saman og viljum verja tíma hvert með öðru,“ sagði Mensah. Rólegur yfir því hvort hann fái sæti TV 2 bendir á að það sé ólíklegt að landsliðsþjálfarinn Nikolaj Jacobsen verði með börn Mensah í huga við val á ólympíuhópnum. Það sé hins vegar alls ekki öruggt að Mensah fái þar sæti, enda hópurinn minni en til að mynda á EM og HM. „Það róar mann að vita til þess að ég hef verið með á öllum stórmótum síðan 2013 og ef að ég missi af einu þá er það bara þannig. Það sem gæti svekkt mann mest er ef manni liði eins og maður hefði getað gert meira. Ég hef hins vegar ekki áhyggjur af því að ég sitji og hugsi þannig í sumar, að ég hefði getað gert margt öðruvísi,“ sagði Mensah. Ólympíuleikarnir standa yfir frá 26. júlí til 11. ágúst og byrja Danir á leik við Frakka 27. júlí.
Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira